Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.06.1947, Blaðsíða 7
STJARNAN 55 °g hlýðin börn hans eins og hans eigin sonur. Guð lætur ekki setja sér kosti. Hann borgaði hæðsta verð, hann keypti endur- l^usn mannsins fyrir blóð hins flekklausa °§ lýtalausa lambsins Krists. Þetta var hann fús að gjöra, þó ekki væri nema einn sem vildi þiggja frelsi. Guð vill fá skynsamlega þjónustu vora. Svo áminni ég yður, bræður, í Guðs náðar nafni, að þér framseljið líkama yðar eins °S fórn, lifandi helga, Guði þóknanlega, sem er skynsamleg guðsdýrkun yðar.” — Róm. 12:1. Þannig hefur kristinn maður það ávalt hugfast í allri reynslu sinni að Guðs náð bænheyrsla verður ekki keypt, en kær- feikur hans stöðugt umkringir, annast og verndar börn hans. Undrandi yfir hinum fakmarkalausa kærleika skapara síns og h'elsara, hvílir hann öruggur og laus við hræðslu og kvíða. M. E. Loewen. ♦ ♦ ♦ Hvernig munt þú reynaát ? Rétt hjá Bracelet-flóanum er bjalla til að vara við hættulegu skeri undir yfir- horði vatnsins. Þegar veður er kyrt heyr- ekki í bjöllunni, en þegar vindur er og hylgjur berast að klettinum, þá hringir hún, Pvi ákafari sem stormurinn er því meira heyrist til hennar. Það er velkomin aðvör- un fyrir þá sem eru í háska staddir. Hversu ikt er þetta lífi sumra manna. Bylgjur SOrga og mótlætis framleiða bænar- og Pukklætisljóð hjá Guðs börnum. Erfið reynsla leiðir í ljós trúarstyrk, og myrkur v°nbrigðanna lætur stjörnu vonarinnar skína því skærara. Aftur á móti er miklu að tapa á tíma erfiðleikanna, ef menn skortir staðfestu, rú og hugrekki. Vér þekkjum ekki veik- eika vorn fyr en vér mætum reynslunni. egar þungar raunir bera að höndum, þá er freisting til að gefast upp. Menn vita ekki, hvað keðjurnar eru sterkar meðan þær liggja í hrúgu á þilfar- mu. Það er þegar hættulegir stormar geysa Sern menn sjá, hvort keðjurnar eru nógu sterkar til að halda skipinu. Það kemur 'ka °ft fyrir í lífi manna, þegar ákaflegum erfiðleikum er að mæta, þá reynast þeir veikir sem menn héldu sterka vera, en hinir sem álitnir voru veikir reynast sterkir. Þetta kom í ljós í reynslu lærisveina Krists þegar hann var handtekinn. “Þá yfirgáfu hann allir lærisveinar hans og flýðu”. Matt. 26:56. En Jósep frá Arematea “dirfðist að fara inn til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú” Áður hafði hann haldið sér til baka, en nú var hann djarfur þegar hinir voru huglausir. Slagið sem hafði tvístrað lærisveinunum hrygði og særði Jósep, og leiddi hann til að kannast opinberlega við Drottinn sinn. Hugleysi lærisveinanna sýndi sorglegt vanþakklæti til hans sem hafði gjört svo mikið fyrir þá. Hann hefir eflaust fundið sárt til þess, þegar þeir yfirgáfu hann allir, það hefir aukið á þjáningar hans en það kældi ekki kærleika hans til þeirra. Hann sneri ekki baki við þeim fyrir það. “Hann hafði elskað sína sem voru í heim- inum. Hann elskaði þá alt til enda.” Jóh. 13:1. Hann var aðdáanlega þolinmóður við þá og upprisumorguninn sendi hann þeim boð að mæta sér. Framkoma Jóseps var göfug og góð, en sorglegt var það, að hann beið þar til besti vinur hans var dáinn, með að kannast við hann. Hann hlýtur að hafa fundið sárt til þess þegar hann bar líkama Krists 1 burtu. — Kæri lesari, bíddu ekki þangað til ástvinir þínir eru dánir. Talaðu vin- gjarnleg og hughreystandi orð til þeirra meðan þeir eru lifandi. Eitt blóm sem þú gefur þeim nú, meðan þeir lifa er margfalt meira virði og veitir þeim meiri gleði held- ur en þúsundir fegurstu rósa sem lagðar eru á líkkistu vinarins. Athugum vel þessa lexíu. Margir kristnir menn bergja þann beiska bikar að sjá •vini sína snúa baki við þeim. Einhver þyngsta sorg sem vér getum mætt, er að verða fyrir vonbrlgðum frá þeim sem vér elskum. Jesús mætti þessari sorg svo hann hefir samhygð með oss þegar vér mætum líkum kringumstæðum. Minstu þess að hann bregst þér aldrei. Treystu Jesú, besta vini þínum. Innilyk hann í hjarta þínu eins *og Jósep lagði hann í gröf sína og þú munt reyna upprisufögnuðinn í lífi þínu. C. G. Bellah.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.