Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 4

Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 4
100 STJARNAN ingu án þess að biðja um náð. Svo lengi sem ekki er að hægt að breyta lögunum eða afnema þau, getur sá, sem hefir brot- ið þau, ekki umflúið hegninguna á nokk- urn hátt, nema með því að fá náð og fyrir- gefningu. Þess vegna segi ég: Ef Guðs lög- mál væri ekki eilíft, óumbreytanlegt og sterkara en Gibraltar, þá þyrftu menn ekki náð. Ef menn ennþá þurfa að frelsast af náð, þá sýnir það að Guðs lögmál er enn í gildi. Náðin og lögmálið geta ekki orðið aðskilin. “Þar sem ekkert lög- mál er, þar er engin yfirtroðsla”. — Róm. 4:15, og þá er engin þörf á náð. Syndin er lagabrot”, I. Jóh. 3:4. Syndin er í heiminum. Náð er það, þegar Guð fyrirgefur syndina. Ef Guðs lögmál væri afnumið, þá gæti enginn syndgað, því án lögmáls er engin yfirtroðsla. Ef ekkert lögmál væri, þá frelsuðust allir, hvort sem þeir tryðu á Krist eða ekki, því Guð gæti ekki dæmt þá seka sem ekki hefðu syndg- að. Ef lögmálið væri afnumið þá væri eng- in þörf fyrir trú á Jesúm, eða endurfæð- ingu. Engin hætta með að glatast. Mr. R. A. Anderson segir frá atviki sem skýrir þetta mál. Hann segir svo frá: — “Fyrir mörgum árum síðan, þegar ég var í borginni Melbourne í Astralíu, kom fryir atvik sem sýndi, hvað lög eru nauðsynleg. Kona ein lét keyra sig og dóttur sína í Rolls Royce bíl, niður í borgina. Þær fóru út úr bílnum fyrir framan stóra verslunar- búð. Þetta var áður en bílar voru lokaðir og svo útbúnir, að ekki var hægt að taka þá í fjarveru eigandans. Mæðgurnar fóru inn í búðina en keyrslumaðurinn gekk áfram til að líta á það sem auglýst var í búðargluggunum. Eftir eina klukkustund komu þau öll þangað sem bíllinn hafði verið skilinn eftir, en hann var horfinn. Rolls Royce bíll í þá daga kostaði um 20 þúsund dollara. Meðan þau stóðu þama í mestu vandræðum, keyrir vel búinn maður bílnum þangað sem þau stóðu og kom út úr honum. Lögregluþjónn var þar fyrir og tók hann fastan. “Eg bið afsökunar, herra lögregluþjónn, sleptu mér”, sagði maðurinn, sem stigið hafði út úr bílnum. “Nei, þú ert fangi minn”, svaraði lög- regluþjónninn. “Hvers vegna?” “Fyrir að stela bílnum”. “Eg stal honum ekki. J>að eru engin lög, sem banna mér að taka bíl að láni. Ef þú sleppir mér ekki skal ég höfða mál á móti þér fyrir að ráðast á mig”. Svo sýndi hann lögregluþjóninum nafnspjald sitt. Lögreglumaðurinn vissi ekki hvaðan. á sig stóð veðrið er hann sá að þetta var æðsti lögmaður borgarinnar og konungs ráðgjafi. Hvernig stóð á.þessu? Það var þó einkenmlegur þjófur. Lögfræðingurinn sagði nú að hann skyldi höfða mál á móti sér fyrir að taka bílinn og hann ætlaði að verja sig sjálfur. Svo sneri hann sér til mæðgnanna sem hann hafði valdið slíkum óþægindum, afsakaði sig kurteislega og sagði þeim ástæðuna fyrir þessari fram- komu sinni. Hann hafði lengi beðið um að lög væru gefin út sem vernduðu bílaeig- endur. Hann átti sjálfur samskonar bíl, en í Victoría voru engin lög sem ákvæðu sekt fyrir að stela bílum. Það voru lög móti stuldi á sauðfé og nautgripum, en engin sem vernduðu bílaeigendur. Hann var orðinn svo þreyttur á að heimta slík lög, svo hann gjörði þetta til að sýna að lög um það væru nauðsynleg. Næstu viku var hann ákærður fyrir bíl- þjófnað, en það voru engin lög er sektuðu mann fyrir slíkt, svo lögsóknin féll niður af sjálfu sér, en innan þriggja vikna voru komin í gildi lög sem vernduðu bílaeigend- ur. — Þar sem ekkert lögmál er, þar er eng- in synd. Ef vér viðurkennum að synd sé til í heim,inum, þá viðurkennum vér að lögmál sé í gildi. “Eg hefði ekki vitað af girndinni hefði ekki lögmálið sagt: Þú skalt ekki girnast”, segir Páll postuli Róm. 7:7. — \ Guðs lögmál getur ekki orðið afnumið, það er eilíft eins og Guð sjálfur og sönnun fyrir þessu er kross Krists. Af því Guðs lögmál var óumbreytanlegt, þá var það eina sem Jesús gat gjört til að frelsa mennina var að korna hingað til vor, gjör- ast maður og deyja fyrir syndarann sem braut Guðs boðorð. Róm. 5:20. Hver ein- asti syndari hefir því tækifæri til að öðl- ast fyrirgefningu og náð. Jesús dó í stað syndarans, og meir en það, hann veitir iðrandi syndara náð og kraft til að sigra

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.