Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 2
STJARNAN ð8 há, að hún nær til Guðs hásætis þar sem Jesús er og biður fyrir oss. Hann fjar- lægir vorar syndir frá oss svo langt sem austrið er frá vestrinu. Sumir ímynda sér að dauði Krists sé einungis þeim til forlíkunar, sem lifað hafa síðan Jesús tók á sig mannlegt hold. En Heilög Ritning heldur því skýrt fram, að Jesús er það Guðs lamb, slátrað alt í frá sköpun heimsins. Op. 13:8. Strax eftir að Adam syndgaði var honum boðuð Guðs náð í Jesú Kristi. Annars hefði hann ekki getað frelsast. “Laun syndarinnar er dauði”. Róm. 6:23. Hver maður, sem drýgir eina einustu synd, er dæmdur til eilífs dauða, nema hann sé frelsaður af Guðs náð fyrir Jesúm Krist. Guðs náð var þegar til reiðu fyrst ér syndin kom inn í heiminn, ef syndarinn aðeins vildi meðtaka dauða Krists í sinn stað. Maðurinn var dauðadæmdur fyrir yfirtroðslu Guðs boðorða, en fyrir trúna á Jesúm sem staðgöngumann sinn öðlað- ist hann fyrirgefning og frelsi. Guð út- valdi oss í Kristi áður en veröldin var grundvölluð. Efes. 1:4. Svo strax er synd- in kom í heiminn var mönnum trygð fyrir gefning og frelsun fyrir trúna & hinn fyrir- heitna frelsara, þó hann léti ekki líf sitt fyr en um 4000 árum seinna. Þeir litu fram til krossins sér til frelsunar, og fóm- uðu lömbum til að sýna trú sína á hinn komandi frelsara. Vér lítum til baka til krossins, oss til frelsunar og höldum kvöldmáltíðina til að sýna trú vora á Frelsarann sem kom og lét líf sitt á kross- inum. Vér vitum að náð Guðs var mönnum veitt á dögum Gamla Testamentisins, því vér lesum í I. Mós. 6:8, að “Nói fann náð fyrir augum Guðs”. Og í Títus 2:11 lesum vér að “Guðs náð hefir birzt sáluhjálp- leg öllum mönnum”. Svo Guðs náð nær yfir allan heim til allra tíma og kynslóða, Móses fann líka náð fyrir Guðs augliti. Mós. 34:6. •*— Enginn maður mun inn ganga í Guðs ríki sem ekki hefir verið frelsaður af náð. Páll postuli segir: “Af náð eruð þér hólpn- ir orðnir fyrir trúna, og það er ekki yður að þakka heldur er það Guðs gjöf”. Vér getum ekki áunnið oss frelsun. Vér getum öðlast hana aðeins sem gjöf frá Guði fyrir trú. Og trúin er líka gjöf frá Guði. Fólkið á dögum Gamla Testamentis- ins var ekki frelsað með því að halda lög- málið. Á öllum öldum og á öllum tím- um hefir fólkið verið frelsað af náð, og einungis af náð fyrir trúna á Guðs' Orð. Róm. 8:15. Svo vér sjáum að eini vegur- inn fyrir alla menn frá byrjun heims til að öðlast frelsun og eilíft líf, er að með- taka það sem náðargjöf frá Guði fyrir trú á Jesúm Krist. “Fyrir fall hins eina kom dauðinn til allra manna”. Ein ein- asta synd veldur dauða. Lifði nokkur maður á undan Kristi án þess að syndga? Vér lesum í Róm. 3:23: “Því allir hafa syndgað og hafa skort á Guðs dýrð”. Af þessu sjáum vér að eng- inn jarðneskur maður frá byrjun tímans hefir lifað syndlausu, fullkomnu lífi. Allir hafa þess vegna komið undir dauðadóm- inn. Eini vegurinn að komast hjá fordæm- ingu var að meðtaka framboðna náðar- gjöf Guðs fyrir Jesúm Krist. Hversu stór sem syndin er, þá er Guðs náð ennþá stærri. “Þar sem syndin yfirgnæfði, þar yfirgnæfði náðin enn meir.” Róm. 5:20. Hefðu menn fyrir Krist getað frelsast fyrif sín eigin verk, þá hefðu þeir gjört nokkuð sem enginn nú getur gjört. — Um þá endurleystu á himni er sagt: “Þá sungu þeir nýjan lofsöng svo mælandi: Verðug- ur ert þú að taka við bókinni og opna hennar innsigli, því þér hefir verið slátrað og þú hefir keypt oss Guði til handa af öll- um kynkvíslum, tungumálum, þjóðum og ættum með þínu blóði”. Abraham var ekki frelsaður fyrir eigin verðskuldun heldur fyrir trú á Guði. “Abraham trúði Guði og það var reiknað honum til réttlætis”. Róm. 4:3. Og Davíð var frelsaður af náð fyrir trúna, 6. vers. Vér getum því öruggir sagt og byggjum það á Guðs orði, að á öllum öldum gegn- um allar kynslóðir, hafa menn verið frels- aðir, ekki fyrir verk lögmálsins, heldur af Guðs náð fyrir trúna á Krist. — Post. 4:12. En nú kemur þessi spurning fram: Ef vér erum frelsaðir einungis af náð, hvað verður þá um lögmálið? Hvaða gagn er að því, hvaða- þörf fyrir það? “Ónýtum vér þá lögmálið sem trúnni? Fjarri fer því, heldur staðfestum við lögmálið”.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.