Velferð - 01.06.1991, Page 8

Velferð - 01.06.1991, Page 8
sókna- og meðferðastofnun að þessu leyti. Síðasti áfangi í þeirri uppbyggingu var upphaf hjartaskurðlækninga þeg- ar tókst að flytja meginhluta kransæðaaðgerða til landsins og sá árangur sem náðst hefur hér á landi í þeim aðgerðum var frá upphafi betri en menn höfðu gert ráð fyrir, þannig að nú velja menn fremur að fara í hjartaaðgerð hér á landi heldur en er- lendis. Vissulega eru ákveðnar tegundir hjartasjúkdóma sem ekki eru !ænk- aðar hér, en í aðaldráttum getum við verið mjög ánægð með það starf sem tekist hefur að byggja upp á þessu sviði á síðustu árum. Lengi var um það rætt hvort það væri fjárhagslega hagkvæmt að flytja hjartaskurðlækningar til landsins. í alveg nýrri skýrslu Ríkisendur- skoðunar um stjórnsýsluendurskoð- un hjá Ríkisspítölum kom í ljós að hver hjartaaðgerð á Ríkisspítölum kostar í dag, að mati Ríkisendur- skoðunar 850 þús. krónur. í þessum kostnaði er ekki innifalinn kostnaður vegna tækjakaupa og húsnæðis. Kostnaður Tryggingastofnunar ríkisins af því að senda hvern hjarta- sjúkling til Bretlands í dag er um 1 milljón króna. Þá er það ljóst að það er að minnsta kosti ekki fjárhagslega óhagkvæmt að gera hjartaaðgerðir hér á landi og auka þær. Við erum í dag hér saman komin vegna fyrsta formlega þings Lands- samtaka hjartasjúklinga. Það er ekki nýtt að sjúklingahópar með ákveðna sjúkdóma stofni sam- tök sín í milli. Um það hef ég ekki neitt nema gott eitt að segja og á hitt ber að líta að venjulega eru slík sjúklingasamtök ekki aðeins kröfuhópur heldureinnig lyftistöng sem vinna sjálf að málefn- um þeim sem um er að ræða. Þannig sé ég að Landssamtök hjartasjúklinga hafa á árunum 1984- 1990 gefið gjafir til ýmissa stofnana, aðallega sjúkrahúsa og endurhæf- ingastöðva sem nema yfir 25 milljón- um króna. Fyrir þessa þátttöku í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu ber að þakka. Heilbrigðisráðuneytið hefur alltaf reynt að hafa góða samvinnu við öll samtök sjúklinga og Landssamtök hjartasjúklinga eru þar engin undan- tekning. Ég vil í þessu sambandi sér- staklega minna á góða samvinnu um að koma upp endurhæfingaraðstöðu fyrir hjartasjúklinga á Reykjalundi á sínum tíma, en einnig endurhæfing- arstöðvarnar sem settar hafa verið á stofn í Reykjavík og á Akureyri fyrir þá sem þurfa að viðhalda þjálfun sinni. Ég vil að lokum flytja Landssam- tökum hjartasjúklinga kveðjur og árnaðaróskir. ‘'R£S»-Í1 : dsV« r.«0y ‘.ÍBBttTt**-® sðgg 1 15 MANAÐA VERÐTRYGGÐ M E E) 7 % VOXTUM L Landsbanki ísiands Banki allra landsmanna 8

x

Velferð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.