Stjarnan - 01.08.1952, Síða 5
STJARNAN
61
Fyrirgefning stendur þér tii
boða — nú
„Ég held ég geti aldrei fyrirgefið hon-
um það.“ „Ég fyrirgef henni ekki svo lengi
sem ég lifi.“
Hefir þú nokkurn tíma heyrt slík orð?
Að líkindum hefir þú heyrt þau. Það lík-
ist ekki Guði, og hvenær sem nokkur bið-
ur Guð um fyrirgefning synda sinna, þá
verður hann að hrinda frá sér öllum slík-
um tilfinningum. „Fyrirgef oss vorar
skuldir svo sem vér og fyrirgefum vorum
skuldunautum.“ Guðs fyrirgefning er svo
yfirgripsmikil að þær litlu mótgjörðir sem
vér mætum eru sem ekkert að reikna.
Þegar John Wesley var á ferð með
General Oglethorpe til Georgia þá hótaði
Oglethorpe strangri hengningu þjóni ein-
um sem eitthvað hafði yfirsést, og hann
sagði: „Ég fyrirgef aldrei.“
„Þá vona ég, herra minn,“ sagði
Wesley, „að þú syndgir aldrei.“
Oglethorpe skildi áminninguna og
vægði þjóninum: „Sá yðar sem syndlaus
er kasti fyrstur steininum,“ sagði Jesús
þegar þeir leiddu fram fyrir hann konuna
sem hafði verið staðin að hórdómi.
Fyrigefning fyrir alla
Það skiftir engu hvílíkur stórsyndari
þú ert, eður hve viðurstyggileg synd þín
er. Guð er fús til að fyrirgefa. Maðurinn
sem hefir fallið fyrir freistingu og þannig
sett blett á mannorð sitt, eða sá sem aldrei
hefir reynt að vera góður. Þeir geta báðir
öðlast fyrirgefningu því Jesús segir: „Þann
sem til mín kemur mun ég engan veginn
frá mér reka.“
Það var Davíð sem sagði: „Hjá Guði er
fyrirgefning'.“ Hann hafði framið voðalega
synd, sem skráð er í hinni heilögu bók.
En bæn hans er líka skráð þar, 1 51. sálm-
inum. Þar stendur:
„Guð vertu mér náðugur sakir elsku
þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu
miskunnsemi........Ég þekki sjálfur af-
brot mín........Skapa þú í mér hreint
hjarta á Guð, og veit mér af nýju stöð-
ugan anda ..... Guði þekkar fórnir eru
sundurmarinn andi, sundurmarið og sund-
urkramið hjarta munt þú ó Guð ekki fyrir-
líta.“
Þú getur líka beðið þessa bæn. Davíð
var fyrirgefið. Það var byrjun á nýju lífi.
Það er eins og að byrja á nýrri blaðsíðu.
Það er endurreisn sem veitir nýja von og
nýtt hugrekki. Það er að meðtaka loforð
Guðs og treysta því. „Ég, ég einn afmái
afbrot þín sjálfs mín vegna og minnist
ekki synda þinna.“ Jes. 43:25. Já, Guð
segir þetta við mig og þig.
Nú er fyrirgefning að fá
Guð segir: „Komið nú og eigumst lög
við . . . þó að syndir yðar séu sem skarlat
skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó þær
séu rauðar sem purpuri skulu þær verða
sem ull.“ Jes. 1:18. Eini tíminn sem þú
hefir ráð á er nú, þess vegna segir Guð:
„Kom nú." Undandráttur er hættulegur.
Ég hef heyrt menn segja: „Hinn deyjandi
ræningi fékk fyrirgefning á síðustu
stundu.“ Já, en hver þeirra? Þú manst þeir
voru tveir þar.
Jafnvel ef þú værir viss um að geta
fengið fyrirgefning á síðustu stundu, væri
það sanngjarnt að fórna Guði sjálfum sér
á síðasta augnabliki? Hann vill þú komir
til hans nú. Þér er boðin fyrirgefning í
dag. „I dag ef þér heyrið hans raust, for-
herðið ekki hjörtu yðar.“ Sálm. 95:7.—8.
Fyrirgefning fæst af því Jesús dó fyrir oss
„Laun syndarinnar er dauði.“ En Jesús
smakkaði dauðann fyrir alla. Guð er rétt-
látur, en dauði Krists mætti réttlætiskröf-
um hans og sýndi um leið Guðs ómælan-
lega kærleika til mannkynsins. „Svo elsk-
aði Guð heiminn að hann gaf sinn einget-
inn son til þess að hver sem á hann trúir
ekki glatist heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16.
Hann dó ekki aðeins, heldur reis hann
upp aftur eins og Páll segir: „Kristur dó
fyrir vorar syndir .... Hann reis upp
aftur . . . samkvæmt Ritningunum.11 Jesús
fórnaði sjálfum sér til að afplána vorar
syndir, ög nú er hann talsmaður vor hjá
föðurnum. Hann hefir borgað vora skuld.
Kæri lesari, ef þú hefir enn ekki reynt
frelsandi kraft og kærleika Krists í lífi
þínu og fengið fyrirgefning synda þinna
þá kom til hans p.ú.
„Ég kem, þá virstu veita náð að verði
ég þinn í lengd og bráð, unz holdið veika
hylur láð. Ó Jesú ljúfa lambið Guðs.“
—S. T.