Stjarnan - 01.03.1949, Blaðsíða 1
STJARNAN
MARZ, 1949 LUNDAR, MANITOBA
Einkaréttindi Guðs barna
Ef það var nokkurn tíma þörf að leggja
áherslu á hve nauðsynlegt það er að sýna
Guði fullkomna, skilyrðislausa‘hlýðni þá
er það nú.
Á síðastliðnum árum hafa menn fótum
troðið grundvallar reglur Guðs Ríkis,
afsakað synd og tekið skoðanir og reglur
manna fram yfir Guðs orð. Nú erum vér
að uppskera ávöxtinn af því sem þannig
hefir verið sáð. Uppskeran er flóðalda
glæpa sem gengur yfir heiminn.
Kenningin um Guðs náð í Jesú Kristi
hefir verið svo afbökuð að undrum sætir.
Margir halda því fram að Jesús hafi
komið til að leysa oss frá hlýðiiisskyld-
unni við Guðs boðorð, en sannleikurinn
er sá að hann kom til að frelsa oss frá að
brjóta og fótumtroða Guðs boðorð. Sumir
halda því fram að trúin komi í stað
hlýðninnar við lögmál Guðs.
Vér þurfum að hafa það hugfast að
hlýðni við Guð er fullkomnasti vitnisburð-
urinn um að vér elskum Guð og erum
Jesú lærisveinar. Jesús segir sjálfur: “Ef
þér elskið mig þá haldið þér mínjboðorð.”
1 Jóh. 5:3 lesum vér: “í því sýnir sig elsk-
an til Guðs að vér höldum hans boðorð, og
hans boðorð eru ekki þung.” Gleymum því
ekki að Jesús er “öllum þeim er honum
hlýðnast undirrót ævarandi farsældar.”
Hebr. 5:9.
Náð Guðs á að leiða oss til hlýðni. Sönn
trú sýnir sig í hlýðni við Guð. “Trúin er
dauð án verkanna,” og dauð trú er gagns-
laus. “Nú segir einhver: þú hefir trú, en
ég hef verk, sýn mér þá trú þína án verka
þinna, og ég skal sýna þér trúna af verk-
um mínum.” Jak. 2:18.
Leyndardómur fagnaðar erindisins er
“eftir skipun hins eilífa Guðs, kunngjörður
öllum þjóðum til að vekja hlýðni við
trúna.”
I fjallræðunni tekur Jesús það skýrt
fram hvað hlýðnin er nauðsynleg. “Ekki
munu allir sem til mín segja Herra, Herra,
koma í himnaríki heldur þeir einir, sem
gjöra vilja míns himneska Föður.” Matt
7:21. Fyrst verðum vér að læra Guðs vilja,
og þar næst hlýða honum hvað sem það
kostar. I Sálm 40:8 lærum vér að Jesús
hafði löngun til að gjöra Föðursins vilja af
því lögmál Föðursins vor í hjarta hans.
þú “veist hans vilja . . . uppíæddur af
lögmálinu.” Vilji Guðs er látinn í ljósi
í lögmáli hans eins og vilji landstjórnar-
innar er innifalinn í lögum landsins. Brot
á mannlegum lögum er glæpur, brot á Guðs
lögmáli er synd.
Guðs sonur kom í heiminn til að frelsa
menn frá synd, frelsa menn frá því að
syndga. Hann kom ekki einugis til að deyja
fyrir syndír vorar, heldur einnig til að
veita oss kraft til að sigra yfir synd og lifa
syndlausu lífi. Hann sagði: “Syndir þínar
eru þér fyrirgefnar,” en hann sagði líka:
“Syndga ekki framar.”
“Syndin er lagabrot.” I Jóh. 3:4. Svo
þegar Jesús segir: “Syndga ekki framar,”
þá er sama sem hann segi: “Haltu boðorð-
in,” eða “Gjörðu vilja Föður míns.” En í
stað þess fljótt og fúslega að hlýða Guðs
boðorðum þá hlustum vér á afsakanir, sem
óvinurinn freistar vor með. Venjulegasta
afsökunin er að Guð sé ekki svo smámuna-
samur. Hann meini það ekki alveg eins og
hann segir. Þetta var það sem feldi Evu.
Að smakka bara einn ávöxt gat varla verið
svo hættulegt. En allar þær skelfingar sem
dunið hafa yfir heiminn eru afleiðing þeirr-
ar fyrstu syndar.
Sál, fyrsti konungur Israelsmanna ó-
hlýðnaðist í einu einasta atriði en fyrir það
misti hann ríki sitt. Þegar Samúel ávítaði
hann fyrir óhlýðnina, þá reyndi hann að
koma sökinni á fólkið. I Sam. 15. kap.