Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 8
104 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjðrn og afgreiCslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundax, Man., Can. nauðsynlegust er í þessum heimi. Það er þekking á honum sjálfum, og þekking á honum er eilíft líf. Það er nærri ómögulegt í þessum hávaða- sama hringlandi heimi að finna kyrlátt pláss eða kyrláta stund. Ef til vill er erfitt fyrir þig að finna tíma til að vera kyrlátur og einn með Guði. En það er besta aðferðin til að nota tíma þinn. Ef þú getur sest niður þar sem alt er kyrt og rólegt, hvílt þig, hugsað og beðið svo sem hálfa klukkustund þá muntu finna endurnæringu og hressingu bæði fyrir sál og líkama, sem þú getur varla öðlast á annan hátt. Reyndu það. Jesús gaf okkur fyrirmynd. Hann fann þörf á því að nota nokkurn tíma aleinn með föðurnum. Eftir að hafa starfað allan dag- inn, skildi hann sig við mannfjöldann og fór upp á fjall þar sem hann gat verið einn á bæn í næturkyrðinni. Þeir sem óska að mæta Guði finna hann í kyrðinni, þar sem heimurinn er útilokaður og skyldur dag- sins lagðar niður. Ehginn þarf að fara í klaustur eða til fjarlægra staða til að vera einn með Guði, þú getur notið þeirrar blessunar heima hjá þér. Fyrsta morgunstundin er vel til þess fallin, áður en menn taka upp skyldur dagsins, hálftími sem þannig er notaður er tími sem er vel varið. Erfiði dagsins verður léttara og ánægjulegra, og meira verður framkvæmt en orðið hefði, ef menn hefði gleymt Guði. í kyrð bænastundarinnar getum vér best komist í samfélag við Guð eða endurnýjað samfélag vort við hann. Þar stendur kraft- ur Guðs oss til boða. Mikilmenni heimsins hafa fyrir löngu kannast við þetta. Þegar Marteinn Luther hafði erfiðan dag fyrir framan sig tók hann lengri tíma til bæna. Hann þekti uppsprettu h i n s andlega kraftar. Helsta þörf hvers kristins manns er að þekkja Guð. Að þekkja hann er eiflíft líf. Allir ættu að nota hvert tækifæri sem býðst til að þekkja hann betur. Ekkert annað er jafn áríðandi. “Að hverju gagni kæmi það manninum þó hann eignaðist allan heiminn ef hann liði tjón á sálu sinni.” Mark. 8:36. Guð elskar oss. Hann er reiðubúinn og þráir að opinbera sjálfan sig fyrir oss. Hann vill að þú komist í samband og sam- félag við hann. Reyndu að nota hálfan klukkutíma á hverjum degi í einveru með Guði. Ef þú gjörir það þá muntu öðlast þá reynslu sem þeir einir geta skilið sem hafa notið hennar. M. L. Rice Smávégis * Filippseyj arnar eru yfir 7000 að tölu. Allar eyjar heimsins hafa lítið stærra flat- armál heldur en Ástralía, hið minsta meg- inland. Grænland er stærsta eyjan, 840 þúsund ferhyrningsmílur að stærð. Kæru vinir mínir, lesendur Stjörnunnar, minnist þess að alt sem Stjarnan hefir til að lifa á, er það, sem þið sendið henni. — Drottinn blessi og varðveiti ykkur öll og gefi ykkur gleðilegar komandi hátíðir. S. Johnson. Árið 1946 voru fleiri viðvarptæki búin til heldur en nokkru sinni fyr. 15 miljónir þeirra voru látin á markaðinn í Ameríku. Hæðsta framleiðsla þeirra fyrir stríðið var árið 1941, þá voru búin til yfir þrettán og hálf miljón viðvarpstæki. Tvenn af hverjum fimm hjónum sem giftast í Bandaríkjunum leita skilnaðar. Mrs. Charles Kyte í Virginia Minnesota var í mestu vandræðum af því reykháfur- inn vann ekki svo hún tók niður allar píp- ur og varð að verja þremur klukkustund- um til að hreinsa burtu 574 svöluhreiður. Húsið hlýtur að hafa verið stórt fyrst svo margar svölur gátu byggt hreiður sitt í pípurtum. E. J. Schmuecher í Iowa hefir góða lukku með hænsnaræktina. Árið 1943 lögðu hænur hans að meðaltali 176 egg hver, 1944 197 egg og 1946 244 egg hver.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.