Velferð - 01.06.1991, Page 20
læknir og sjúkraþjálfari sem velja
hvaða myndband er við hæfi allt eftir
líðan hvers og eins. Myndböndin eru
alls fjögur. Númer I er með léttustu
æfingunum, það ijörða með erfið-
ustu. Mikil fræðsla er á böndunum
bæði í byrjun og inn á milli æfinga.
Ef til vill væri það verkefni fyrir
samtök á borð við ykkur að láta gera
slík myndbönd, Myndbönd þessi
myndu fyrst og fremst nýtast þeim
sem ekki komast í endurhæfingu
strax eftir hjartaáfall eða aðgerð.
Einnig þeim sjúklingum úti á landi
sem ekki geta tekið þátt í gönguhóp-
um t.d. yfir vetrarmánuðina o.s.frv.
Lokaorð.
í lokin langar mig til að draga sam-
an í stuttu máli það sem mér finnst
mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er
um endurhæfingu hjartasjúklinga.
Fyrst skal talin sú brýna þörf á, að
stefnumótun verði gerð fyrir hjarta-
endurhæfingu á öllu landinu.
í öðru lagi að þjálfunin getur aldrei
staðið ein sér. Endurhæfing sam-
anstendur af mörgum þáttum. Öðru-
vísi næst ekki hámarks árangur.
Fundargestir á 1. þingi LHS 22. mars 1991.
í þriðja lagi vil ég nefna að ég tel að
við eigum eftir að ná til fjölmargra
varðandi viðhaldsþjálfunina. Við
höfum aðeins náð til eldhuganna. Á
endurhæfingarstöð hjarta- og
lungnasjúklinga HL-stöðinni fengum
við fróðlegt bréf í hugmyndabankann
okkar. Bréfið var frá einum af þátt-
takendum okkar í þjálfuninni sem er
rétt um fertugt. Þessi einstaklingur
lýsti því fyrir okkur hvernig líðan
hans var þegar hann kom í fyrsta tím-
ann hjá okkur. Hann hafði ekki kom-
ið inn í leikfimissal í 30 ár. Það er
fjöldi fólks sem hefur óþægilegar
minningar frá margskonar þáttöku í
hreyfingu frá liðnum árum. Margir
hafa aldrei upplifað þá notalegu til-
finningu sem hæfileg hreyfing veitir.
Til þessarra einstaklinga eigum við
eftir að ná. Og móttökur þeirra þegar
þeir koma skipta sköpum um það,
hvort okkur tekst að halda þeim nógu
lengi þannig að þeir fari að finna
hversu gott hreyfingin gerir þeim.
Ég ætlaði að ljúka máli mínu með
því að óska ykkur ánægjulegra daga á
þingi landssamtakanna, og vitna í
hina helgu bók. “Varðveit hjarta þitt
framar öllu því þar eru uppsprettur
lífs þíns.
Orðskviðirnir 4. 23
GOTT VERÐ
SENDUM HEIM
HAGSTÆÐ
KJÖR
15cm
FANGELSIÐ
LITLA-HRAUNI
Sölusífni
98-31104
820 EYRARBAKKI
MÖRGUM
VERDUR
GÆTNIN
AD GAGNI!
% wí'
t&ssgsgs
e*
SÉRTU AKANDL
„VERTU VAKANDI!
Tryggingafélag bindindismanna
LAgmúla 5 - 108 R«ykii»lk • Slml 67 97 00
20