Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 3
VELFERÐ
l.tbl. 3. árg. júní 1991
Málgagn og fréttabréf
Landssamtaka hjartasjúklinga
Ritstjóri: Hallur Hermannsson (ábm)
Ritnefnd:
Björn Bjarman
Sigurjón Jóhannsson
Afgreiðsla: Skrifstofa LHS,
Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, Reykja-
vík
Prentvinna: Prenthúsið Faxafeni 12,
108 Reykjavík.
EFNI:
bls.
3 Ritstjórarabb
4 Ávarp formanns
5 Skyndihappdrætti
7 Ræða, Finnur Ingólfsson
9 Ragnar Daníelsen, Ómsjáin
13 HL-stöðin, Har. St.
17 Mataræði Anna E.
19 Varðveit hjartað . . . Soffía S.
21 LPingLHS
23 Erla Markúsdóttir
24 Styrktarsjóður hjartasjúklinga
27 Kólesterólmælingar
27 Þorbjörn Arnason
29 Félagsmál
31 Aðild að SÍBS
33 Séra Emil Björnsson
35 Minningarkortin
37 fslensk hollusta
Auk þess styrktarlínur, kveðjur og aug-
lýsingar.
Forsíðumyndin er frá Höfða í Mývatns-
sveit með Reykjahlíðarfjall í baksýn.
Snorri Snorrason flugstjóri tók myndina.
■SQU:
,C)
VORHUGUR
Vorið minnir okkur alltaf á öll þau Ijóð, sem góðskáld okkar hafa
sungið því til lofs og dýrðar. “Vorið er komið og grundirnar gróa“.
“Vorið góða, grœnt og hlýtt.“ “Vorið tánum tyllir, tindana át“ o.fl.
fallegt og gott.
Nú í lok maí, inni á vormiðju, finnst okkur vorið einn allsherjar
mansöngur.
Pess vegna leyfum við okkur hjá LHS að vera bjartsýn og vongóð
um að allir félagar okkar taki höndum saman við að selja happdrætt-
ismiða. Hver einasti miði þarfað seljast og Landspítalinn verður að
fá hjartaómsjána.
Happdrættið er nánar kynnt á öðrum stað í blaðinu.
Pað er víst orðin fastur ósiður hjá okkur hér í VELFERÐ að vera
sífellt að óska eftir hjálp við fjáraflanir, ogsíðan hælumst við um yfir
þvíað þetta og hitt hafi verið gert en gleymum að þakkafyrir hjálpina.
Við sendum því hér með hjartans þakkir til allra þeirra fjölmörgu
félaga sem ávalt eru reiðubúnir að hjálpa til, þegar við höfum sam-
band við þá.
Um þessar mundir er mikill og vaxandi áhugi á hverskyns líkams-
rœkt, og því er ástæða til að vekja sérstaklega athygli á HL-stöðinni
okkar, sem framkvæmdarstjórinn þar, Haraldur Steinþórsson segir
nánarfrá hér í blaðinu.
Nú er það auðvitað svo, að fjöldi félagsmanna okkar hefur hvorki
aðstöðu né tækifæri til að sækja æfingar hjá endurhœfingastöð eða
taka þátt í hópgöngum, en allir hafa aðstöðu og tœkifæri til að stunda
líkamsrækt, þótt stundum vilji verða minna úr framkvæmdum, ef
menn eru einir með sjálfum sér.
Og þá skulum við ekki gleyma því, að gönguferðir á vit náttúrunn-
ar að vorlagi gefa einstaklingnum oft meira í aðra hönd, ekki síst and-
lega, heldur en æfingar í hópsemd með vélrænni tækni.
Og allar endurhæfingar, öll viðhaldsþjálfun miða að einu og sama
marki, sem er: “Heilbrigð sál í hraustum líkama. “ Pað er vissulega
mannbætandi að blanda geði við fólk, sem mœtir mótlœti með æðru-
leysi og kjarki, eins og hjartasjúklingar gera.
En höfum jafnframt hugfast það sem kotbóndinn á heiðinni sagði,
þegar hann, aldinn að árum, dásamaði veruna þar í fásinninu og oft
hálfgerðu bjargarleysi: . . fóðrið kjarngott og kostasamt . . . OG
SVO PETTA MAKALAUSA NÆÐI.“
Hallur Hermannsson
Riti þessu er dreift ókeypis til allra félagsmanna Landssamtaka lijartasjúk-
linga, sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva, á læknabiðstofur, til ýmissa félaga-
samtaka og víðsvegar þar sem fræðslu- og kynningarrit liggja frammi.
3