Velferð - 01.06.1991, Side 5
að sameinast um að styrkja. Hjarta-
aðgerðir hér á landi hafa gefið njög
góða raun og mikil þekking á sjúk-
dómnum hefur og komið í kjölfarið.
Gætum við boðið upp á góðar endur-
hæfingar eftir aðgerðir, þá væri ekki
fráleitt að ætla að við gætum selt
þessa þjónustu erlendis.
Efla þarf allar rannsóknir, sem
snerta hjartasjúkdóma, enda er það
öruggasta leiðin til farsæls árangur.
Mikið af gögnum liggja órannsökuð
hjá Hjartavernd, en framlög ríkisins
á fjárlögum til rannsókna þurfa að
stóraukast eða aukin framlög al-
mennings.
Tóbaksreykingar er einn mesti
ógnvaldur er steðjar að heislu manna
í dag, þær eru ein af þremur helstu
áhættuþáttum hjartasjúkdóma. Evr-
ópudeild Alþjóðaheilbrigðisstofnun-
arinnar hefur sett það markmið að öll
Evrópa verði reyklaus árið 2000. Við
þurfum að taka á þessu mikla vanda-
máli af meiri festu í framtíðinni og
leggja meiri fjármuni í baráttuna. I
flestum vestrænum löndum hefur
hluti af tekjum vegna tóbakssölu ver-
ið varið til þessa átaks. í erlendum
blöðum og tímaritum ber mikið á að
auglýst séu hálfs mánaðar dvalar-
námskeið til þess að venja fólk af
reykingum. Par er samhliða lyfja-
meðferð lögð áherlsa á líkamlega
áreynslu og heit böð meðan á dvöl-
inni stendur. Hér virðist vera upplagt
tækifæri fyrir okkur íslendinga, því
hér eru bæði heitar og kaldar heilsu-
lindir, sundlaugar, leirböð og hollur
matur. Mikið gistirými er og fyrir
hendi hér á landi mestan hluta ársins
og er því hér tilvalið verkefni.
Að lokum skal á það bent að árið
1992 verður helgað baráttunni við
hjartasjúkdóma um heim allan og er
það einmitt mikilvægt að við látum af
hendi öflugt og vel skipulagt starf í
þessari þýðingarmiklu baráttu.
Tækifærin blasa alls staðar við
okkur, en engin árangur fæst, nema
við hefjum öflugt forvarnarstarf og
mun fátt borga sig betur. Skynsamleg
framtíðarstefna í heilbrigðismálum
gæti og orðið ein besta auglýsing fyrir
alla matvælaframleiðslu okkar og
stóreflt ferðaþjónustuna svo að
nokkuð sé tekið.
Að lokum er það einlæg ósk mín og
von að þetta málþing og síðan störf
fyrsta þings okkar verði landi og þjóð
til blessunar.
Ég lýsi þá formlega málþingið og 1.
þing LHS sett.
Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvœð-
inu hélt vorfund að Hótel Sögu 7. júnís.l.
Þá var happdrœttið okkar kynnt og sýnd-
ur Corsica-bíllinn.
Eitt af því sem samþykkt var á þingi
LHS 23. mars s.l. var að efna til
skyndihappdrættis í sumar, og reyna
á þann hátt að safna fé til kaupa á óm-
sjá fyrir Landspítalann, en það er
nýtt rannsóknartæki, sem Ragnar
Daníelssen læknir segir nánar frá hér
í blaðinu.
Væntanlega verða happdrættis-
miðarnir komnir í sölu um svipað leiti
og þetta blað kemur út. Gefnir verða
út 35.000 miðar. Hver miði kostar
500 kr. Vinningar eru 3 bílar, (sjá
mynd) að verðmæti kr. 3.407.000,00
og er því vinningshlutfall 19,5 %.
Við heitum á alla félagsmenn okk-
ar að leggja okkur lið við sölu happ-
drættismiðanna, því að hver einasti
miði á að seljast, og þar með getum
við sagt: Aðeins dregið úr seldum
miðum...
Félagar í LHS eru nú orðnir rúm-
lega 2.000, og má því segja að það séu
ekki margir happdrættismiðar sem
hver félagsmaður þyrfti að selja til að
selja upp. En ekki náum við til allra,
því miður, gerið okkur því þann
greiða að hringja á skrifstofuna til
okkar í síma 25744 eða 625744 kl.
Jón Þór Jóhannsson formaður Reykja-
víkurfélagsins og Rúrik Kristjánsson for-
maður fjáröflunarnefndar standa við bíl-
inn með auglýsingaskiltið á milli sín.
13.00 - 17.00, og þá sendum við ykk-
ur þá miða sem þið takið að ykkur að
selja. Engir miðar verða sendir inn
um bréfalúguna til ykkar, nema í
samráði við ykkur sjálf.
ÓMSJJ r \- LEIÐ TIL LÆKNINGA
k II íl
Ágóði rennurtil kaupa á hjartaómsjá fyrír Hjartadeild ta ndspitalans
Vinningar 3 bilar að verðmæti 3.407.000 kr.
Dregið verðnr 15. september 1991
Miðaverð 500 kr.
LANDSSAMTÖK HJARTASIÚKLINGA
SKYNDI-
HAPPDRÆTTI
1. JÚNÍ- 15. SEPTEMBER 1991
5