Velferð - 01.04.2000, Page 3
VELFERÐ
Merkí á mann!
Á hausti komanda verða aðildar-
félög Landssamtakanna 10 ára, að
Neistanum undanskildum. Það er
svo sem ekki hár aldur, en
starfsemin er því öflugri auk þess
sem margir góðir hlutir liafa
áunnist. Samtakamáttur félaganna
er mjög góður, t.d. hefur jólakortasala gengið mjög vel
öll árin.
Rauða hjartað er selt annað hvert ár og nú í maí er
einmitt merkjasala og mun ágóði af þeirri sölu renna til
tækjakaupa á landsbyggðinni. Áhersla hefur verið lögð
á að félagarnir sjálfir annist alla sölu, sé þess nokkur
kostur. Á flestum stöðum á landinu eru nú starfandi
H.L. stöðvar auk gönguhópa sem efla bæði samheldni
og auka þrótt og lífslíkur félaganna.
Mikil framför hefur orðið í læknavísindum á öllum
sviðum hjartalækninga. Ný tækni kallar á ný tæki og
tól. Samtökin liafa reynt eftir mætti að styðja við bakið á
okkar færu læknum og hjúkrunarfólki með tækja-
kaupum því þau eiga það besta skilið.
En vandamál með t.d. gjörgæslu og aðbúnað fyrir
hjartaþræðingar og blástur ráðum við ekki við.
Ég skora á alla félagsmenn og aðstandendur þeirra
að taka þátt í merkjasölunni 4., 5. og 6. maí n.k. sjálfum
okkur og þjóðfélaginu í heild til heilla, því það er bæði
ódýrara og betra fyrir samfélagið að hafa vinnufæran
mann en óvinnufæran.
Markmið okkar er : Merki á mann.
Gísli J. Eyland
Formaður Landssamtaka hjartasjúklinga
Neistinn
Styrktarfélag hjartveikra barna
Aðalfundur
Neistans
verður haldinn í Seljakirkju
11. maí nk. og hefst kl. 20.00
Sumarferð Neistans
Helgina 7.-9. júlí ætla félagsmenn í Neistanum að halda árlega
sumarhátíð sína að Dæli í Víðidal, Vestur-Húnavatnssýslu.
Að venju verður margt um að vera. Öll aðstaða er til fyrirmyndar
og má m.a. nefna að í boði eru sex smáhýsi og tvö stærri sumarhús
sem standa félagsmönnum til boða gegn vægu gjaldi. Þeir sem
áhuga hafa á þessum húsum eru beðnir að hafa samband við Inga
Bjarnar GSM 891-9393 eða með tölvupósti: ingi@vifilfell.is
Markmið íslenskrar erfðagreiningar
• Að vinna að rannsóknum í mannerfðafræði til að auka þekkingu og skilning á orsökum sjúkdóma. Þekking
• Að nota þessa þekkingu til að bæta greiningu og meðferð. í allra þágu
• Að nýta sérstöðu íslensku þjóðarinnar í þágu erfðavísinda og skapa menntafólki áhugaverð atvinnutækifæri á Islandi.
• Að efla heilsuvernd, menntun og rannsóknir í líf- og læknisfræði í samvinnu við heilbrigðis-, rannsóknar- og menntastofnanir. 4á r
• Að byggja upp öflugan líftækniiðnað á Islandi. ÍSLENSK W^M ERFÐACREINING
Velferð 3