Velferð - 01.04.2000, Qupperneq 19

Velferð - 01.04.2000, Qupperneq 19
Lög fyrir Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkursvæðinu 1. gr. Nafnið er Félag hjartasjúklinga á Reykjavíkur- svæðinu FHR og er deild í Landssamtökum hjartasjúklinga LHS. Heimili og varnarþing félagsins er í Reykjavík. 2. gr. Hlutverk félagsins er að vinna að hagsmunamálum hjartasjúklinga í samræmi við markmið LHS. Félagið mun stuðla að góðri samvinnu við félög hjartasjúklinga og önnur félagasamtök, sem vinna að velferðarmálum. 3. gr. Félagsmenn geta allir hjartasjúklingar orðið ásamt þeim, sem styðja tilgang LHS og eru búsettir í Reykjavík, Seltjarnarnesi, Kópavogi, Garðabæ, Hafnafirði, Bessastaðahreppi, Mosfellsbæ og Kjósarhreppi. Innganga nýrra félaga er háð samþykki félags- fundar. Stjórn félagsins tilkynnir nöfn þeirra til stjórnar LHS. 4. gr. Argjald skal vera í samræmi við ákvörðun aðalfundar LHS á hverjum tíma. Heimilt er stjórninni að fella niður árgjöld öryrkja, elli- og lífeyrisþega án skerðingar á réttindum þeirra. Gjalddagi árgjalda er eigi síðar en í september. 5. gr. Reikningsár félagsins er almanaksárið. 6. gr. Aðalfund skal halda árlega eigi síðar en í maílok. Skylt er að auglýsa hann í fjölmiðlum og senda út fundarboð ásamt dagskrá með minnst viku fyrirvara. 7. gr. Dagskrá aðalfundar skal vera: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Skýrsla gjaldkera. 3. Umræður um skýrslu stjórnar og gjaldkera. 4. Kosning formanns til tveggja ára. 5. Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára og þriggja varamanna til tveggja ára, sbr. 9. gr. 6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga til eins árs og eins til vara til eins árs. 7. Lagabreyting. 8. Onnur mál. 8. gr. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi, enda skal lagabreytinga getið í fundarboði. Tillögum til lagabreytinga skal skilað til stjórnar eigi síðar en mánuði fyrir aðalfund, og liggi frammi til kynningar. Slíkar tillögur taka því aðeins gildi, að þær hljóti samþykki 2/3 greiddra atkvæða. 9. gr. Stjórn félagsins skipa 7 menn og fer hún með æðsta vald milli aðalfunda og ber ábyrgð gerða sinna gagnvart þeim. Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára í senn og aðra stjórnar- menn einnig til tveggja ára, þannig að þrír stjómar- menn séu kosnir árlega. Þrjá varamenn skal kjósa til tveggja ára í senn. 10. gr. Stjómarfundi skal boða með tryggilegum hætti með þriggja daga fyrirvara, ef unnt er. Stjómarfundur er ályktunarfær ef fjórir stjómarmenn hið fæsta sækja fund. Varamenn skulu ætíð boðaðir. Varamenn hafa atkvæðisrétt, ef aðalmenn forfallast. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Gerðir stjórnarinnar skulu bókfærðar. 11. gr. Stefnt skal að því, að stjórnin boði til eigi færri en tveggja félagsfunda á ári. Komi fram skrifleg ósk um fund frá 50 félagsmönnum eða fleiri, ber stjórninni að verða við henni innan 14 daga frá móttöku bréfsins. 12. gr. Félaginu ber að tilkynna stjórn LHS um fulltrúa sína á þing landssamtakanna með a.m.k. mánaðar fyrirvara. Fjöldi fulltrúa skal vera í samræmi við lög LHS. 13. gr. Komi fram tillaga um að félaginu skuli slitið þarf til þess samþykki tveggja funda og skal annar þeirra vera aðalfundur. Á báðum fundum þurfa 2/3 fundarmanna að samþykkja tillöguna. Hætti félagið störfum skal LHS falin umsjón eigna. Verði stofnað innan fimm ára nýtt félag, sem ótvírætt telst arftaki FHR fær það eignirnar, en að öðrum kosti fá LHS þær til frjálsrar ráðstöfunar. Brádabirgdaákvædi. Nú verður lögum þessum breytt og fyrri málsliður í 5. lið 7. gr. liljóðar svo: „Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára“. Skal þá við fyrsta stjórnarkjör eftir breytingu laganna einnig kjósa þrjá stjórnarmenn til eins árs. BÓNUS Skútuvogi 13 Reykjavík Gleddu hjarta þitt og hættu að reykja * Þrátt fyrir að tíðni kransæðastíflu fari jafnt og þétt lækkandi fá samt yfir looo Islendinga kransæðastíflu á ári hverju og dánartíðni af hennar völdum er mjög veruleg. * Sænsku lungnasamtökin hafa gefið út matreiðslubókina Kokbok för lung- sjuka (matreiðslubók fyrir lungna- sjúka) og hefur henni verið mjög vel tekið. Einn liður í starfi samtakanna er stofnun matreiðsluhópa sem styrktir enr með fjárframlögum frá samlökunum. * Athugun hefur farið fram í Los Angeles héraðinu í Bandaríkjunum á dánarorsök yfir 2oo þús. sjúklinga sem létust á sjúkrastofnunum héraðsins á árunum 1985-1996 vegna kransæðasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að áberandi margir létust í desember og janúar og áberandi margir um helgar. Af þessu má draga þá ályktun að kransæðasjúklingar eigi að fara með gát á stórhátíðinni og passa að borða ekki of mikið eða drekka of mikið um helgar. * Hjarta- og lungnasjúklingasamtökin í Svíþjóð láta félagsmenn sfna greiða 60 krónur sænskar í félagsgjöld. Félagsgjaldasjóðnum er skipt í sex staði og fær blaðið Status mest, eða 3o% og hjarta- og lungnaskólinn 29%. Ekki vitum við hve hér er um háar fjárhæðir að ræða, sennilega eitthvað yfir 2o miljónir ísl. krónur í heildina. I sömu heimild er skýrt frá því að allur stjórnunarkostnaður samtakanna sé greiddur af ríkinu. Velferð 19

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.