Stjarnan - 01.12.1949, Page 6
94
STJAJK.NAM
það. Sér þú nú ekki að ég mundi fá miklu
meira en ég get gefið?“
„Mrs. Warner spurði hann nú hvar
hann hefði alist upp, og hvar hann ynni.
Jim sagði henni það alt, og svo það að
bakarakonan hefði leitt hann til Krists og
hann hefði meðtekið hann sem frelsara
sinn rétt áður en bíllinn slengdi honum
niður á götuna. Mrs. Warner sneri sér að
manni sínum og sagði: „Hvernig væri
að lofa honum að gefa börnunum jóla-
gleði, og að við endurgjöldum honum með
því að gefa honum heimili eins og hann
væri einn af okkar börnum?“
„En við þekkjum ekki.Mr. Warner
lauk ekki við setninguna, en horfði alvar-
lega í augu Jims. Drengurinn mætti ró-
lega augnatilliti hans. Það virtist eins og
Mr. Warner hugsaði: „Get ég treyst þér
Jim til að vera góður bróðir barnanna
minna?“ Og hann las út úr augum hans:
„Já, það er óhætt“. C.O. G.
-----------ic----------
Ert þú kristinn?
Hér í kristnu landi sýnist það ef til vill
ástæðulaust ef ekki hlægilegt að leggja
fram slíka spurningu. En ert þú kristinn?
Getur þú í sannleika kallast lærisveinn og
eftirfylgjandi Krists?
Tökum nú annan félagskap til athug-
unar. Hver er afstaða leiðenda og fylgenda
hverra til annara í stjórnmálum? Til þess
að fylgja stjórnmálaleiðtoga verða menn
fyrst og fremst að bera traust til hans,
álíta hann færan um starf sitt. En það eitt
mundi ekki fullnægja fyrir leiðtogann.
Hann kæmist skamt þó menn létu traust
sitt í ljósi ef þeir létu þar við staðar nema.
Þeir verða að sýna í verki það sem þeir
viðurkenna í orði. Fyrst verða þeir að hafa
traust á leiðtoganum, og því næst hjálpa
honum til að koma áformum sínum í fram-
kvæmd. Ef vér fylgjum þessum grundvall-
ar reglum og heimfærum þær til spurn-
ingarinnar: Ertu kristinn? Þá verður svar-
ið auðfundið.
Traust á höfundi trúarbragðanna mein-
ar trú. Enginn getur verið sannur kristinn
nema hann trúi á hann hvers nafn hann
ber. Nú getum vér betur skilið það sem
rithöfundar Biblíunnar segja um nauðsyn
trúarinnar: „Án trúar er ómögulegt að
þóknast honum“. Hebr. 11:6. Jesús segir:
„Sá sem trúir á soninn 'hefir eilíft líf, en
sá sem óhlýðnast syninum skal ekki sjá
lífið, heldur varir Guðs reiði yfir honum.“
Jóh. 3:36. ,
Hvað innifelst í trú á Krist? Vér fylgj-
um oft jarðneskum leiðtoga að málum, en
erum honum als ekki samþykkir í sumum
atriðum. En viðvíkjandi Kristi er þetta ó-
mögulegt. Kröfur hans eru svo miklar og
háfleygar, að ef þær eru ekki sannar í því
smæðsta sem hinu stæðsta, þá eru þær
falskar alt í gegn. Vér verðum annaðhvort
að trúa honum fullkomlega eða vér höfn-
um honum að öllu leiti.
Til dæmis: Jesús segist vera eitt með
Föðurnum. „Guð auglýstur í holdinu.“
Enginn getur trúað þessu nema hann trúi
að Guð hafi skapað heiminn. Hér er um
engan milliveg að ræða. Annaðhvort trú-
um vér þessu eða efum það. Og það sker
úr málum með hvort vér séum kristnir eða
ekki. Sá sem ekki trúir orðum Krists um
sjálfan sig hefir engan rétt til að kalla sig
kristinn.
Vér verðum einnig að trúa á starf
Krists, tilganginn með komu hans í heim-
inn. „Að leita þess sem glatað var og frelsa
það.“ Þeir sem álíta að heimurinn sé að
verða betri og geti náð siðferðislegum
þroska með sínum eigin tilraunum, þeir
geta ekki trúað tilganginum með komu
Krists í heiminn. Hún væri tilgangslaus ef
maðurinn gæti sjálfur hafið sig upp úr
djúpi syndarinnar.
Starf Krists er þrefalt. Fyrst kendi
hann, bæði í orði og sýndi í verki hvers
Guð krefst að manninum. Þar næst var
að framleiða guðsmyndina í manninum,
með því að endurfæða hann af heilögum
anda. Þetta, en ekkert minna þurfti tií að
bæta fyrir skaða þann, sem maðurinn leið
gegn um syndafallið.
Svo verður endurlausnarverkið full-
komnað þegar synd og syndarar verða al-
gjörlega afmáðir, og réttlætið nær að ríkja.
Jesús kveðst einn geta gjört þetta, af því
hann sem sjálfur er Guð hefir vald til að
framkvæma það.
Það er þess vegna ekki nóg að skipa
Jesú á bekk með öðrum siðabótarmönnum,
er uppi hafa verið í heiminum, sem fluttu
sumt gott og sumt ófullkomið í kenningum
sínum. Vér verðum að meðtaka hann eða