Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 6

Velferð - 01.04.2000, Blaðsíða 6
r • • Ur erindi Onnu Lilju Gunnarsdóttur á fundi Reykjavíkurfélagsins: Við erum með endurhæfingar- þjónustu á heimsmælikvarða Anna Lilja. Gunnarsdóttir flytur erindi sitt. Anna Lilja hóf mál sitt á að ræða um þróunina í meðferð lijarta- sjúkdóma sem henni fannst í rami stórkostlega góð eins og fram kemur í niðurstöðum Monika rannsóknarimiar hjá Hjartavernd. Anna talaði út frá glærum og birtum við hér nokkrar þeirra með skýringum hennar. Arangur af meðferð hjartasjúkdóma Það hefur orðið dramatísk lækkun dauðsfalla á árunum 1981-1996 vegna kransæðastíflu eða um 57% hjá körlum og 42% hjá konum. Það er líka til fyrirmyndar í okkar heilbrigðiskerfi, sagði Anna Lilja, hve aðgengi heilbrigðisþjónustunnar er gott og að við höfum engar aldurstakmarkanir varðandi aðgerðir eins og tíðkast hjá nálægum þjóðum. Þetta skilar sér m.a í fyrirbyggingu hjartasjúkdóma og vel skipulagðri endurhæfingu. Anna Lilja benti einnig á aukna notkun sólarhringshjartaritunar á Landspítala Hringbraut og vaxandi fjölda áreynsluprófa (um 44o árið 1999) Hún hrósaði landssamtökum hjartasjúklinga fyrir góða frammistöðu í fræðslumálum og tók sem dæmi bæklinginn Eru ljón í veginum sem henni fannst fjörlega ritaður með skemmtilegum rnyndum. Svona fræðsla getur gert kraftaverk. Anna Lilja sagði samstarf ráðuneytisins og fjölmiðla almennt gott þannig að auðvelt væri að koma frá sér gagnlegum upplýsingum til almennings. Ég hef eftir Árna Kristinssyni, hjarta- lækni, að við séum með endurhæfingar- þjónustu fyrir hjartasjúklinga á heimsmælikvarða, hélt Anna Lilja áfram. Við verðum að varðveita vel þennan árangur enda er hann liður í hinum góða árangri í baráttunni við hjartasjúkdóma hér á Islandi. Endurhæfing er í boði víða, á spítulum, á Reykjalundi og á HL stöðvum víða um landið. Sameining sjúkrahúsanna Sameiningin er gerð m.a. með það fyrir augum að bæta þjónustu spítalanna, sagði Anna Lilja, að sameina sérgreinar, með því að efla sérþekkingu og sérhæfingu til að auka gæði þjónustunnar. Efling teymisvinnu í kjölfar sameiningar ætti einnig að auka þekkingu og þjónustu. Við búumst við að þjónusta verði hagkvæmari með því að draga úr tvöföldun á þjónustu og dýrum tækjum. Verið er að skoða endurhæfingarframboð spítalanna, Reykjalundar og Reiri til að samræma aðgerðir á þessu sviði sem best. Framundan er t.d. samstarfssamningur við Reykjalund. I fyrirspurnatíma að erindinu loknu var Anna Lilja beðin um að fara með þá ósk til ráðuneytisins að hafa biðlistana sem allra stysta því það væri mikil áreynsla fyrir sjúklinga að bíða lengi eftir aðgerðum. frh. á bls. 9 ^spran m SPARISJÓBUR REYKJAVÍKUR Oú NÁGRENNIS DELYA veljum íslensk gæðalyf 6 Velferð

x

Velferð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.