Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.12.1947, Blaðsíða 5
STJARNAN 101 synd, og íklæðir hann skikkju síns eigin néttlætis. Hann býður oss: “Snúið yður til mín og verðið hólpin, þér gjörvöll endimörk jarðarinnar; því ég er Guð og enginn annar”. Jes. 45:22. Voice of Prophecy. / Draumur Indíánans “Vér höfum oft þekt Indíána sem Guð hefir sjáanlega talað til í draumi”, segir Orno Follett, sem starfað hefir mörg ár nieðal Indíána í Norður-Ameríku, “en ein- hver hin eftirtektarverðasta reynsla er það sem Little Rattlesnake hafði, hann varð seinna Frank prédikari. Sannleiki eftirfarandi sögu er staðfestur með vitnis- burði ekkju hans, sem sagði að maður hennar hefði skrifað hana niður áður en hann dó 1918. Little Rattlesnake var nafn Indíána drengs af Hopi-kynkvíslinni, sem bjó hin- um megin við eyðimörk'ina í Arizona. — í sesku sinni hafði hann gengið á stjómar- skóla í Austur-ríkjunum, og fékk þar góða mentun, en þegar hann kom heim aftur, tilbað hann höggorma og fylgdi með í öllum siðum hinna óupplýstu heiðingja. Eina nótt dreymdi hann að hann væri í litla steinhúsinu sínu og horfði á þorpið niðri í dalnum. Hann sá að alt var í upp- námi meðal Indíánanna. Einhver ósýnileg vera fór um þorpið og setti rautt merki á sumt fólkið en fór framhjá sumum. — Hann setti merkið á trúboðann og konu hans. Þeir Indíánar sem höfðu hætt sínu fyrra lífi ög fylgdu Jesú kenningu, fengu merkið en hinir ekki. Little Rattlesnake þótti þetta undarlegt og hugsaði að það væri eitthvað mikil- vægt sem stæði í sambandi við merkið. Hann vonaði að hann og kona hans yrðu merkt. En þessi ósýnilegi gestur kom ekki nálægt húsi hans, og það var brátt augljóst að hann var farinn. Alt í einu var ákaflegur hávaði uppi í loftinu, eins og kallað væri hátt, og á sama augnabliki var alt fólkið sem merkið var á, hrifið upp í loftið og safnaðist þar kring- um ljómandi veru sem var bjartari en sólin, svo var alt dimt niðri á jörðunni og Little Rattlesnake heyrði neyðaróp þeirra sem eftir voru skildir. Hann varð svo voðalega hræddur, að hann vaknaði. En þegar hann fór að sofa aftur dreymdi hann sama drauminn. Ennþá vaknaði hann og hugsaði með sér: “Er Guð með þessu að sýna mér að þeir kristnu hafi rétt fyrir sér? Eg vil líka fá þetta merki”. Þegar hann sofnaði aftur hafði hann sama drauminn í þriðja sinn. Hann var óróleg- ur mjög um morguninn og sagði konu sinni drauminn. Þeim kom saman um að Guð hinna kristnu hefði talað til þeirra. Svo dögum skifti var hann mjög óróleg ur. Hann vissi að kristileg samkoma yrði haldin í nágrenninu og ásetti sér að fara þangað. Þegar hann kom inn í samkomu- salinn var trúboðinn að segja tilheyrend- um sínum frá hinum fyrstu páskum, og hvernig Guð hefði skipað fólki sínu 1 Egyptalandi að rjóðra blóði páskalambs- ins á dyrastafi sína. Hann hlustaði á og heyrði prédikarann segja að Guð hefði lofað: “Þegar ég sé blóðið mun ég ganga framhjá yður”. “Ó, þetta er rauða merkið sem ég sá í draumnum”, sagði Little Rattlesnake við sjálfan sig. Það kvöld meðtók hann frels- ara sinn, játaði syndir sínar og fékk fyrir- gefningu og frelsun fyrir Jesú dýrmæta, úthelta blóð. Þetta var undravert afturhvarf, og ekki leið á löngu þar til öll Hopi-kynkvíslin vissi um breytingu þá, sem komin var yfir þenn an mann. Hann bar vitnisburð sinn alls- staðar, og hið flekklausa líf hans bar vott um, að hann trúði því sem hann kendi. — Heiðni Little Rattlesnake varð Frank, kristni prédikarinn. Orno Follett segir að í sjö þorpum þar •sem búa þúsundir Indíána, séu aðeins eitt hundrað manns sem viðurkenni kristna trú. Fjöldinn fylgir sínum gömlu, heiðnu siðum. BiðjurruGuð að blessa hverja til- raun sem gjörö er til að leiða þá til Krists, svo þeir líka geti mætt Jesú með fögnuði þegar hann kemur í dýrð sinni. C. O. G.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.