Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 6

Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 6
102 STJAiiNAN / Þáð kom honum á óvart Kunningi minn keyrði bíl yfir langa bru í röð á eftir mörgum öðrum bílum sem allir keyrðu hægt. Hann hafði séð aug- lýsingu við b'rúarendann, að ekki mætti keyra framhjá, en hann var að flýta sér og leiddist hve hægt þeir keyrðu sem á und- an honum voru, og af því hann sá engan bíl koma í áttina á móti sér, þá réð hann af að fara framhjá þeim sem á undan hon- um voru. Þegar hann kom yfir brúna var lögreglu þjónn þar sem bauð honum að staðnæm- ast, ávítaði hann fyrir að óhlýðnast lögun- um, og skrifaði stefnu fyrir hann að mæta fyrir rétti. “Sástu ekki auglýsinguna við hinn brú- arendann?” spurði lögreglumaðurinn. “Jú, ég sá hana og vissi þegar ég fór framhjá, að ég átti ekki að gjöra það. Eg vissi að það var ekki leyfilegt. En það var eitt sem ég vissi ekki og kom ekki til hug- ar”. — “Hvað var það?” spurði hinn bláklæddi. “Mér datt ekki í hug að ég mundi mæta þér við þennan enda brúarinnar”. Nei, hann hafði ekki tekið það með í • reikninginn. Hann hélt hann gæti brotið lögin og komist hjá hegningu, eins og svo oft á sér stað. Hann bjóst ekki við að það mundi komast upp. Margir hafa brotið landslögin og sloppið óhegndir. Það kemur þeim á óvart þegar þeir þurfa að mæta af- leiðingunum. Vér þurfum ekki að furða oss á, ef vér mætum einhverjum við enda leiðarinnar, sem heimtar af oss reikningskap fyrir gjörðir vorar og hvers vegna vér höfum Huggun Fyrstu lærisveinar Krists voru. skelfdir af því trú þeirra var svo veik. Sama má segja* um fjölda manna og kvenna á vorum dög- um. Lærisveinarnir voru hræddir, jafnvel þegar bezti vinur þeirra sjjgð frammi fyrir þeim og heilsaði þeim. Þeir voru hræddir í nálægð hans sem elskaði þá. Þeir efuð- ust um upprisu Krists, uppfyllingu lof- orða hans og spádóma og þetta gjörði þá brotið Guðs boðorð. Vér höfum lesið aug- lýsinguna, tíu, stutt, einföld og auðskilin boðorð. Guðs heilögu boðorð. Vér höfum heyrt þau og lesið. Fjögur þeirra gefa reglur um breytni vora gagnvart Guði, en hin sex segja oss frá, hvernig vér eigum að breyta við meðbræður vora. Vér verðum að standa reikningskap við enda leiðarinnar, ekkert efamál með það. Ef vér brjótum nokkurt af þessum boð- orðum vísvitandi, eða án þess að biðja Guð um fyrirgéfningu, þá höfum vér enga af- sökun. Sjaldan hefir það komið fyrir að menn hafi dottið niður dauðir þegar þeir óhlýðnuðust Guði, en Guð hefir sagt oss að laun syndarinnar sé dauði, og syndin er yfirtroðsla hans boðorða. Syndarar munu ekki finnast í Guðsríki, það er að segja, syndarar sem ekki hafa fengið fyrirgefning synda sinna. Þeir, sem koma til Jesú og gefa honum líf sitt fá syndir sínar fyrirgefnar og öðlast kraft hans til að sigra synd og freistingar, þeir munu verða með honum í hans dýrðar- ríki. Nú getur einhver sagt að það frelsi engan að halda lögmálið. Það er satt, en vísvit- andi brot móti Guðs boðorðum útilokar mann frá Guðs ríki. Kunningja mínum kom það á óvart að mæta lögregluþjóninum við brúarendann. Vera rná að vér höfum brotið lögin og kom- ist fram með það. En það verður öðru máli að gegna á hinum mikla degi dómsins. Þar hljótum vér að mæta löggjafanuni. Og vér verðum að mæta lögunum, því eftir þeim verða menn dæmdir. C. L. Paddock. sorginni svo órólega, en sem betur fór, hvarf brátt efasemd þeirra og þeir glöddust óútmálan- legum fögnuði. Lúk. 24:52. Það er trúin á Guð og traustið til lof- orða hans og spádóma, í fagnaðarerindinu, sem veitir mönnum frið og gleði. Þetta festist í huga mér nýlega, þegar ég hitti vin sém hafði starfað að trúboði á Borneo í 25 ár. Hún hafði komið með börn sín

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.