Velferð - 01.06.1991, Síða 9
GREINING
HJARTASJÚKDÓMA
MEÐ H JARTAÓMUN
eftir Ragnar Daníelsen. Höfundur er sérfræðingur í
almennum lyflækningum og hjartasjúkdómum og
starfar á hjartadeild Landspítalans
INNGANGUR
Hjartaómum er rannsóknaraðferð
sem einkum hefur verið þróuð und-
anfarin 15 ár til greiningar og mats á
ýmsum hjartasjúkdómum. Rann-
sóknaraðferðin byggir á bergmáls-
tækni þar sem sendar eru hátíðni-
hljóðbylgjur inn til hjartans frá
svokölluðum ómbreyti sem venju-
lega er settur á brjóstvegg sjúklings-
ins. Hljóðbylgjurnar endurkastast
frá hjartanu og eru numdar af óm-
breytinum. Með aðstoð kröftugs
tölvubúnaðar er síðan sköpuð óm-
mynd af útlitsgerð hjartans í tvívídd
sem sjá má á sjónvarpsskermi. I
grundvallaratriðum er um að ræða
samskonar bergmálstækni og sjó-
menn nota í fiskileitartækjum. Með
sérstakri ómtækni, Doppler aðferð,
er auk þess hægt að meta blóðflæði
um hjartað. Doppler-ómun hefur
þróast ört frá því að vera einfaldar
hraðamælingar á blóðflæði um hjart-
að yfir í lita-ómun þar sem allt blóð-
streymi um hjartahólf og lokur er
kortlagt í litum.
NOTKUNARSVIÐ
HJARTAÓMUNAR
Kransæðasjúkdómur og afleiðing
hans er algengasti hjartasjúkdómur-
inn í vestrænum þjóðfélögum í dag.
Við bráða kransæðastíflu verður
skemmd á hjartavöðvanum í mis-
munandi mæli. Með tvívíddarhjarta-
ómun er nákvæmlega hægt að stað-
setja og meta útbreiðslu
Ragnar Daníelsen
skemmdarinnar á hjartavöðvanum
og hvernig hjartað starfar í kjölfar
hjartaáfallsins. Kransæðamyndataka
með skuggaefnisinndælingu í
kransæðar er hins vegar nauðsynleg
til að staðsetja þrengsli eða lokun á
kransæðum. Stundum er hægt að
gera útvíkkun á þrengslum í krans-
æðum eða jafnvel opna lokaða æð. í
öðrum tilfellum er kransæðaaðgerð
besta lausnin. Hjartaómun er einföld
og skjót aðferð til þess að meta ár-
angur fyrir og eftir slík inngrip á starf-
semi hjartavöðvans.
Til að meta iokusjúkdóma þurfti
áður yfirleitt að gera hjartaþræðingu.
Hjartaómun hefur stórlega fækkað
slíkum þræðingum eða einfaldað þær
og oft gert þær ónauðsynlegar. í
mörgum tilfellum er hjartaómun nú
talin nákvæmari og betri aðferð til
þess að meta flókna lokugalla og af-
leiðingar þeirra á starfsemi hjartans.
Stundum geta sýkingar lagst á hjarta-
lokur og skemmt þær. Hjartaómun er
besta aðferðin sem völ er á til grein-
ingar slíks ástands. Það sama gildir
um flesta meðfædda hjartasjúk-
dóma, þar gefur hjartaþræðing í dag
sjaldnast viðbótarupplýsingar við
góða rannsókn með hjartaómun.
Kosturinn við hjartaómun er að
hægt er að framkvæma hana í skyndi,
jafnvel við rúmstokk sjúklings, þegar
upp koma bráð vandamál, t.d. með-
an á hjartaaðgerð stendur eða eftir á.
Er þá með skjótum hætti hægt að
meta sjúkdómsástand og gera viðeig-
andi ráðstafanir.
Sjúkdómar í hjarta eru oft undir-
liggjandi orsök heilaáfalla, sem í
versta falli geta leitt til lamana eða
dauða sjúklings. Við ýmsa hjarta-
sjúkdóma geta myndast segar í hjart-
anu. Hlutar þeirra geta losnað og
rekið með blóðstraumnum til heila
eða annarra líffæra og þannig valdið
skaða. Með hjartaómun er í mörgum
tilfellum hægt að greina slíka undir-
liggjandi sjúkdóma og mæla með við-
eigandi meðferð.
NÝJUNGAR í HJARTAÓMUN
Hjá sumum sjúklingum með lang-
vinna lungnasjúkdóma, offitu. eða
aðra aflögun á brjóstvegg getur verið
framh. hls. II
9