Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 3
STJARNAN 51 ert Kristur sonur Guðs. Jesús svaraði: Svo er sem þú sagðir.” Þegar Jesús hékk á krossinum, sögðu þeir, sem hjá stóðu: 'Hann ireysti Guði, hjálpi hann honum nú, et hann hefir mætur á honum, þar hann kvaðst vera Guðs sonur.” Matt. 27:43. Lærisveinarnir voru allir sannfærðir um guðdóm Krists. Við eitt tækifæri svar,- aði Pétur fyrir þá: “Vér höfum trúað og kannast við, að þú ert Kristur, sonur hins lifanda Guðs.” Jóh. 6:69. Þannig prédikuðu Þeir hann eftir uppstigningu hans. Jafnvel hundraðshöfðinginn, sem var viðstaddur úauða hans, gat ekki stilt sig um að segja: Sannarlega hefir þessi maður verið son- ur Guðs.” Mark. 15:39. Þetta eru ekki marklaus orð. Líf, dauði °g upprisa Jesú Krists og hin ævarandi á- hrif kenninga hans, staðfesta þann sann- ieika, að hann er Guðs sonur, sem kom í heiminn til að frelsa synduga menn. Þeir, sem hafa meðtekið geisla réttlætissólar- innar í hjarta sitt, eru hreinsaðir af synd, njóta hans frelsandi kærleika og hans dýrð- iegu návistar. Þeir geta ekki annað en veg- samað hann sem frelsara sinn og Drottinn: ‘Sannlega er hann sonur hins lifanda Guðs.” S'lík reynsla staðfestir einnig vitnis- burð Krists. Vér ættum að geta tekið undir með fólk- inu í Samaríu og sagt: “Vér trúum nú ekki framar fyrir þín orð, því vér höfum sjálfir heyrt og vitum, að þessi er sannarlega heimsins frelsari, Kristur. Jóh. 4:42. F. Lee. 4- 4- f Princeton New Jersey, kom það.í ljós, eð 23 börn af hundraði þjáðust af ormum árið 1943, sagði Dr. Norman R. Stoll, er hann hélt fyrirlestur fyrir félaginu til vís- indalegra framfara. Algengasti ormurinn er trichinella, sem flytst inn í líkama mannsins frá svínakjöti og nú þjáir 21 millj. Ameríkumanna, eða um sjötta hvern ibúa landsins, og framleiðir bletti í húð- inni, bólgu, velgju fyrir brjóstinu, sem lík- ist snert af sjóveiki verki um allan líkam- ann, máttleysi og almenna veiklun. 4- ♦ 4- Suður-Afríkubúar selja svo mikið af lambaskinnum, að það nemur hærri upp- hæð heldur en salan frá demanta námun- um. XXVIII-Vitnin Til Emaus, sem er lítið þorp, átta mílur frá Jerúsalem, gengu tveir af postulunum, þegar kvöld var komið, þann sama dag er Jesús reis upp frá dauðum. Þeir vissu ekki, hvað þeir áttu að thalda, um þessa nýafstöðnu viðburði, einkum frá- sögn kvennanna, að þær hefðu séð englana og mætt Jesú eftir upprisuna. ’ Þeir sneru heim aftur, með þeirri hugs- un að yfirvega þetta nákvæmlega og biðja guð um að veita þeim skilning á þessum hlutum, sem voru svo dularfullir fyrir þeim. Meðan þeir voru á leiðinni, kom ókunn- ugur maður og slóst í för með þeim; en þeir voru svo niðursokknir í samtal sitt, að þeir tóku naumast eftir honum. Þessir harðgerðu menn voru svo yfir- komnir af sorg, að þeir grétu. Hann sá í mi'ldi sinni og kærleika, að hér var sorg, sem hann gat linað. Hann gaf sig á tal við þá sem ókunnur maður. En augu þeirra voru haldin, svo að þeir þektu hann ekki. Og hann sagði við þá: “Hvaða samræður eru þetta, sem þið hafið ykkar á milli, á leið ykkar? Og því eruð þér svo daprir í bragði?” Og annar þeirra, að nafni Kleófas svar- aði og sagði við hann: “Ert þú eini aðkomu- maðurinn í Jerúsalem og veist ekki það, sem gjörst hefir í henni á þessum dögum?” Og hann sagði við þá: “Hvað þá.” En þéir sögðu við hann: “Það, um Jesúm frá Nazaret, sem var spámaður, máttugur í verki og orði fyrir guði og öllum lýðnum.” (Lúk. 24, 16-19). Síðan sögðu þeir honum frá því, er gjörst hafði, og endurtóku frásögn kvennanna, er verið höfðu við gröfina, árla þenna morgun. Þá sagði hann við þá: “Ó, þér heimskir og í hjartanu tregir, til að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað. Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga inn í dýrð sína? Og hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim í öllum ritningunum. það er hljóðaði um hann.” (Lúk. 24, 25-27). Lærisveinarnir urðu orðlausir af undrun og gleði. Þeir þorðu ekki að spyrja þenna ókunna mann, hver hann væri. Þeir hlýddu

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.