Stjarnan - 01.08.1952, Side 3
STJARNAN
59
næst er elskan til meðbræðra vorra, að
elska náungann eins og sjálían sig. Grund-
vallar atriðin í báðum þessum boðorðum
,.er kærleikurinn. Þessi tvö boðorð, elskan
til Guðs og elskan til manna felur í sér
öll tíu boðorðin og alla Ritninguna, í þeim
eru innifaldar allar skyldur manna bæði
til Guðs og náungans. „,Óttastu Guð og
haltu hans boðorð því að það á hver maður
að gjöra.“ Préd. 12:13.
Guðs lögmál setur fram eilífar óum-
breytanlegar grundv^llarreglur. í 'Bibliu-
skýringum yfir Gamla og Nýja Testament-
ið eftir Jamieson Fausset og Brown les-
um vér þessa athugasemd yfir Mark. 12:30.
>,Það er óhugsandi að Guð gæti heimtað
af sínum skynsemi gæddu verum, nokkuð
æinna, eða nokkuð annað, á nokkru tíma-
bili, í nokkrum heimi, eða nokkurn tíma
gegnum eilífar aldir.“
í Rómverjabréfinu 13:8.—10. bendir
Páll postuli á seinni hluta tíu boðorðanna,
er hann tilfærir fjögur þeirra. „Skuldið
ekki neinum neitt nema það að elska hver
annan, því sá sem elskar náungann hefir
uppfylt lögmálið .... Kærleikurinn gjörir
ekki náunganum mein, þess vegna er kær-
leikurinn uppfylling lögmálsins.“
Sannkristnir menn munu gæta skyldu
sinnar gagnvart meðbræðrum sínum en
skuldin eða skyldan að elska hver annan,
verður aldrei goldin að fullu. Sú skylda
er stöðugt endurnýjuð. Kærleikurinn
starfar, það er eðli hans. Hann er aldrei
aðgjörðalaus. Hann leitast við á allan hátt
að borga skuld sína, þó henni verði aldrei
lokið. Lögmálið er kærleikur að verki:
Það getur aldrei verið mótsögn milli lög-
niálsins og kærleikans sem flýtur út af
% hjarta hins sannkristna. Kærleikurinn
æætir kröfum lögmálsins, en þær verða
ajdrei afnumdar. Því meir sem vér borg-
um af kærleiksskuldinni því skuldbundn-
ari verðum vér.
„Hús skyldunnar er dimt musteri ef
það er ekki upplýst með ljósi kærleikans.
Skylda getur leitt borgarann til að borga
skatta sem heimtaðir eru, en hún gjörir
enga uppástungu um að maðurinn skuli
leggja fram fríviljuglega gjafir til stjórn-
arflokksins sem hann. tilheyrir. Skyldan
dregur skýrar línur, rannsakar alt ná-
kvæmlega af ótta fyrir að of mikið sé
heimtað. Kærleikurinn gleðst af að geta
gjört meir en skyldan krefur. Skyldan er
köld og heimtar nákvæm reikningsskil.
Kærleikurinn er heitur og áhugasamur og
sækist eftir að starfa, hann líkist þrýst-
ingi gufuaflsins. Skyldan hreyfir sig hægt
og ákveðið. Kærleikurinn hraðar sér og
gleðst af að hlýða og starfa, en skyldan
er fegin þegar hún hefir lokið starfi. Lög-
mál skyldunnar er eins og beinagrind, en
kærleikurinn þekur hana holdi og klæðir
hana fegurð og lífi.“ (Pulpit Commentary).
Kærleikans lögmál er sífelt í gildi fyrir
oss af því vér erum undir náð. Hér kemur
fram hinn guðdómlegi barnaréttur. Hér
byrjar líf vort að líkjast lífi Krists. Guð
er kærleikur. Að svo miklu leyti sem vér
elskum líkjumst vér Kristi og Föðurnum
á himnum.
Henry Drummond hafði vissulega rétt
fyrir sér er hann sagði: „Mestur í heimi
er Lærleikurinn."
—TAYLOR G. BUNCH
----------☆----------
Ung stúlka var á bifreið langt frá
heimili sínu. Hún var vön að keyra en nú
skall á blindbylur. Var mögulegt fyrir
hana að komast áfram. Snjóskaflarnir
voru djúpir og bifreiðin var lítil og létt.
Með bæn á vörum fór hún út til að strjúka
snjóinn af bifreiðarglugganum. Rétt á
undan henni var stór bifreið með merki-
spjaldi ríkisins þar sem heimili hennar
var. Keyrslumaðurinn staðnæmdist líka,
spurði hvert hún væri ací fara og stakk
upp á að hún kæmi á eftir honum. Hún
gjörði það og hann ruddi brautina þangað
sem hún ætlaði að fara. En þegar hún var
komin út úr litlu bifreiðinni sinni og ætl-
aði að þakka manninum fyrir hjálpina sá
hún hvergi bifreið hans, og þó hafði ekki
liðið meir en mínúta síðan þau stað-
næmdust.
„Fólkið mitt hélt það hefði verið engill,
sem var sendur mér til hjálpar,“ bætti
hún við. Hún var sjálf á sama máli með
það. N —Y. I.
----------•☆■--------
Aðeins einn skógareldur af hverjum
10 orsakast af eldingum. Hinir níu orsak-
ast af vindlingabútum, sem menn kasta í
burtu, eða illa slöktum eldi, þar sem menn
hafa matreitt handa sér undir beru lofti.