Velferð - 01.12.2018, Qupperneq 12

Velferð - 01.12.2018, Qupperneq 12
c Pétur Bjarnason Hjartaheill í þrjátíu og fimm ár HjartaHeill OH þjóðin -eitt hjarta Þegar Hjartaheill fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu var birt söguágrip Hjartaheilla. Þar var rakin saga samtakanna fram til þess tíma, en hana er einnig að finna í bókinni Sigur lífsins - SÍBS í 75 ár 1938-2013. Þó þykir rétt að rekja hér enn, þó í styttra máli en fyrr, söguna frá stofnun og fram á þennan dag, en áhersla lögð á síðustu fimm ár, sem marka að vissu leyti stefnubreytingu í starfi Hjartaheilla, sem helg- ast af breyttum þjóðfélagsháttum, viðhorfum og öðruvísi samsetningu félagsmanna en var á fyrstu árum samtakanna. Hjartasjúkdómar fyrr og nú Hjartasjúkdómar hafa fylgt mannkyni um aldir, en fóru fyrst vaxandi 1935 til 1980, en þá fór heldur að draga úr þeim aftur. Hjartaþræðingar hófust fyrst á þriðja áratug síðustu aldar, en hér á landi var farið að framkvæma þær á Landspítalan- um á þeim sjöunda. Um svipað leyti var farið var að mynda kransæðar. í kjölfarið var settur gangráður í sjúkling í fyrsta sinn hér á landi, um tuttugu árum eftir að slíkar aðgerðir hófust erlendis. Isetning bjargráðs kom á næsta áratug og eftir 1980 varð þróunin ör, kransæðavíkkun, brennsluað- gerðir og flóknari skurðaðgerðir fylgdu í kjölfarið. Á tímabilinu 1971 - 1979 mátti rekja tæplega helming dauðsfalla Islendinga til hjartasjúkdóma. Algengast var þá að sjúklingar væru sendir til Englands í hjartaaðgerðir, en engin aðstaða var til þeirra hér heima. Árið 1985 var gefin heim- ild til að hefja hjartaskurðlækningar hér á landi. Menntaðir læknar voru fyrir hendi, en þjálfa þurfti annað starfslið og útvega tækjabúnað, enda um mjög tæknivædda starfsemi að ræða. Á þessum tímamótum reið það baggamuninn að nýstofnuð samtök hjartasjúklinga öfluðu þess fjár sem þurfti og áttu oft síðar eftir að leggja lið. Fyrsta hjartaaðgerðin hér á landi var gerð 1986. Aðgerðir voru orðnar 270 árið 1994. Jafnhliða varð þróun í víkkun og fóðrum kransæða, sem dró úr þörf skurðaðgerða, svo þeim hafði fækkað í 174 árið 1999. Þeim fjölgaði aftur og urðu 200-250 ár ári og flestar 274 árið 2008. Gangráðs- og bjarg- ráðsaðgerðir eru yfir 300 á ári. Anna Cronin í London var íslensk hjúkrunarl<ona, Anna Cronin, sem kom mörgum íslensl<um hjartasjúklingum til aðstoðar meðan þeir dvöldu í London vegna hjartaskurðaðgerðar. Hún var sæmd Riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1982 og kom hingað til lands af þessu tilefni. Hópur hjartasjúklinga hélt henni veglegt samsæti 1982. Þar var kannaður vilji manna til þess að stofna samtök hjartasjúklinga og tvö hundruð manns skrifuðu nöfn sín á lista. Hugmyndinni var haldið vakandi og í maí 1983 var boðað til undirbúningsfundar. Þar mættu um 100 manns og var ákveðið stofna samtök í september sama ár. Landssamtök verða til Stofnfundur Landssamtaka hjartasjúklinga (LHS), sem nú heita Hjartaheill, var haldinn í Domus Medica 8. október 1983. Til fundarins mættu 230 stofnfélagar. Félagsmenn gátu allir hjartasjúklingar orðið og einnig aðrir sem áhuga höfðu á að styðja markmið samtakanna. Markmið LHS var frá upphafi að standa fyrir fjáröflun, til þess að vinna að markmiðum samtakanna með fræðslu um hjartasjúkdóma, upplýsingaöflun og miðlun, styrkja menntun sérfræðinga og að efla samvinnu við önnur samtök hjartasjúklinga. 12 Málgagn Hjartaheilla

x

Velferð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Velferð
https://timarit.is/publication/1312

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.