Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 27

Velferð - 01.06.1991, Qupperneq 27
ALLIR LANDSMENN 30 ÁRA OG ELDRI: VERÐI KÓLESTERÓL- OG BLÓÐÞRÝSTINGSMÆLDIR! Jafnframt verði gerð könnun á mataræði og reykinga- venjum landsmanna. Slík könnun fari fram á 5 ára fresti. Eftirfarandi tillaga frá stjórn LHS var samþykkt á 1. þingi Landssamtaka hjartasjúklinga 23. mars s.l. Fyrsta þing LHS skorar á heilbrigðisráðherra að láta fara fram á næstu þremur árum skoðun allra landsmanna 30 ára og eldri, til mælinga á kólesteroli og blóðþrýstingi. Skoðun þessi verði endurtekin á 5 ára fresti. Einnig fari fram skýrslu- gerð og verði jafnframt gerð könnun á reykingum og matar- æði viðkomandi fólks. Rannsókn þessi verði gerð undir stjórn heilbrigðisráðherra og að sjálfsögðu með þátttöku allra héraðslækna, sjúkra- húsa og heilsugæslustöðva. Þing LHS leggur til að samtökin styðji skipun þessa með fjárframlagi, ef þess er þörf. Sigurður Helgason, formaður LHS. var flutningsmaður meðfylgjandi tillögu. Þorbjörn Árnason var fjörutíu og tveggja ára gamall þegar hann fékk hjartaáfall. í viðtali við Morgunblað- ið 7. apríl sl. sagði hann að hugsan- lega hefði of mikil vinna, streita og svefnleysi ráðið miklu um hvernig fór. Þorbjörn, sem er lögfræðingur að mennt, var m.a. framkvæmdar- stjóri Loðskinns um Ieið og hann sat í bæjarstjórn Sauðárkróks. Hann segir í viðtalinu: „Flestir íslendingar vinna mikið og mjög margir við skrifborð þar sem hreyfingarleysi og streita fylgjast að. Menn bæta oft endalaust við sig vinnu eins og ég gerði þar til það fer að ganga á svefninn. Ég sofn- aði til dæmis oftast strax en átti það til að vakna aftur eftir tvo til þrjá tíma. ÞORBJÖRN ÁRNASON SAGTUM HJARTA- SJÚKDÓMA Margir þykjast ekki muna drauma, en slæmir draumar eru oft vísbending um að menn nái ekki að slaka á. Sjö til átta tíma svefn er nauðsynlegur, og ef menn ná honum ekki með eðlileg- um hætti, þá er ekkert niðurlægjandi að taka inn lyf til að rjúfa þann víta- hring sem menn komast í þegar þeir sofa lítið sem ekkert. Ég var tregur til að viðurkenna þetta og reyndi að þreyta mig svo ég sofnaði strax, en andlega þreytan er oft verri en sú lík- amlega og getur endað með hjartaá- falli eins og hjá mér.“ Á HEIMSMÆLIKVARÐA Eftir dvöl á Borgarspítalanum og síð- ar í endurhæfingu á Reykjalundi seg- ir hann: „Mér finnst ég ekki verr á vegi staddur en ég var, kannski betur. Ég hef byggt upp líkamlegt og andlegt þrek og þekki nú betur takmörk mín. Það var í raun mesta áfallið að ég, Þorbjörn, skyldi verða fyrir þessu. Ég sem alltaf var svo hraustur! Aldrei orðið misdægurt. En ég hef nú jafnað mig á því og það er endurhæfingunni hér á Reykjalundi að þakka. Ég tel þessa stofnun vera á heimsmælikvarða og það er mikið öryggi fyrir hjartasjúk- linga að vita af henni og geta leitað sér endurhæfingar hjá öllu þessu frá- bæra fólki sem hér starfar." 27

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.