Stjarnan - 01.09.1955, Blaðsíða 4
68
STJARNAN
sitt. Þetta blóð var notað í 3,500 sjúkra-
húsum.
Mest af þessari hjálp, sem nefnd hefir
verið, er framkvæmd af sjálfboðaliðum.
Fyrir hvert 100 meðal starfsmanna Rauða
Krossins eru 1000 sjálfboðaliðar. Bæði
menn og konur, sem bjóða fram hjálp sína,
fá kenslu í ýmsum greinum, svo sem hjálp
í viðlögum, og til að kenna það öðrum,
heimilishjúkrun og margt og margt fleira.
Hjúkrunarkonur og aðstoðarkonur þeirra
eru mörgum til blessunar bæði á almenn-
um og á hermanna sjúkrahúsum.
Vera má einhver sjálboðaliði Rauða
Krossins heimsæki þig og gefi þér tæki-
færi til að styðja starf þeirra. Þegar þú
þá opnar peningaveski þitt, þá minstu
þess hve góðir nágrannar þeir reyndust
hundrað þúsundum manna árið 1954. Það
getur komið sá dagur að þeir rétti þér
hjálparhönd líka.
—A. S. MAXWELL
-----------☆------------
Móðurstaðan
„Mamma, mamma,“ var hrópað úti í
kuldanum. Vingjarnlegur maður gekk í
flýti kring um húshornið til að svara
neyðarópinu. Þar inni í tómum húskofa
stóð lítil stúlka úti í horni og sneri grát-
andi andlitinu að veggnum. Móðir þessarar
litlu stúlku hafði verið jörðuð fáum dögum
áður.
„Kom þú, vina mín, ég skal hjálpa þér,“
kallaði maðurinn blíðlega. „Þökk fyrir,“
sagði litla stúlkan, „en það er bara hún
mamma, sem ég þarf, ég get ekki verið
án hennar.“
Þetta angistaróp er á \>örum og í hjarta
miljóna út um heiminn, þeir sakna elsk-
andi móður, þeirrar móður, sem álítur
það fyrstu og helztu skyldu sína að annast
börnin og heimilið.
Það er fátt í þessum heimi, sem veitir
eins mikla gleði og hamingju eins og kær-
leikur móðurinnar. Nafn hennar er eitt
hinna dýrmætustu og fegursta orða, sem
mannleg tunga getur nefnt. Það eru svo
margar og fagra endurminningar tengdar
við það.
Góðar mæður lækna og mýkja mein
mannkynsins, þær eru mörgum til bless-
unar. Guð hefir eins og sett þær í sinn
stað fyrir börnin. Framtíðar velferð ein-
staklinga og þjóða er í höndum þeirra.
Guð veitti þeim innri fegurð svo þær
gætu orðið mannkyninu til þúsundfaldrar
blessunar. Starfssvið hennar er eins áríð-
andi eins og stjórn og staðfesta föðursins.
Guð vissi að mannkynið þurfti mikið
af samhygð og kærleika, svo hann gaf
henni visku um leið og ódauðlegan kær-
leika til ástvina sinna. Með sínum fórn-
fúsa anda og fyrirgefandi kærleika endur-
speglar hún eiginleika skapara síns. Guð
veitti henni hugrekki, rósemi og ósigrandi
viljakraft. Móðurhjartað elskar mannkyns
fjölskylduna.
Konan var síðasta og bezta gjöfin, sem
Guð veitti mannkyninu til að byrja með.
Hún átti að vera hinn þjónandi verndar-
engill mannkynsins til að veita því ómet-
anlega blessun. Konan og móðirin hefir
víðtæk starfssvið, skylduverk hennar
virðast óteljandi.
Kærleiksþjónusta hennar á heimilinu
veitir ríkulega blessun, þar gætir hennar
mest. Hún þerrar margt sorgar- og svita-
tárið. Þegar veikindi bera að höndum þá
er hún hjúkrunarkonan fyrir elskuðu
börnin sín. Hún tekur þátt í erfiðleikum
manns síns. Hvernig sem heimurinn breyt-
ir við hann út í frá, þá mætir hann sam-
hygð og kærleika, þegar heim kemur.
Þegar alt virðist dimt og vonlaust, þegar
ábyrgð og erfiðleikar ætla alveg að yfir-
buga hann, svo hann er nær því uppgefinn
í stríðinu, þá er það sem hugrekki hennar
og framtíðarvonir kveikja nýtt líf og ljós í
hjarta hans.
Á slíkum tíma lærir hann fyrst að meta
til fulls göfgi og gildi hennar. Samhygð
hennar og áhugi fyrir velferð hans, ásamt
viturlegum ráðum, uppástungum ' og
ágætri heimilisstjórn, gjöra hann færan
um að mæta skyldum lífsins og sigra alla
erfiðleika. Matreiðsla hennar á hollri og
nærandi fæðu, styður meira að vellíðan og
heilbrigði fjölskyldunnar heldur en margir
ímynda sér. Hún byggir upp hraustan
líkama, nægjusamt hugarfar og almenna
vellíðan.
Kærleiki Krists mætir öllum þörfum
hjartans.