Stjarnan - 01.08.1952, Qupperneq 2
58
STJARNAN
„Ef réttlæti yðar tekur ekki langt fram
réttlæti fræðimannanna og faríseanna
komist þér als ekki inn í himnaríki.“
Matt. 5:20.
Lögskipuð hlýðni, sem ekki er bygð á
kærleika er byrði fyrir manninn. En þegar
kærleikurinn er grundvöllur hlýðninnar
þá veitir hún manninum gleði og ham-
ingju. „Að gjöra vilja þinn Guð minn er
mér yndi, og lögmál þitt er hið innra í
mér,“ sagði sálmaskáldið, og kærleikans
postuli sagði: „Af því þekkjum vér að vér
elskum Guðs börn, þegar vér elskum Guð
og breytum eftir boðorðum hans. Því að
í þessu birtist elskan til Guðs að vér höld-
um hans boðorð, og hans boðorð eru ekki
þung.“ lJóh. 5:2.—3. Kærleikurinn finnur
ekki byrði eða sjálfsfórn í hlýðninni. Hann
fegrar og léttir mótlæti og erfiðleika
lífsins.
Undir nýja sáttmálanum eru grund-
vallar reglur tíu boðorðanna fluttar af
heilögum anda frá steinspjöldunum yfir
holdspjöld hjartans. „Alt er orðið nýtt,“
hjá þeim sem hafa orðið hluttakendur
guðlegrar náttúru, svo þeir gjöra af nátt-
úrunni til það sem lögmálinu er sam-
kvæmt.“ Hlýðni hjá þeim er orðin nátt-
úrleg en óhlýðni ónáttúrleg. Kærleikur-
inn verður æðsta lögmálið í ríki Krists.
Engin stjórn getur staðist fyrir utan
lög. Stjórn Krists, bæði í ríki náðarinnar
og ríki dýrðarinnar er lögbundin stjórn.
•Jesús tekur því skýrt fram, að hann kom
hvorki til að afnema né draga úr gildi lög-
málsins, því ekki einu sinni bókstafur eða
stafkrókur þess átti að afnemast. Hann
jafnvel tók því fram að hlýðni var mikils
metin, en óhlýðni í litlu áliti í himnaríki.
Lesið Matt. 5:17.—19.
Oss er kent að biðja: „Verði þinn vilji
svo á jörðu sem á himni,“ en hvernig er
Guðs vilji framkvæmdur á himni? Oss er
sagt að „Drottinn hefir reist hásæti sitt
á himnum, og konungdómur hans drottn-
ar yfir alheimi,“ og að englar hans „fram-
kvæma boð hans.“ Sálm. 103:19.—20.
„Á himnum er þjónusta ekki fram-
kvæmd eins og um skipun væri að ræða.
Þegar satan gjörði uppreisn gegn lögmáli
Guðs, þá kom eins og óvænt til góðu engl-
anna hugsunin um lögmál eða skipun.
Englarnir framkvæma þjónustu sína ekki
sem þjónar heldur sem synir. Það er full-
komin eining milli þeirra og skaparans.
Kærleikurinn til Guðs gjörir þjónustu
þeirra að gleðiefni." (Frá ræðustóli Nátt-
úrunnar).
í þessum heimi hafa menn ýmsar mis-
munandi ástæður fyrir þjónustu sinni.
Þrællinn getur unnið af ótta fyrir svipu-
höggum húsbóndans, hermaðurinn til að
mæta herstjórnarreglunum, barnið til að
komast hjá hegningu, starfsmaðurinn til
að afla brauðs fyrir fjölskyldu sína, og
aðrir í von um endurgjald. En viljug fram-
boðin þjónusta, með gleði af hendi leyst
er ávöxtur lifandi kristinnar trúar. Sá,
sem elskar Guð gætir þess að hlýða ná-
kvæmlega vilja hans í öllu, spurningin er
ávalt þessi: „Herra, hvað vilt þú að ég
gjöri?“
Jesús ávítar þá sem látast elska en
hlýða ekki, og þá sem stæra sig af hlýðni
sinni en elska ekki, og einnig fjöldann
sem hvorki elskar né hlýðir. Verulegur
kærleikur er ekki tilfinninga æsing, held-
ur grundvallarregla sem er stöðug hvernig
sem ytri kringumstæður kunna að vera.
Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.
Lögfræðingur kom einu sinni til Jesú
og spurði: „Meistari, hvert er hið mikla
boðorð í lögmálinu?“ En hann sagði við
hann: „Þú skalt elska Drottinn Guð þinn
af öllu hjarta þínu og allri sálu þinni og
af öllum huga þínum. Þetta er hið mikla
og fyrsta boðorð. En hið annað er líkt,
þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og
sjálfan þig. Á þessum tveimur boðorðum
byggist alt lögmálið og spámennirnir.“
Matt. 22:35.-40.
Hér er boðið að elska Guð af öllu
hjarta, sál og huga, en Markús og Lúkas
bæta við: „af öllum mætti þínum.“ Hjart-
að meinar alt innra líf mannsins, vilja,
tilgang, tilfinningar og elsku. Sál, tekur
yfir hið andlega líf og eiginlegleika. Hug-
urinn tekur yfir skilning og vitsmuni, sem
eiga að stjórna elsku mannsins, svo hann
ekki elski í blindni. að elska af öllum kröft-
um eða öllum ma^tti er að líkamlegir kraft-
ar og styrkleiki er meðalið. Alvara, áhugi
og kraftur á að einkenna alla þjónustu vora
og hlýðni við Guð. Með öðrum orðum,
maðurinn á að sýna hlýðni, sem sprettur
af einlægni, skýrum skilningi, innilegum
kærleika og óþreytandi orku.
Fyrst og fremst er elskan til Guðs, því