Velferð - 01.04.2000, Qupperneq 27

Velferð - 01.04.2000, Qupperneq 27
Umfangsmikil heilsufarskönnun í Osló 80 þúsund manns spurðir um heilsu og lífsstíl / ár og nœsta ár verður efnt til mjög umfangsmikillar heilsu- og lífsstíls- kónnunar meðal íbúa Oslóar. Haft verður samband við um 80 þús. manns sem verða skoðaðir og látnir svara nokkrum heilsufarsspurningum. Það er sérstök heilsurannsóknarnefnd á vegum hins opinbera sem sér um framkvœmd málsins. Könnunin skiptist ífjóra þœtti, 1) Önnur umferð merkrar könnunar sem gerð var í Osló á árunum 1972—73 2) Heilsufar og lífslíkur fólks í tveimur ólíkum borgarhlutum í Osló, 3) Almennt heilsufar Oslóarbúa og 4) Heilsufar nýbúa í Osló. Oslóarkönnunin frá 1972 uppfærð Á árunum 1972—73 fór fram viðamikil könnun á heilbrigði og lífsstíl 18 þúsund karlmanna í Osló sem fæddir voru á árunum 1923—1952. Þar kom í ljós svo óyggjandi þótti að menn á aldrinum 40—49 ára með hjarta- og æðasjúkdóma sem áhættuþætti gátu dregið mjög úr þeirri hættu ef þeir hættu að reykja og neyttu hollara fæðis. 1 ár og næsta ár verður þessi hópur skoðaður aftur (er nú um 12.800 manns). Blóðþrýstingur verður mældur, hæð og þyngd, blóðsýni tekin og spurningablaði svarað. Með þessari endurkönnun ættu að fást verðmætar upplýsingar um heilsufar og sjúkdómatíðni hópsins sem skoðaður var fyrir tæpum 30 árum. Athugað verður hvort þeir sem ráðlagt var að breyta um lífsstíl fyrir 30 árum hafi farið að ráðum lækna og hvort heilsa þeirra í dag sé kannski almennt betri en jafnaldra þeirra sem ekki tóku þátt í könnuninni á sínum tíma. Hverfarannsóknir Það kom í ljós í rannsókninni 1972—73 að heilsufar íbúa í hinum ýmsu hverfum í Osló var mismunandi gott eftir því hvort láglaunafólk bjó þar eða millistéttarfólk. Nú verður borið saman heilsufar fólks í borgarhlutunum Romsás og Furuseth, en Götumyndfrá Osló, Ijósm. S.J. sá fyrrnefndi er dæmigert úthverfi láglaunafólks, sem að jafnaði reykir meira, borðar óhollari mat og hreyfir sig minna en milli- stéttarfólk sem margt býr í Furuseth. Almennt heilsufar Oslóarbúa Til að fá sem gleggsta mynd af heilsufari Oslóarbúa almennt þá verður 51 þúsund manns, körlum og konum, boðið að taka þátt í nýju könnuninni. Bréf verða send öllum unglingum 15-16 ára, fólki sem er 30 ára og 40 ára, 59-60 ára og 75-76 ára. Unglingarnir verða skoðaðir í skólum borgarinnar, en aðrir verða að koma af sjálfsdáðun. Heilsufar nýbúa Þá verður heilsufar um 13 þúsund nýbúa rannasakað sérstaklega um þetta leyti á næsta ári. Kannaðar verða matarvenjur nýbúanna og hvaða sjúkdómar herja á þá. Ymsir öflugir aðilar koma að þessari rannsókn, t.a.m. háskólinn í Osló, manneldisráð, heil- brigðisráðuneytið og íþrótta- háskólinn í Noregi. Davíð Utfararstj. Inger Umsjón Ólafur Ufararstj. LIKKISTUVINNUSTOFA EYVINDAR ÁRNASONAR 1899 OSWALDS sími 551 3485 ÞJÓNUSTA ALLAN SÓLARHRINGINN AÐALSTRÆTI 4B • 101 REYKJAVIK Velferð 27

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.