Velferð - 01.06.1991, Síða 7
RÆÐA FINNS INGÓLFSSONAR
Finnur Ingólfsson
aðstoðarmaður
heilbrigðisráðherra
mætti á þingi LHS í
forföllum Guðmundar
Bjarnasonar og fer ræða
hans hér á eftir.
Heilbrigðisyfirvöld reyna á hverjum
tíma að fylgjast með heilsufari lands-
manna og því hvaða sjúkdómar eru
helstir örorkuvaldar og hvaða sjúk-
dómar eru aðaldánarorsakir.
í þjóðfélagi okkar í dag fer þetta
ekki saman því að helstu orsakavald-
ar örorku eru langvarandi sjúkdóm-
ar, sem fólk getur fengið á mjög ung-
um aldri svo sem geðsjúkdómar og
sjúkdómar í stoðkerfi líkamans, en
þeir sjúkdómar sem eru aðal dánar-
orsök eru venjulega þeir sem fólk fær
eftir miðjan aldur.
Á þessari öld hafa þeir sjúkdómar,
sem hafa verið aðal dánarvaldar, að-
allega verið þrír.
í byrjun aldarinnar og fyrstu fjóra
áratugina var berklaveiki langskæð-
asti sjúkdómurinn, bæði sem örorku-
valdur og dánarorsök því að hún
lagðist ekki síður á unga en aldraða,
og þeir sem lifðu af sjúkdóminn báru
þess venjulega menjar.
Rétt fyrir miðja öldina þegar
berklar létu undan síga varð krabba-
mein um tíma aðaldánarorsök lands-
manna, en það varð ekki lengi því
strax upp úr 1950 verða hjartasjúk-
dómar aðaldánarorsök og þannig
hefur það verið síðan.
Segja má að hjartasjúkdómar hafi
að mörgu leyti hagað sér líkt og far-
aldur því er ekki furða þótt gripið hafi
verið til ýmissa ráðstafana af hálfu
heilbrigðisyfirvalda til þess að ná tök-
um á og fyrirbyggja þennan sjúkdóm.
Þar sem hjartasjúkdómar eru sá
sjúkdómur, sem tíðastur er sem dán-
arorsök í flestum löndum Evrópu og í
Norður-Ameríku er ljóst að miklar
rannsóknir hafa farið fram, bæði á or-
sökum sjúkdómsins og lækninga-
möguleikum, og íslendingar hafa
notið góðs af því að íslenskir læknar
hafa aflað sér menntunar um þessa
sjúkdómaflokka eins og aðra erlend-
is.
Rannsóknaaðstaða vegna hjarta-
sjúkdóma hefur verið að byggjast
upp á stærstu spítölum landsins síð-
ustu 20 árin og nú er svo komið að
mjög góð rannsóknaraðstaða er
vegna þessara sjúkdóma á stærstu
spítölunum, en Landspítalinn hefur
verið byggður upp sem sérstök rann-
STEFAHÍA
Hafnarstræti 85 Tel(96)26366
7