Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 3

Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 3
STJARNAN 99 Róm. 3:31. 5>að, að vér erum frelsaðir af náð, nemur ekki lögmálið úr gildi. Meira að segja, náð er þarflaus ef lögmál- ið er fallið úr gildi, því “Syndin er lagabrot”. — Jóh. 3:4. — “Allir hafa syndgað” og eru því dauðadæmdir, því að “laun syndarinnar er dauði”. Róm. 3:23 og 6:23. En Guðs náð veitir oss fyrirgefn- ingu syndanna, ef vér viljum meðtaka gjöfina, því Jesús leið fyrir oss hegningu þá sem lögmálið 'heimtaði fyrir syndina, svo að vér frelsuðumst frá henni. Sá maður sem í sannleika er frelsaður af Guðs náð, mun aldrei setja sig upp á móti Guðs lögmáli, því fyrir trúna á Krist eru Guðs boðorð enn betur staðfest. Það er eitthvað rangt við þann sem setur sig upp á móti Guðs borðorðum. Þetta er skýrt tekið fram í Róm. 8:7. Hyggja holds- ins er fjandskapur gegn Guði, með því hún hlýðnast ekki Guðs lögmáli af því hún getur það ekki. “Að vera holdlega sinnað- ur er dauði. Róm. 8:6. Jesús segir: “Yður byrjar að endurfæðast.” Jóh. 3:7. Eg veit að til eru miljónir manna, sem segjast hafa verið endurfæddir og frelsaðir af náð og að þeir þekki Guð, en bæta svo við að þeir trúi ekki að þeir þurfi að halda Guðs boð- orð, og meira að segja, þeir fótumtroða opinberlega eitt þeirra og verðá þeir þann- ig sekir við öll boðorðin. “Þó einhver héldi alt lögmálið, ef hann verður brotlegur í einu boðorði, þá er hann orðinn sekur við þau öll”. Jak. 2:10. Hér er alvarlega um talað. Eg hefði ekki vogað að staðhæfa þetta, en Guð talar og vér skulum heyra hvað hann segir um það. “Og því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér varðveitum hans orð. Hver sem segir: Eg þekki hann, og varðveitir ekki hans boðorð, er lygari og í slíkum er ekki sannleikur”. I. Jóh. 2:3. 4. Annan texta finnum vér, sem bendir á, hvers vegna sumum bænum er ekki svarað. “Hver sem frá snýr sínu eyra, svo það heyri ekki lögin, þess bæn er og viðurstyggð”. — Orðskv. 28:9. Þúsundir manna, sem ímynda sér að þeir ; éu á leið til himins, eru á glötunarvegi, af því þeir neita að hlýða einu\ af Guðs boð- orðum. Eg meina boðorðið í 2. Mós 20:8-11. Fagnaðarerindið er ekki gagnstætt lög- máli Guðs. Páll postuli segir: “Þess vegna er að vísu lögmálið heilagt, og boðorðið heilagt og réttvíst og gott”. Róm. 7:12. — Hví skyldi nokkur kristinn maður setja sig á móti því sem Guð kallar heilagt, rétt- víst og gott? Það er auðvitað hið gamla holdlega hugarfar, sem ekki vill vera und- irgefið og hlýða Guðs heilaga lögmáli. At- hugið boðorðin hvert fyrir sig. ]þau eru grundvöllurinn undir öllum réttlátum lögum í öllum löndum siðmenningarinn- ar. Enginn meðal hinna beztu og vitrustu manna heimsins hefir getað samið betri lög. Þeir blátt áfram benda á tíu boð- orðin, sem hið fullkomna lögmál. Jesús ætlaðist aldrei til að siðferðislögmálið yrði úr gildi numið, það er 10 boðorðin. Fórn- færingarlögmálið var annar lagabálkur, sem náði aðeins til krossins. Jesús segir: “Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið og spámennina. Eg kom ekki til þess heldur að framfylgja því. Eg segi yð- ur að meðan himin og jörð haldast við mun ekki punktur yfir í, eða stryk yfir t verða tekið í burtu úr lögmálinu, þar til því er öllu hlýtt! Matt. 5:17. 18. Good- speed’s þýðing. — Meðan stjörnurnar eru yfir höfði þínu og jörðin undir fótum þín- um, eru einnig 10 boðorðin í gildi fyrir hvern einasta mann. Náðarinnar var þörf vegna þess aö lög- málið var óumbreyianlegi og gai ekki orðið afnumið. Hefir þú nokkurn tíma athugað að glæpamaður biður aldrei vægðar meðan hann heldur hann geti sýnt að lögin nái ekki til hans. Þegar hinn mikli glæpamað- ur Chapman sá að hann gat ekki umflú- ið dóm laganna, hvað gjörði hann þá? Það er sagt hann hafi farið inn á skrifstofu landstjórans og knéfallandi beðið hann um náð. Hyers vegna gjörði hann það? Hann hafði eytt þúsundum dollara og leigt hina beztu lögmenn sér til varnar, en þrátt fyr- ir allar tilrauyiir umkringdu lögin hann eins og veggur úr stáli. Hann gat ekkert forsvar og enga afsökun fundið, lögin voru ósveigjanleg og hann nálgaðist gálgann dag hvern, svo hann bað landstjórann um fyrirgefningu og náð. I sumum ríkjunum skrifar landstjórinn þvert yfir fyrirgefningarskjalið: “Frelsað- ur af náð”. Ef lögunum hefði orðið breytt hefði Chapman getað komist hjá heng-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.