Stjarnan - 01.10.1951, Side 3
STJAKNAN
75
XXVIII.
Kirkjusiðir Nýja Testamentisins
í Gamla Testamentinu voru gefnar
reglur um helgidóminn og guðsþjónust-
una. í Nýja Testamentinu eru fyrirskip-
anir Krists um helgi siði fagrar, fáar og
einfaldar.
I. Skírnin.
1. Jóhannes skírði Jesúm í ánni Jórdan.
„Þá kemur Jesús frá Galileu til Jór-
danar, til Jóhannesar til að skírast
af honum, en Jóhannes . . . sagði:
Mér er þörf að skírast af þér og þú
kemur til mín. En Jesús svaraði og
sagði við hann: Lát það nú eftir því
þannig ber okkur að fullnægja öllu
réttlæti. Þá lætur hann það eftir
honum. Og er Jesús var skírður sté
hann jafnskjótt upp úr vatninu, og
sjá himnarnir opnuðust fyrir honum
og hann sá Guðs anda bfan stíga
eins og dúfu og koma yfir hann.“
Matt. 3:13.16.
2. Jesús skipaði skírn jyrir allar þjóðir
„Farið og kristnið allar þjóðir. Skír-
ið þá til nafns föðursins, sonarins og
hins heilaga anda.“ Matt. 28:19.
II. Vatnskírn er skipuð af Guði.
1. „Sannlega segi ég þér, ef maðurinn
fæðist ekki af vatni og anda getur
hann ekki komist inn í guðsríkið.“
Jóh.3:5.
2. Jesús gaf okkur fyrirmynd. Hann
sté upp úr vatninu.
3. „Getur nokkur varnað þeim vatn-
sins að þeir fái skírn, er þeir hafa
fengið heilagan anda eins og vér?“
Post. 10:47.
III. Skírnar aðjerðin í Nýja Testament-
inu er niðurdýfing.
1. „Jóhannes skírði líka í Ainon, því að
þar var vatn mikið.“
Jóh. 3:23.
2. Jesús sté „jafnskjótt upp úr vatn-
inu.“ Matt. 3:16.
3. Filip og geldingurinn fóru ofan í
vatnið. „Þeir stigu upp úr vatninu.“
Post. 8:36.39.
4. Orðið „skírn“ í grisku máli meinar
„niðurdýfing.“ Það er að láta vatn-
ið fljóta yfir.
IV. Niðurdýjing er í samræmi við þýð-
ing skírnarinnar.
1. Skírnin minnir á dauða, greftrun og
upprisu Krists.
„Vitið þér ekki að allir vér sem
skírðir erum til Krists Jesú, erum
skírðir til dauða hans, því að vér
erum greftraðir með honum fyrir
skírnina til dauðans, til þess að eins
og Kristur var uppvakinn frá dauð-
um fyrir dýrð föðursins, svo skulum
vér og ganga í endurnýjungu lífsins.
Róm. 6:3.4.
2. Skírnin er táknmynd upp á dauða og
greftrun vors „gamla manns.“ „Vor
gamli maður er með hönum kross-
festur, til þess að líkami syndarinnar
skuli að engu verða, og vér ekki
framar þjóna syndinni.“ Róm. 6:6.
3. Það meinar byrjun á nýju lífi.
„Svo skulum vér ganga í endurnýj-
ungu lífsins.“ Róm. 6:4.
4. Skírnin bendir á hreinsun syndanna.
„Hvað dvelur þú nú? Rís upp og
lát afþvo syndir þínar og ákalla
nafn hans.“ Post. 22:16.
V. Fimm atriði til undirbúnings skirn-
arinnar.
1. Þekking á Gleðiboðskap Krists.
„Farið og kristnið allar þjóðir, skírið
þá til nafns föðursins, sonarins og
hins heilaga anda, og kennið þeim að
halda alt sem ég hef boðið yður.“
Matt. 28:19.20.
2. Trú. „Sá sem trúir og verður skírð-
ur mun hólpinn verða.“ Mark. 16:16.
3. Iðrun. „Gjörið iðrun og sérhver
yðar láti skírast í nafni Jesú Krists
til fyrirgefningar syndanna, og
munuð þér öðlast gjöf heilags anda.“
4. Fúsleiki að skiljast við syndina.
„Þannig skuluð þér líka álíta yður
sjálfa dauða syndinni, en lifandi
Guði fyrir samfélagið við Jesúm
Krist.“ Róm. 6:11.
5. Líf Guði til dýrðar. „Frambjóðið
sjálfa yður Guði, sem lifnaða frá
dauðum, og limi yðar Guði sem
réttlætisvopn.“ Róm. 6:13.
VI. Skírnin er dyr til inngöngu í söjnuð
Krists.
1. Jesús er höfuð safnaðarins, „Heldur