Velferð - 01.04.2000, Side 4
Aðalfundur Félags hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu
Ný lög félagsins samþykkt
Vilhjálmur B. Vilhjálmsson ávarpar fundargesti. (Ljósm. frá aðalfundinum SJ og Rúrik).
Aðalfundur Félags lijartasjúklinga
á Reykjavíkursvæðinu var haldiim
25.mars í Arsal Hótel Sögu. Aidí
venjulegra aðalfundarstarfa og
lagabreytinga flulli Anna Lilja
Gunnarsdóttir forstöðumaður
þróunar- og liagdeildar Land-
spítala-háskólasjúkrahúss, erindi
uni stöðuna í hjartaaðgerðum og
sameiningu sjúkraliúsanna. Vil-
Nokkur halli á
rekstri Reykjavíkur-
félagsins 1999
Tekjur Félags hjartasjúklinga á
Reykjavíkursvæðinu námu 1.085.015 á
sl. ári, en gjöld 1.262.926. Veittir vom
styrkir að upphæð 167 þús. Þannig að
gjöld umfram tekjur voru 245 þús. kr.
Eigið fé í árslok nam 848 þús. kr.
Talsverðar sveiflur eru á tekjuhlið
félagsins milli ára, þannig var 135 þús.
kr. hagnaður árið 1998 og búast má við
hagnaði nú í á þar sem hlutur félagsins
af merkjasölu verður eflaust
umtalsverður.
Gjaldkeri félagsins er Rúrik
Kristjánson.
hjálmur B. Vilhjálmsson, for-
maður Félags hjartasjúklinga á
Reykjavíkursvæðinu, setti aðal-
fundinn og sagði þá m.a.:
Starf félagsins á liðnu starfsári hefur að
mestu verið með hefðbundnum hætti, sem
felst m.a. í því að taka þátt í hjartagöngu
einu sinni á ári, sölu á jólakortum og að
halda fræðslufund á milli aðalfunda. Til
viðbótar er nú farið að ganga á hverjum
laugardegi allan ársins hring og er það
ánægjuleg viðbót í starfi félagsins.
A síðasta aðalfundi félagsins var
samþykkt tillaga um að lög Félags
hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu
verði endurskoðuð. Sérstök laganefnd var
skipuð, en í henni áttu sæti þeir Jón
Mýrdal, fulltrúi stjórnar félagsins, Jón
Magnússon, lögfræðingur og Guðmundur
Magnússon, fv. fræðslustjóri.
Jón Mýrdal kvaddi nefndina saman og
lagði nefndin fram tillögur til stjórnar
félagsins sem fjallaði um tillögurnar og er
fyllsta sátt um þær tillögur um ný lög sem
fram verða lögð hér á eftir. Ég vil þakka
nefndinni sérstaklega fyrir vandaða vinnu
og vænti þess að fundurinn meti tillögurnar
með jákvæðum hætti. ( Lagabreytingarnar
voru samþykktar samhljóða og eru nýju
lögin birt á bls. 19.)
Vilhjálmur sagði frá síðasta fræðslu-
fundi félagsins sem var mjög fjölmennur,
en um 16o-17o manns sóttu fundinn og var
fjallað um hann í sfðasta tölublaði
Velferðar.
Merkjasala
Eins og fundarmenn vita, sagði Vilhjálmur,
þá standa Landssamtök hjartasjúklinga
fyrir merkjasölu til fjáröflunar annað hvert
ár. t byrjun næsta mánaðar verður
merkjasala eða nánar tiltekið 4.5. og 6. maí
nk. og bið ég ykkur góðir fundarmenn að
veita aðstoð eftir mætti.
Merkjasalan er góð tekjulind fyrir
félögin þar sem 25% af sölunni rennur til
þeirra félaga sem annast söluna.
Ágóðanum af merkjasölunni mun að
þessu sinni varið til eflingar HL stöðva um
land allt. Sumar HL stöðvarnar eru mjög
vanbúnar tækjum og alltaf þarf að
endurnýja og bæta.
Merkjasalan er okkur mikils virði og í
okkar röðum eru margir duglegir félags-
menn, vandinn hjá okkur er að fá nógu
marga því um er að ræða skemmtilegt
samstarf okkar fólks á sölustöðum
Gerður hefur verið stór félagsfáni til
notkunar á fundum eða öðmm samkomum
eftir því sem við á.
Þá hefur félagið í undirbúningi að þýða
úr norsku kennslugögn fyrir þá hjarta-
sjúklinga sem vilja aðstoða hjartasjúklinga
sem bíða frekari þjónustu.
10 ára afmælið
Félagið okkar verður tíu ára í haust og
höfum við tekið frá Súlnasal Hótel Sögu 16.
sept. nk.
Næsta þing LHS verður haldið dagana
22.-23. september í Rúgbrauðsgerðinni.
Þetta er 6. þing samtakanna og munu 6o
fulltrúar sitja þingið.
Bæklingurinn Eru Ijón í veginum var
nýverið gefinn út af landssamtökunum,
þykir hann mjög góður og hefur verið
sendur víða.
Sú breyting hefur orðið á skrifstofunni
að Ingólfur Viktorsson hætti störfum vegna
aldurs. Ingólfi eru þökkuð farsæl og
árangursrík störf í okkar þágu. I stað
Ingólfs hefur Ásgeir Þór Árnason verið
ráðinn, en hann er þekktur sem reyndur
forystumaður í okkar röðum.
4 Velferð