Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 7
STJARNAN 103 hingað til Ameríku í byrjun stríðsins, en maður hennar var kyr við ' starf sitt á Borneo. Fyrir nokkrum mánuðum síðan dó hann í fangabúðum Japana. Þegar rninningarræðan eftir mann hennar var haldin bar þessi hugrakka ekkja vitnis- burð sinn með þessum orðum: “Eg er glöð að vera hér með ykkur í dag af tveimur ástæðum. Fyrst vegna þess að þér öll verðið einhvern tíma að mæta sorg °g þjáningum. Sum yðar hafa þegar mætt slíkri reynslu. Það fylgir þessu jarðneska hfi, ekki síst á þessum voðatímum, og ég hefi tækifæri til að færa ykkur huggun. Önnur ástæðan er sú að ég hefi þessa síð- ustu daga notið samhygðar yðar og bæna. Stormurinn hefir skollið á, flóðið komið og lent á húsi mínu. En hús vonar minnar stendur hvítt og skínandi í dag. “Þegar ég var nemandi á háskólanum, úreymdi mig draum, sem ég hefi aldrei gleymt. Eg þóttist standa við innganginn að dimmum dal. Mér sýndist vegurinn langur og dimmur, en þá sást ein stjarna uppi í loftinu, og þegar ég fór ofan í dal- inn varð þessi stjarna æ bjartari og bjart- ari, þar til ljós hennar upplýsti allan dal- inn. Eg er komin niður í dalinn nú, en ijósið frá stjörnunni er jafnvel bjartara en ég hafði vonast eftir, svo margir hafa sagt: “Eg skil það ekki”. Vér þurfum ekki að skilja. Vér getum örugg treyst Guði án þess að skilja tilgang hans. Það sæmdi sér ekki vel að efast um stjórn hans, sem elsk- aði mig og mína nóg til þess að gefa líf sitt út fyrir okkur”. “Því ég hygg að mótlætingar þessa tíma séu ekki jafnvægi þeirrar dýrðar, sem við oss mun opinber verða”. “Og vér vitum að þeim sem Guð elskar verður alt til góðs, þeim sem eru kallaðir eftir fyrir- hugun”. “Hver mun skilja oss við kær- leika Krists, þjáning eða þrenging eða of- sókn, eða hungur, eða nekt, eða háski, eða sverð ... í öllu þessu vinnum vér frægan sigur fyrir aðstoð hans sem elskaði oss, því ég er þess fullviss, að hvorki dauði né líf, hvorki englar né höfðingjadæmi, né völd, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki hæð né dýpt, né nokkur önnur skepna muni geta skilið oss við Guðs kærleika sem er í Kristo Jesú Drottni vorum”. Róm. 8:18. 28. 35—39. í hinni þyngstu reynslu sem vér mætum, hughreystir Jesús oss. Hann skilur kring- umstæður vorar, því hann lifði í holdinu einu sinni. Hann var freistaður á allan hátt eins og vér. Hann hefir reynt þyngstu sorg mannlífsins, og er því fær um að samhryggjast þeim sem líða. Hann kennir í brjósti um hina þreyttu, því hann hefir verið þreyttur sjálfur. Hann var einmana misskilinn og ofsóttur svo hann hefir samhygð með þeim er slíkt líða. Hvenær sem vér erum staddir í grasgarði sorgar- innar, þá er engill sendur oss til hughreyst ingar. 1 einveru vorri kemur vor upprisni frelsari oss til hjálpar. Hann sem sneri sorg líkfylgdarinnar í fagnaðar- og gleði- söng, getur erinþá veitt syrgjandi hjörtum frið og gleði. Hann er “sá sami í gær, í dag og að eilífu”. Hann veitir gleði fyrir sorg, frið í stað órólegleika, og hvíld fyrir þreytta. Efumst ekki, heldur treystum Guði. Hann bregst aldrei þeim sem á hann vona. “Eg mun biðja föðurinn og hann mun gefa yður annan huggara svo. hann sé hjá yður eilíflega. Eg mun ekki skilja yður eftir munaðarlausa”. Jóh. 14:16. 18. Lofaður veri Guð og faðir Drottins vors Jesú Krists, miskunsemdanna faðir og Guð allrar huggunar, sem huggar oss svo í öllum vorum þjáningum að vér getum aftur huggað aðra í alskonar þjáningu, með sömu huggun er Guð huggar oss með”. 2. Kor. 1:3. 4. Ernesi Lloyd. “Hœttið” “Hættið og viðurkennið að eg er Guð.” Þetta er skipun. Hversu oft þegar vér vor- um börn var þetta sagt við oss. Ef til vill töluðum vér of mikið eða gjörðum of mik- inn hávaða. En í þessum texta er Guð ekki að tala til barna heldur til manna og kvenna. Hann vill vér staðnæmumst og séum kyrlát. Hver er tilgangur hans með þetta? Það er til þess vér getum öðlast þá þekkingu sem

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.