Stjarnan - 01.08.1952, Side 6

Stjarnan - 01.08.1952, Side 6
62 STJARNAN Spádómar um Krist Aftur og aftur vitnaði Jesús um guð- legan innblástur Gamla Testamentisins, er hann benti á uppfylta spádóma þess um líf hans og starf. Eftir upprisuna þegar lærisveinarnir ekki ennþá skildu það sem fram fór páskavikuna, eða tilgang Jesú með komu hans í heiminn, þá benti hann þeim á spádóma Gamla Testamentisins, sem hljóðuðu upp á hann og starf hans. „Og hann byrjaði á Móse og öllum spá- mönnunum og útlagði fyrir þeim í öllum Ritningunum það sem hljóðaði upp á hann.“ Lúk. 24:27. Takið eftir, hann byrjaði á bókum Móse, og þar næst alt, sem ritað var um hann af spámönnunum. Bæði Móse og spá- mennirnir höfðu mikið að segja um Krist. Fleiri öldum áður en Jesús fæddist í Betlehem skrifaði spámaðurinn Mika: „Og þú Betlehem Efrata, þó þú sért einna minst af héraðsborgunum í Júdea, þá skal þó frá þér koma sá, er vera skal drotnari í ísrael, og ætterni hans vera frá umlið- inni öld, frá fortíðar dögum.“ Mika 5:1. Spádómurinn innblásinn af Guði sagði fyrir að meðal allra borga Júda, þá mundi Betlehem verða fæðingarborg lausnara heimsins. Bæði sagan og Guðspjöllin bera vitni um að þessi spádómur var uppfyltur. „En er Jesús var fæddur í Betlehem í Júdeu á dögum Heródesar konungs, sjá, þá komu vitringar frá Austurlöndum til Jerú- salem.“ Matt. 2:1. Spádómsbók Jeremía segir fyrir barna- morðið, sem átti sér stað eftir fæðingu Krists. „Svo segir Drottinn: Rödd heyrist í Rama, harmakvein, beiskur grátur. Rakel grætur börnin sín. Hún vill ekki huggast láta vegna barna sinna, því að þau eru ekki framar lífs.“ Jer. 31:15. Mörgum öldum seinna segir höfundur Guðspjallsins frá hinni sorglegu uppfyll- ing þessa spádóms. „En er Heródes sá, að hann var gabbaður af vitringunum varð hann afar reiður, sendi út og lét myrða öll sveinbörn í Betlehem og öllum nálæg- um héruðum, tvævetur og þaðan af yngri eftir þeirri tímalengd sem hann hafði komist að hjá vitringunum.“ Matt. 2:16. 7 Ekki einungis var spáð fyrir hvar Kristur mundi fæðast, heldur einnig hve- nær, og hvaða ár hann mundi hefja starf sitt. í Daníelsbók lesum vér: „Vit því og hygg að: Frá því er orðið um endurreisn Jerúsalem út gekk til hins smurða höfð- ingja eru sjö sjöundir og í 62 sjöundir skulu torg hennar og stræti endurreist verða þó að þrengingartímar séu.‘ Dan. 9:25. Á tilteknum tíma 483 árum eftir að skipun Artaxerxes var gefin út 457 fyrir Krist, um að endurreisa og uppbyggja Jerúsalem, þá var konungssonur himinsins skírður og hóf hið opinbera starf sitt- Það, er sorglegt að þeir sem þektu spá- dómana svo vel um Messias, að þeir skyldu vera svo blindaðir af sínum eigin setningum að þeir gáfu því ekki gaum þegar spádómarnir um hann voru að upp- fyllast. „Hann kom til eignar sinnar og hans eigin menn tóku ekki við honum.“ Jóh. 1:11. Þetta var líka sagt fyrir mörg hundruð árum fyrirfram. „Hann var fyrirlitinn og menn forðuð- ust hann, harmkvælamaður og kunnugur þjáningum, líkur manni er menn byrgja fyrir andlit sín, fyrirlitinn og vér mátum hann einkis.“ Jes. 53:3. Einhver áhrifamesta frgsögnin í Nýja Testamentinu er um það þegar Jesús reið sem sigurvegari inn í borgina Jerúsalem. Bæði Jóhannes og Matteus segja frá því. „Daginn eftir, þegar hinn mikli fjöldi sem kominn var til hátíðarinnar heyrði að Jesú væri að koma til Jerúsalem, tóku þeir pálmaviðargreinar og gengu út til móts við hann, og þeir hrópuðu: Hósanna, blessaður sé sá, sem kemur í nafni Drott- ins, ísraels konungurinn. En Jesús fékk sér ungan asna og settist upp'á hann, eins og ritað er.“ Jóh. 12:12.—14. Sakarías spámaður sagði fyrir um þessa sigurför: „Fagna þú mjög dóttirin Zíon. Lát gleðilátum dóttirin Jerúsalem. Sjá, konungur þinn kemur til þín, réttlátur er hann og sigursæll, lítillátur og ríður asna, ungum ösnufola.“ Sak. 9:9. Ekki einungis var Sakaría sýnt hvern- ig fólkið hylti Jesúm á innreið hans til Jerúsalem, honum var líka sýnd sú þyngsta reynsla sem Jesús varð að þola, það að vera svikinn af einum lærisveina sinna. „Þá sagði ég við þá: Ef yður þóknast

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.