Stjarnan - 01.03.1949, Blaðsíða 3
STJARNAN
19
umst þess ávalt að vér sem einstaklingar
verður að standa Guði reikningskap af
gjörðum vorum. Þótt oss sé kent í bæn-
inni að segja: “Faðir vor,” þá er skipunin
í boðorðunum til vor sem einstaklinga:
“Þú skalt ekki.”
Hversu oft þegar um Guðs boðorð er að
ræða spyrjum vér ekki sjálfa oss. Hef ég
efni á því? Kostar það ekki of mikið?
Hlýðni Jóhanns Húss kostaði hann lífið
á bálinu. Það kostaði Livingstone að deyja
í kofa einum í Afríku. Það kostaði marga
meðlimi Metódistakirkjunnar ofsóknir
hungur og dauða.
Vér þurfum að minnast þess að vér
eigum að ganga inn í Guðs ríki “gegn um
margar þrengingar.” Þegar vér sýngjum:
“Vegur krossins leiðir heim,” skiljum vér
þá hvað felst í þeim orðum? “Jesús ég minn
kross hef tekið.” Sá sálmur var saminn af
ungri stúlku, sem var rekin burt úr for-
eldra húsum vegna hlýðni sinnar við Krist.
Vér ættum að vera fúsir til að hlýða
Guðs orði, hvað sem það kostar oss. Eftir
borgarastríðið í Ameríku var stofnað
lukkuspilafélag í Louisiana ríkinu. Félag-
ið vildi fá einhvern mikilsmetinn mann fyr
ir formann, svo þeir báðu Róbert Lee hers-
höfðingja um leyfi til að nota nafn hans
og buðu honum 10,000 dollara fyrir það.
En hann áleit að lukkuspil væri ekki heið-
arlegt fyrirtæki, svo hann vildi ekki verða
við beiðni þeirra, þótt hann væri í þörf fyr-
ir peninga, svo hann tók ofan gamla
slitna hermanna hattinn sinn og
sagði: “Herrar mínir, þessi gamli hattur
slitnu, óhreinu hermannafötin sem ég er í
og mannorð mitt er alt sem ég á eftir stríð-
ið en þetta er ekki til sölu.”
Er nokkuð til í heiminum sem getur
leitt oss til að vilja selja von vora um eilíft
líf? Ef Guð talar til þín gegn um orð sitt
og sendir þér boðskap, sem heimtar af þér
sjálfsfórn, eða sjálfsafneitun þá grátbæni
ég þig, hlýdu hinní himnesku köllun.
Gætum vor að vér ekki þegar náðar-
tíminn endar finnumst meðal vantrúar-
innar sona heldur að vér tilheyrum þeim
flokki sem sagt er um: Hér eru “þeir er
varðveita boð Guðs og trúna á Jesúm.”
“Ef þér eruð auðsveipnir og hlýðnir þá
skuluð þér njóta-landsins gæða.”
Good News S.P.A.
X KAPÍTULI (Framhald)
Ef heimsendir kæmi á morgun,
yrðir þú viðbúinn?
Þetta er hamingjusamt fólk. Fyrir svo
lítið innlegg hlýtur það eilífan ágóða. Þeg-
ar alt er gleymt sem menn í þessu lífi hafa
liðið fyrir Krists sakir, þá halda þeir áfram
að njóta óútmálanlegrar sælu um þúsund
miljónir ára, um endalausar aldir.
Það mun borga sig vel að v-era viðbúinn,
að haga sér þannig að vér séum í fullu sam-
ræmi við Guð og áætlanir hans fyrir oss.
Það er ljóst þegar hugsað er um eilífðina
þá er það eina skynsamlega stefnan að
læra vilja Guðs og fylgja honum. Með því
er engu tapað en mikið grætt.
Hvernig er högum þínum háttað í þessu
tilliti? Ert þú við því búinn sem væntan-
legt er? Ef heimsendir skyldi verða á morg-
un, mundir þú þá verða við því búinn að
mæta Guði þínum? Hvernig getur maður
vitað það.
Til þess eru margar aðferðir, en einna
best er sú að spyrja sjálfan sig hvort véf
óskum að Drottinn komi eða ekki. Ef vér
þráum ekki komu hans og viljum heldur
halda áfram við núverandi störf og stöðu
þá er hætt við að viðbúnaði vorum sé eitt-
hvað ábótavant. Það er víst og áreiðanlegt
að vér skiljum ekki til fulls hversu ægilega
þýðingarmikil er endurkoma hans, sem svo
er nálæg. Ef vér aftur á móti þráum hjart-
anlega að sjá Jesúm bráðlega augliti til
auglitis, “Þannig að vér væntum eftir og
flýtum fyrir komu Guðs dags,” þá er það
gott merki þess að vér séum að reyna að
lifa í samræmi við Guð og boðorð hans.
“Hver sem hefir þessa von til hans hreins-
ar sjálfan sig eins og hann er hreinn.” I.
Jóh. 3:3.
Þegar hermenn koma heim frá orustu
í öðrum löndum, eftir langa og einmana-
lega fjarveru hafa þeir svo mikla heimþrá
að ekki verður með orðum lýst. Síðustu
nótt heimferðarinnar kemur þeim varla
dúr á auga, Heimþráin er svo sterk að hún
heldur þeim vakandi.
“Ég gleymi aldrei síðustu nóttinni áður
en við komum heim,” skrifaði hermaður
nokkur vini sínum. “Ég var alla liðlanga
nóttina uppi á þilfari aðeins til að vera við-
v