Stjarnan - 01.08.1952, Blaðsíða 1
STJARNAN
ÁGÚST, 1952 LUNDAR, MANITOBA
Kærleikurinn og lögmálið
Tíu boðorðin eru hin konunglegu lög,
grundvallarlög Guðs ríkis, hinn réttláti
^nælikvarði Guðs í hinum komandi dómi.
Sönn hlýðni við þessi boðorð sprettur af
kærleika. Jesús benti á þetta er hann sagði:
»Ef þér elskið mig þá munuð þér halda
boðorð mín.“ Jóh. 14:15.
Þessi kærleikur sem leiðir til hlýðni
er aðeins mögulegur fyrir íbúð heilags
snda í hjarta mannsins. „Guð gefur sinn
heilaga anda þeim, sem hlýðnast honum.“
Post. 5:32. Jesús sagði: „Á þeim degi mun-
uð þér komast að raun um að ég er í föður
rnínum og þér í mér og ég í yður. Sá, sem
hefir mín boðorð og heldur þau, hann er
sa sem elskar mig, en sá sem elskar mig
rnun verða elskaður af föður mínum og
ég mun elska hann og sjálfur birtast hon-
um.“ Jóh. 14:20.-21.
Spurning sem lærisveinarnir lögðu fyr-
ú Jesúm leiddi til þess að hann lagði enn
sterkari áherzlu á hið óslítandi samband
milli kærleika og hlýðni: „Hver sem elsk-
ar mig mun varðveita mitt orð, og faðir
rninn mun elska hann, og til hans munum
við koma ög gjöra okkur bústað hjá hon-
um. Sá, sem ekki elskar mig hann varð-
veitir ekki mín orð.“ Jóh. 14:23.—24.
Faðirinn elskar þá sem elska son hans,
sá sem elskar Jesúm elskar líka föðurinn.
Heilög þrenning býr í hjarta þess sem
&f elsku til Guðs hlýðir boðum hans.
Kristur, þó ósýnilegur augum vorum, er
hjá þeim sem af kærleika hlýða honum
°g þjóna. Kærleikurinn er sá lykill sem
opnar hið allra helgasta fyrir hinum trú-
aða, svo1 hann getur notið nálægðar föðurs,
sonar og heilags anda.
Játningin um að maður elski Jesúm er
einkis virði án hlýðni við boð hans. Jesús
sagði: „Ekki mun hver sá er við mig segir:
Herra, herra, ganga inn í himnaríki, held-
ur sá er gjörir vilja föður míns, sem er í
himnunum." Sumir munu telja sér til gildis
það sem þeir hafa starfað fyrir Krist, en
af því þeir voru óhlýðnir, mun hann á
endurgjaldsdeginum segja við þá: „Aldrei
þekti ég yður, farið frá mér þér sem
fremjið lögmálsbrot.“ Les. Matt. 7:21.—-23.
Þar sem innilegur kærleiki til Krists
ríkir í hjarta mannsins, þar er ekki þörf
að leggja sérstaka áherzlu á hlýðni við
boð hans, því kærleikurinn eðlilega keppir
eftir að gjöra vilja skaparans. Kærleikur
sá er sameinar Krist og söfnuð hans er
fyrirmyndaður í Ritningunni með giftingu
manns og konu. Þau leitast við í öllu að
þóknast hvort öðru af því þau elskast svo
innilega. Hlýðni og þjónusta er þeim á-
nægjuefni.
Tíu boðorðin eru endurskin af eiginleg-
leikum Guðs. í honum er kærleikur og
lögmál sameinað. Hann er fullkominn kær-
leikur en einnig fullkomlega réttlátur.
Hjarta hans og vilji er aldrei gagnstætt
hvað öðru. Hjá honum elska og trúfesti
mætast, réttlæti og friður kyssast.“ Sálm.
85:11. „Hlýðni sem ekki á rót sína í kær-
leikanum er reglubundin, köld og dauð.
Getur hún verið Guði þóknanleg? Hann
segir: ?,Gef mér hjarta þitt.“
Gyðingarnir, sérstaklega fræðimenn-
ir og Farísearnir lögðu mikla áherzlu á
hlýðni við lögmálið, en þeir mistu sjónar
á löggjafanum og elskuðu hann ekki, svo
hlýðni þeirra var ekki Guði þóknanleg.
Páll postuli sagði að þegar hann tilheyrði
strangasta flokki Farísea, þá var hann svo
nákvæmlega hlýðinn öllum reglum lög-
málsins, svo hefði réttlætið fengist með
lögmálinu, þá hefði hann verið óásakan-
legur. Les Filippíans 3:4.—7. Jesús sagði: