Stjarnan - 01.12.1947, Síða 1

Stjarnan - 01.12.1947, Síða 1
STJARNAN DESEMBER 1947 LUNDAR, MAN. Yfirgnœfandi náð “Þar sem syndin yfirgnæfði, yfirgnæfði náðin enn meir”. — Róm. 5:20. Náð er óverðskuldaður góðvilji. Vér get um ekki keypt náð, áunnið oss hana né verðskuldað. Vér getum aðeins meðtekið hana frá kærleikshjarta skaparans. Einu sinni þegar stríð stóð yfir milli Frakka og Englendinga, kom hvalveiða- skip eftir langa útivist og nálgaðist strendur Englands. Sjómennirnir voru vatnslausir og aðþrengdir af þorsta, en eina höfnin sem þeir gátu náð í tíma til að bjarga lífi sínu var við England, en þeir óttuðust fyrir að verða teknir fastir og settir í fangelsi, en skipið yrði tekið frá þeim. Þegar þeir nálguðust land gáfu •þeir merki um að þeir væru í nauð. Frá landi var svarað að friður væri kominn á milli landanna, en frönsku sjómennirnir héldu þetta vera hrekkjabragð óvinanna til að ná þeim á vald sitt. En þar sem þeir svo að segja horfðust í augu við dauðann kusu þeir heldur að verða teknir til fanga en að deyja úr þorsta, svo þeir siglu inn í höfn- ina og fundu þá, sér til mestu gleði að fréttin var sönn. Friður hafði verið sam- inn nokkru áður svo hvorki þeir né skipið var í neinni hættu. Heimurinn í dag er fullur af fólki, sem er í dauðans hættu á sjóferð lífsins, þeir horfast í augu við eilífan dauða af því þeir hafa ekki “lífsins vatn”. Þeir reyna alt hugsanlegt til að framleiða það sjálfir, eða þá eitthvað annað í þess stað. Þeir drekka óspart úr lindum mentunar, vísinda, auðs og skemtana, en ekkert af þessu getur full nægt þörfum mannshjartans. Þeir eru hræddir að varpa akkeri sínu við Guðs höfn og leita hjálpar hjá honum. Þeir halda hann sé óvinur sinn, að hann hati þá af því þeir hafa brotið boðorð hans. — Þeir álíta hann harðstjóra. En út yfir hið dimma, djúp hljómar boð skapur Guðs til mannanna: “Friður hefir verið saminn fyrir kross Krists. Komið inn á höfnina þar sem er nóg fæða og lífs- ins vatn fyrir hverja einustu sál”. En menn trúa ekki friðarboðskapnum, þeir snúa sér með ótta burt frá Guði og jafn- vel efast um að hann sé til. Þeir reiða sig á sínar eigin tilraunir til að frelsast, eða þeir berast hugsunarlaust upp að ókunn- um ströndum. Eftir því sem árin líða sjá þeir skuggana lengjast og hrollur dauðans skelfir þá. Sumir ráða þá af að lokum að varpa sér fram fyrir Guð og reyna náð hans, þá finna þeir að friður var saminn fyrir löngu síðan milli Guðs og manna fyr- ir verðskuldun Jesú Krists. “Því svo eiskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn eingetinn Son, til þess að hver sem á hann trúir, ekki glatist, heldur hafi eilíft líf”. Ó, hve undraverður er kærleiki Krists til fallinna manna. Hann gaf líf sitt til að frelsa þá, og eins og stendur í Róm. 5:10: “Ef vér þegar vér vorum sættir við Guð fyrir dauða sonar hans, munum vér miklu fremur, þá vér erum í sátt teknir, fyrir líf hans frelsaðir verða”. Vér vorum ennþá óvinir hans þegar hann dó fyrir okkur. Hann var krossfest- ur fyrir vorar syndir. Vér vorum dauða- sekir. Hann dó í vom stað. I. Kor. 15:3. Náð hans er svo mikil að hann getur frelsað til hins ýtrasta alla, sem koma til Guðs fyrir hann. Syndum þeirra sekkur hann í hafsins djúp. Náð hans er svo

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.