Stjarnan - 01.08.1952, Qupperneq 7

Stjarnan - 01.08.1952, Qupperneq 7
STJARNAN 63 þá greiðið mér kaup mitt, en að öðrum kosti látið það vera. Þá vógu þeir mér 30 sikla silfurs í kaup mitt. En Drottinn sagði við mig: Kasta þú því til leirkerasmiðsins, hinu dýra verðinu er þú varst metinn af þeim. Og ég tók þá 30 sikla silfurs og kastaði þeim í hús Drottins til leirkera- smiðsins.“ Sak. 11:12.-13. Matteus Guðspjallamaður segir frá uppfyllingu þessa spádóms: „En þeir greiddu honum Júdasi 30 silfurpeninga.“ Matt. 26:Í5. „En æðstu prestarnir tóku silfurpeningana og sögðu: Það er eigi leyfi- legt að leggja þá í guðskistuna þar sem þeir eru blóðsverð. En er þeir höfðu haldið ráðstefnu keyptu þeir fyrir þá leirkera- smiðsakurinn til grafreits fyrir útlend- inga.“ Matt. 27:6.—7. Jesús hefir án efa bent á marga af þessum spádómum þegar hann byrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim í öllum Ritningunum það sem hljóðaði um hann. Þessir spádómar ættu að styrkja trú vora á honum sem frelsara vorum og Drotni. —R. H. PIERSON ---------☆--------- Söngur og Ijós á lofti James Davis hafði ánægju af að segja frá æskudögum sínum í Wales, og frá móður sinni sem söng og hélt lampa á lofti þegar synir hennar voru að fara í vinnuna eða koma heim frá vinnu. Þegar James var ellefu ára að aldri vann hann og bróðir hans í kolanámu. Þeir unnu sína 12 tímana hvor, frá klukkan tvö að morgninum til klukkan tvö um eftirmið- daginn. Það var dimt að fara á milli á nóttunni. Á hverjum morgni fyrir klukk- an tvö var móðirin á fótum og hafði heitan drykk handa drengjunum. Svo kvéikti hún á olíulampa, opnaði dyrnar, hélt upp lampanum og söng á móðurmáli sínu. Þarna stóð móðirin og söng, með ljósið á 'lofti þangað til annar drengurinn náði heim til að fá heitan drykk og fór að sofa, meðan hinn gekk út í næturmyrkrið og komst farsællega yfir í námurnar. Báð- ir drengirnir nutu þægindanna og ánægj- unnar af heita drykknum, lampaljósinu og söng móðurinnar. James Davis sagði að mynd móður hans syngjandi með ljósið á lofti að nóttunni væri dýrmætasta endur- minningin frá æskudögum hans. Lýsandi Ijós og syngjandi sálir eru ein- hver hin mesta blessun sem vér getum notið á lífsleiðinni. Vér þurfum að muna að Jesús er hið mikla skínandi lífsins ljós fyrir þennan heim. í fornöld þegar Hebre- ar héldu hátíðir sínar var kveikt á tveim- ur stórum lömpum í forgarði musterisins og þeir lýstu yfir alla borgina. Þeir mintu á eldstólpann sem var merki upp á ná- lægð og handleiðslu Guðs gegn um eyði- mörkina. Mörgum árum seinna í þessari sömu borg sagði Jesús: „Ég er heimsins ljós, hver sem vill fylgja mér mun ekki ganga í myrkri, heldur hafa lífsins ljós.“ Jóh. 8:12. Um hann mátti með réttu segja: „Sú þjóð sem í myrkri gengur sér mikið ljós; yfir þá sem búa í landi náttmyrkranna skín ljós.“ Jes. 9:2. Ljós er altaf uppörf- andi. Tilgangur frelsara vors er að gleðja og hughreysta oss. Hann sagði við lamaða manninn: „Vertu hughraustur sonur, syndir þínar eru fyrirgefnar.“ Hann sagði við konuna sem snerti klæðafald hans: „Dóttir, trú þín hefir gjört þig heila, far þú í friði og ver heil af meini þínu.“ Við lærisveina sína sem voru á bátnum að berjast við bylgjurnar sagði hann: „Það er ég, óttist ekki.“ Hann segir við alla lærisveina sína í dag, sem hafa erfiðleik- um að mæta: „Þetta hef ég talað til yðar, til þess að þér hafið frið í mér. í heiminum hafið þér þrenging, en verið hugharustir, ég hef sigrað heiminn.“ Frelsari vor veitti fögnuð ekki síður en ljós. Davíð Burrel í einni af ræðum sínum segir: „Þó Jesús hafi verið harmkvæla- maður og kunnugur þjáningum, þá var hann ekki þunglyndur. Hann sá og hafði meðaumkvun með sorg manna, en hann sá líka hvernig návist hans veitti þeim gleði og blessun. Hann sá líka fögnuðinn sem lærisvéinar hans mundu njóta í kom- anda heimi. Hann var hamingjusamur og glaður í hjarta. Hann var sannur maður. Jesús var í samræmi við alt sem var göfugt, hreint og heilagt. Hann vegsamaði Föðurinn fyrir allar velgjörðir hans. Haún sá í anda sigur sannleikans og hið eilífa dýrðarríki, þar sem réttlætið mun búa, og hann var glaður.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.