Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 11

Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 11
framh. afbls. 9 erfitt að fá góða ómmynd af hjartanu gegnum brjóstvegginn. Um miðjan 7. áratuginn var farið að þróa hjarta- ómunaraðferð þar sem ómbreytirinn var settur niður í vélindað á útbúnaði er líkist umbreyttu magaspeglunar- tæki. Ómbreytirinn liggur þá þétt að hjartanu aftanverðu og má í flestum tilfella fá óvenju skýrar myndir. Að- ferðin opnaði annan glugga að hjart- anum og bætti stórlega möguleika á greiningu ýmissa hjartasjúkdóma. Vélindislæg hjartaómun er einnig notuð við stórar aðgerðir til þess að meta starfsemi hjartans og t.d. við flóknar aðgerðir á hjartalokum. Er þannig hægt að meta árangur aðgerð- ar áður en brjóstholi er lokað og get- ur það í ýmsum tilfellum sparað end- uraðgerð. Með vélindislægri ómun má einnig, með því að snúa ómbreyt- inum í vélinda 180 gráður, skoða ósæðina, stærstu slagæð líkamans aft- anvert í brjóstholinu og greina sjúk- dóma í æðinni. Þótt hjartaómun sé yfirleitt fram- kvæmd í hvíld er einnig mögulegt að meta starfsemi hjartans. undir álagi með þessari aðferð. Hægt er að auka álag á hjartað með því að láta sjúk- ling erfiða, með gjöf lyfja er örva starfsemi hjartavöðvans, eða með raförvun. Hafa rannsóknir síðustu ára leitt í ljós að álagshjartaómun er í vissum tilfellum nákvæmari aðferð til að greina þrengsli í kransæðum en hefðbundin álagshjartarit. HJARTAÓMUN Á LANDSPÍTALANUM Hjartaómanir á Landspítalanum hófust þegar 1979 með tilkomu tækis þar sem hægt var að fá einföld hreyfi- ómrit. Vegna örrar þróunar í gerð rannsóknartækja, kom brátt fram ný ómunartækni, og gáfu Landssam- Tœki til hjartaómunar af nýjustu gerð. Útbúnaður til ómunar afhjarta frá vélinda. tök hjartasjúklinga hjartadeildinni nýtt hjartaómunartæki 1983 er gaf möguleika á tvívíddarhjartaómun og vissum hraðamælingum í hjarta með Doppler-ómun. Var það gott tæki á sínum tíma, en vegna örrar tækniþró- unar stenst það ekki nútímakröfur, hefur það til að mynda ekki mögu- leika á litaómun. Notkun hjarta- ómunar á hjartadeild Landspítalans hefur farið hratt vaxandi. Gerðar voru um 200 rannsóknir fyrstu 2 árin, á síðasta ári var rannsóknafjöldi um 1500 og stefnir í um 2000 á þessu ári. Ljóst er að núverandi tækjakostur spítalans stendur ekki undir slíkum rannsóknafjölda né þeim gæðakröf- um sem gerðar eru til hjartaómunar í dag. Benda má á, að með tilkomu hjartaskurðlækninga á Landspítalan- um hafa kröfur til hjartarannsókna með ómtækni aukist enn frekar. Auk þess hefur fjöldi þeirra sjúklinga er gengist hefur undir hjartaaðgerð vegna kransæðaþrengsla, hjartaloku- sjúkdóms, eða meðfæddra hjarta- galla aukist með árunum. Margir þessara sjúklinga þarfnast reglulegs eftirlits þar sem hjartaómun er mikil- vægt hjálpartæki. LOKAORÐ Þegar er ljóst að þörf er á nýju tæki til hjartadeildar Landspítalans svo hún standi undir auknum kröfum um þjónustu á sviði hjartaómunar, en deildin hefur verið vanbúin til þess undanfarið. Þarf átak til að bæta úr því ef Landspítalinn á ekki að dragast aftur úr þróuninni. Nýju tæki þarf jafnframt að fylgja búnaður til vél- indislægrar hjartaómunar. Eingöngu með því að fylgjast með í tækniþróun á sviði hjartaómunar getur hjarta- deild Landspítalans tekist á við verk- efni framtíðarinnar í hjartalækning- um. Grindin sf. T résm íðaverkstæði, Hafnargötu 9a, 240 Grindavík. Sími 68574, Fax 68296. Kt. 62.01.79-0369, vsk.nr. 9663. SÍMI 96-71303 WSsiGLUFJARÐARUEIÐ Farsímar 985-27450 & 985-27455 Sigurdur HHmarsson heima 71391 11

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.