Stjarnan - 01.10.1951, Blaðsíða 1

Stjarnan - 01.10.1951, Blaðsíða 1
STJARNAN OKTÓBER 1951 LUNDAR, MANITOBA Talið sannleikann ,En vita skalt þú þetta að á síðustu dög- um munu koma örðugar tíðir, því menn munu verða . . . rógberandi.11 Samkvæmt þessum orðum Páls mun rógburður verða almennur á síðustu dögum, rétt áður en Jesús kemur. Þetta reynist satt að vera. Ósannsögli er því miður einkenni vorra tíma. Margir álíta alveg ósaknæmt að tala ósatt, eða að nokkru leiti dylja sannleikann, til að njóta hagnaðar af því, til að ná í stöðu eða fé. Ósannsögli á sér stað meðal allra stétta mannfélagsins, hún er jafnvel afsökuð og álitin leyfileg til að greiða úr óþægilegum kringumstæðum. Það kemur fyrir að menn álíta það eftirsóknarverða list að geta skrökvað sakleysislega og sannfær- andi. Að áliti postulans er rógburður og lýgi mjög vítaverð. Þegar Jesús lýsir vonsku satans nefnir hann sérstaklega morð og lýgi sem lesti hans: „Hann var manndráp- ari frá upphafi og stendur ekki í sannleik- anum, því sannleiki er ekki 1 honum, þegar hann talar.lýgi talar hann af sínu eigin því að hann er lygari og faðir lygarans.“ Jóh. 8:44. Orðið sem Páll notar er hann lýsir spillingu síðustu daga þíðir „djöfla“ en hann setur orðið „rógbera“ og það má vel vera því rógburður og lýgj eru aðalstarf satans, og sá maður sem lýgur, ber róg og er íllmáll er vissulega undir áhrifum sat- ans, „því af gnægð hjartans mælir munn- urinn.“ Matt. 12:34. Biblían er mjög ákveðið með sannleik- anum. Fáum dygðum er betur haldið fram. Jesús er vegurinn sannleikurinn og lífið“. Hann heimtar sannleika af læri- sveinum sínum. Hann hatar alskonar svik °g lýgi. „Lygavarir eru Drotni andstygð, en þeir sem sannleikann iðka eru yndi hans.“ Orðskv. 12:22. Hinn vitri nefnir ýmislegt sem Drottinn hatar og þar á meðal er „lýgin tunga“. Orðskv. 6:17. Þrisvar í tveimur síðustu kapítulum Nýja Testamentisins er því tekið fram að „allir lygarar,“ og sá sem „iðkar lýgi“ þeir fá ekki inngöngu í Guðs ríki. „Þeirra hlutur mun vera í díkinu s^m logar af eldi og brennisteini, sem er hinn annar dauði.“ Op. 21:8.27. og 22:15. Á dómsdegi munu orð vor í lífinu hafa mikil áhrif á hver úrslitin verða. Jesús segir: „Sérhvert ónytjuorð, það er menn- irnir mæla, fyrir það skulu þeir á dóms- degi reikning ljúka, því af orðum þín- um muntu verða réttlætur og af orðum þínum muntu verða sakfeldur.11 Matt. 12:36.37. Guð metur orð manna svo mikils að tvö af tíu boðorðunum setja reglur fyrir þau. Þriðja boðorðið varar oss við að leggja Guðs nafn við hégóma og hið níunda bahnar að sverta nafn eða mannorð náungans. „Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.“ 2 Mós. 20:16. Ljúgvitni getur komið fram á fleiri en einn hátt, vitni fyrir rétti getur borið fals- vitni. Áður en maður ber vitni verður hann að kynna sér það, sem hann á að vitna um, svo að hann sé viss um að það sé rétt framborið. Falsvitn'i getur hallað rétt- inum og svift náungann eignum hans, frjálsræði eða mannorði. Það er því skylda vitnanna að segja sannleikann. R. W. Dale segir í bók sinni, „Tíu boð- orðin,“ „Þegar þú stendur fyrir rétti, sem vitni móti einhverjum af samtíðarmönnum þínum, þá minstu þess að dómarinn hefir ekki einungis vald það sem þjó&hans hef-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.