Stjarnan - 01.08.1952, Side 8

Stjarnan - 01.08.1952, Side 8
64 STJARNAN STJARNAN Authorized aa aecond cla-ss mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa. Ontario. Ritstjðrn og afgreiðslu annast: ' MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. Beinum sjónum vorum til Jesú . . . til hans, sem í stað gleði þeirrar er hann átti kost á leið þolinmóðlega á krossi og mat smán einkis.“ Hann söng á seinustu stundum síns jarðneska lífs, áður en hann gekk út í grasgarðinn á leið til krossfestingarinnar. Menn og konur enn í dag, er þekkja hann sem frelsara sinn og Drottinn syngja líka hér í þessu dauðans skuggalandi. Hann fyllir hjörtu þeirra með von og vissu um fagnaðarríka framtíð með honum í hans dýrðarríki. Hann gefur söng á nóttunni þegar sorg og þjáning amar ástvinum hans. Hann lýsir upp framtíð þeirra með ljósi vonarinnar. Sælir eru þeir lærisvein- ar hans, sem leitast við að hjálpa öðrum og létta byrði þeirra með því að syngja og halda ljósinu á lofti. —ERNEST LLOYD --------:-☆--------- Þegar ísraelsmenn voru komnir alveg að takmarkalínunni hins fyrirheitna lands þraut trú þeirra og þeir urðu að reika um í eyðimörkinni í fjörutíu ár. Það var að- eins ein nótt milli þeirra og hins þráða lands, en þessi nótt varð að fjörtutíu árum sakir vantrúar. „Þetta kom yfir þá sem fyrirboði og það ér ritað oss til viðvörunar, sem endir aldanna er kominn til.“ lKor. 10:11. Því verðum við að biðja þess, að Drott- inn megi gefa okkur þrek til að halda út, og að trú okkar þrjóti ekki þegar hinn vondi dagur skellur á. Við þurfum öll að færast nær Drottni, við þurfum að endurlífgast í trú okkar, við þurfum meira af Heilögum Anda. Menn eru niðursokknir í spil, áhuga fyrir dansi, leiklist og andatrú, fýsnir holdsins hafa klófest menn meira en nokkru sinni áður. Glæpaverk og lögmáls- brot magnast í heiminum dag frá degi. Ég hef oft spurt sjálfan mig: Hvaða kraftur getur vakið menn upp til skiln- ings á þeirri hættu, sem heimurinn er í? Og svarið hefir alltaf verið hið sama: Kraftur Heilags anda. Ó, systkini, hversu mikið þurfum við ekki þennan kraft til þess að hreinsa okkur, fylla okkur og knýja okkur til starfa fyrir þá, „sem leiddir eru fram til lífláts." Orðskv. 24:11. Mætti Drottinn hjálpa okkur ávalt til að vera vakandi og biðjandi. —A. KROGSTAD ---------■☆■-------- Smávegis Léttasti viður sem til er vex á Malakka- skaganum og kallast tano. ☆ ☆ ☆ Elsti olíubrunnur í íran er 50 ára gamall. ☆ ☆ ☆ Vatnið Superior er 168 faðma djúpt þar sem það er dýpst. . ☆ ☆ ☆ Talið er að ekki færri en 225 miljónir manna, hingað og þangað um heiminn, tali ensku. ☆ ☆ ☆ Þéttastur skógur á Stóra-Bretlandi er sagt að sé nærri 100 ára gamall rauðviðar- skógur, sem plantaður var með fræi frá Californíu. ☆ ☆ ☆ Georg Washington skriíaði um 20 þús- und sendibréf, flest með eigin hendi. ☆ ☆ ☆ Mjólk hefir reynst ágæt til að auka jurtavöxt, ef henni er helt í moldina eykur hún uppskeruna, flýtir fyrir vexti blóma og ver þau sýki. ☆ ☆ ☆ Skógareldar fara stundum fljótar yfir heldur en hreindýr geta hlaupið. ☆ ☆ ☆ Elsta fræ sem menn vita til að hafi sprottið var 150 ára gamalt.

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.