Stjarnan - 01.08.1952, Síða 4
60
STJARNAN
Varðveisla Guðs
Það er dýrmætt að vita að „Engill
Drottins setur (VÖrð í krmg um þá er ótt-
ast hann og frelsar þá. Og þetta er eins
áreiðanlegt nú í dag eins og þegar það
var skráð í Guðs blessuðu bók. Hversu oft
engillinn frelsar oss úr hættu fáum vér,
ef til vill, aldrei hugmynd um. En það er
hughreystandi að vita að þessir himnesku
varðenglar eru ávalt á verði og þeir hafa
takmarkalaust vald til að vernda oss frá
slysum ef það er vilji Föður vors á
himnum.
Ungur maður í Kórea skrifaði um
reynslu sína til Mrs. Theódóru Wangerin,
sem flutti frá Kórea til Japan og bíður
þar þangað til hún getur aftur tekið upp
starf sitt í Kórea. Bréfið var ritað á Kórea"
máli en hún þýddi það og sendi okkur,
svo vér gefum yður hér aðal efni þess.
Það er trúarstyrkjandi og við þurfum allir
strekari trú á Guði á þessum erfiðu órólegu
tímum.
„Það var 25. júní sem ófriðurinn byrj-
aði. Ég þóttist viss um að suður Kóreu
herinn mundi vinna fljótan sigjrr á norður
Kóreu hernum. Og þegar útvarpið full-
vissaði oss um að Seol yrði varin hvað
sem það kostaði, þá ásetti ég mér að vera
kyr heima hjá móður minni og yngri syst-
kinum mínum. Það fór öðruvísi en ég
vænti eftir. Þegar hermenn vorir neyddust
til að hörfa undan fór ég að líta eftir
plássi til að fela mig. Tveir vinir mínir
voru í svipuðum kringumstæðum og við
þrír réðum af að fela ókkur í vörugeymslu-
húsi.
Yið fréttum að óvinaherinn hefði sent
út menn til að rannsaka öll heimili og að
þeir tækju alla unga menn sem þeir
fyndu. Við urðum nú að leita uppi annan
felustað og það var upp á háalofti heima
hjá mér. Við skriðum upp gegn um lítið
op og bjuggum þar út lítinn felustað.
Tveimur dögum seinna kom frændi
minn til okkar, það var 28. júlí. Við vorum
allir á sama máli að við skyldum ekki
sofa í vörugeymsluhúsinu þá nótt þar sem
við höfðum áður verið. Við réðum af að
sofa heima, á gólfinu niðri, en vera full-
klæddir. Ef óvinirnir kæmu þá skyldum
við hraða oss upp á háaloft þar sem við
höfðum búið út felustað.
Við fórum að sofa eins og ákveðið var,
en vöknuðum um miðnætti við hávaða
útifyrir. Ég sá út um gluggann um 20
norður Kóreumenn úti við hliðið, þeir
voru brátt við dyrnar og þegar þjónninn
opnaði þustu þeir inn.
Frændi minn var fyrstur að skríða upp
á háaloftið. Ég hvatti hina tvo að flýta
sér. Ég var hræddur.
Eftir að hafa rannsakað hvern krók og
kima niðri komu óvinirnir upp stigann.
Við urðum að flýta okkur. Ég var sein-
astur og var aðeins kominn upp áður en
óvinirnir komu upp stigann. Þeir skutu
tvisvar sinnum upp í loftið en hittu okkur
ekki.
Ég reyndi að loka opinu sem við skrið-
um upp um en gat það ekki. Félagar mínir
reyndu líka en það fór á sömu leið- Vinir
mínir voru ekki kristnir en þeir sögðust
hafa beðið Guð í hjarta sínu. Við heyrð-
um óvinina segja: „Það eru menn í þessu
húsi en við getum ekki fundið þá.“ Við
báðum: „Drottinn verndaðu okkur.“ Ó-
vinirnir stefnu vasaljósum sínum upp i
þakið, en sáu ekki loftsgatið sem þó var
opið.
Næsta morgun réðum vér af að vér
yrðum að finna annað pláss þar sem við
gætum falist. Oss kom saman um að fara
til Pu Ram San Rock Mountain, það er
nálægt háskóla vorum úti á landi. Þar
vorum vér 29 daga og bjuggum oss felu-
stað í sjö mismunandi jarðhellum. Fyrir
Guðs varðveislu gátu óvinirnir aldrei
fundið oss.
Kvöldið 24. ágúst ásettum vér oss að
sofa undir berum himni uppi á stóra klett-
inum. Þá nótt vorú allir teknir sem sváfu
í jarðhellunum. Óvinirnir komu og leituðu
alt. í kring um klettínn þar sem við sváf-
um, þeir skutu og köstuðu steinum en það
snerti oss ekki. Þeir sáu okkur ekki og
gjörðu okkur engan óskunda.
Ég er sannfærður um að Guð.verndaði
okkur þá nótt og alt í gegn. Ég vegsama
hann fyrir það. Ég reyndi að benda vinum
mínum og félögum á að það var aðeins
Guðs kraftur sem gat verndað oss.“
----------☆-----------
Sagt er að ritvél svo lítil að konur geti
haft hana í handtösku sinni, hafi verið
búin til á Þýzkalandi.