Velferð - 01.06.1991, Blaðsíða 4
---------Amai? p@iam[Ki[Ki
SIGURÐUR HELGASON,
FORMAÐUR LANDSSAMTAKA HJARTASJÚKLINGA
STÖNDUM VÖRÐ UM
HAGSMUNAMÁL
HJARTASJÚKLINGA
Ávarp við setningu 1. þings LHS
22. mars 1991
Góðir fundargestir.
Ég býð ykkur 511 hjartanlega vel-
komin á málþing Landssamtaka
hjartasjúklinga, sem haldið er við
upphaf 1. þings samtakanna. Þing
verða í framtíðinni haldin á tveggja
ára fresti. Félagar á stofnfundi 8. okt.
1983 voru 230, en eru í dag 1907, og
hefur fjölgað um 330 á s.l. ári. Stofn-
uð voru 10 félög á s.l. ári um land allt
og eru þau deildir í Landssamtökun-
um. Samtökin voru stofnuð til þess
að standa þéttan vörð um hagsmuna-
mál hjartasjúklinga og gæta réttar
þeirra á öllum sviðum. Strax í upp-
hafi varsjúklingum sem fara áttu í að-
gerðir erlendis veittar margvíslegar
upplýsingar og málefni hjartasjúk-
linga voru kynnt. Samtökin beittu sér
fyrir fjársöfnunum og á árunum 1984
- 1990 voru heildarverðmæti gjafa um
25 milljónir, sem aðallega voru
tæki fyrir sjúkrahús víðsvegar um
landið og gjafir til endurhæfinga-
stöðva í Reykjavík og á Akureyri.
Landssamtökin hafa því ekki safnað
sjóðum eða eignum. Fjárhagsstaðan
er samt góð. Það var eitt af fyrstu bar-
áttumálum samtakanna að hjarta-
skurðaðgerðir yrðu gerðar hér á landi
og höfum við einmitt með tækja-
kaupum stutt að þessari heillaþróun.
Hjartasjúkdómar er mesti vágest-
ur sem herjar í hinum vestræna heimi
í dag. Guömundur Þorgeirsson yfir-
læknir hefur gert töflu, sem sýnir að
43% deyi af kransæðasjúkdómi, 7%
af heilablóðfalli og 4% af öðrum
hjartasjúkdómum eða alls 54%.
Nýlegar upplýsingar um niðurstöður
í Monica-rannsóknum, sem gerð var
af Hjartavernd sýna ótvírætt að dán-
artíðni vegna hjartasjúkdóma fer
lækkandi. Margt hefur komið í ljós
að undanförnu, sem eykur von okkar
og bjartsýni um að við með kröftugu
forvarnarstarfi og rannsóknum get-
um unnið fleiri sigra í náinni framtíð.
Á þessu málþingi verður kynnt könn-
un á mataræði íslendinga. Lykillinn
að því að við getum náð tökum á
hjartasjúkdómum eru bættar lífs-
venjur aukin hreyfing og neysla hollr-
ar fæðu. Rannsókn þessi mun án efa
færa okkur mikilvægar upplýsingar
sem að gagni munu koma í þeirri bar-
áttu.
Á síðasta þingi S.Í.B.S. var sam-
þykkt ályktun um að kanna og undir-
búa framkvæmdir við að auka rými
fyrir brjóstholssjúklinga með ný-
byggingum að Reykjalundi til endur-
hæfingar og langvistunar. Við sem
höfum notið dvalar á Reykjalundi til
endurhæfingar vitum hvílíkt gagn og
undur það er fyrir allar framtíðar-
horfur. Hér er því um brýnt hags-
munamál fyrir alla brjóstholssjúk-
linga að ræða sem þjóðin öll verður
Sigurður Helgason
4