Velferð - 01.04.2000, Side 22

Velferð - 01.04.2000, Side 22
Æðahreinsari - raun hæft lækningatæki Japanskir verkfræðingar hafa smíðað örlítið laserverkfæri sem getur farið um æðakerfi mannslíkamans og eytt blóðtöppum og öðru sem kann að hindra blóðrásina. Æðavél þessi er 1.4 mm á þykkt og samanstendur af hólk með ljósleiðara, sein flytur orku til laserhaussins fremst í hólknum. Þegar æðavélin er komin á sinn stað í æðinni er aðgerðum hennar stýrt af lasertæki utan líkamans, sem sendir frá sér orku sem knýr æðarnar áfram. Þá getur æðavélin skynjað og sent skilaboð um það hvort blóðrennsli er eðlilegt eftir að laserinn hefur brennt burt hindranir í æðunum. Japanska ríkisstjórnin hefur stutt þessar rannsóknir og telja japönsku verkfræð- ingarnir að þeir geti snhðað enn minni vél til að nota við lækningar á heilablóðfalli. Þá spá vísindamennirnir því að smíða megi örsmáa æðakafbáta sem ferðast um æðarnar til að lagfæra þær og hreinsa. Þessi frásögn er byggð á grein í norska blaðinu Trygd og arbeid og eru teikning- arnar gerðar af Ane Reppe. 0vre hulvene Aorta Venstre forkammer Laserstrdle som brenner opp en blodpropp er fullstendig tilstoppet Lyfjafyrirtækið Pfizer á íslandi hefur látið þýða og prenta 32 síðna bækling er heitir Leiðbeiningar til karlmanna um velgengni í kynlífinu Bæklingurinn hefur að geyma upplýsingar um: • hvernig kynfæri karla starfa • ástæðuna fyrir því að skyndilega getur orðið erfitt að hafa kymnök • hvað læknirinn getur gert til að taka á vandanum • hvernig hjálpa má konunni að skilja vandann og taka þátt í að leysa hann • leiðir til að stunda gott kynlíf á ný Enda þótt bæklingurinn geti svarað sumum spurningum um kynlífsvanda er sjálfsagt að tala við lækninn og þiggja af honum ráð ef erfiðleika ber að höndum. RFA r Landsbanki Islands 22 Velferð

x

Velferð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.