Velferð - 01.12.2018, Síða 18
c
Deildir Hjartaheilla
Landssamtök hjartasjúklinga, LHS voru stofnuð árið 1983 og störfuðu fyrstu árin án deilda-
skiptingar. Árið 1990 var gerð breyting á lögum samtakanna þar sem gert var ráð fyrir deilda-
skiptingu eftir landssvæðum, m.a. vegna mikils áhuga og þrýstings frá landsbyggðinni. Alls
urðu svæðafélögin tíu talsins. Hér er notað hið upphaflega heiti deildanna við stofnun þeirra,
en nöfn allra deilda breyttust árið 2004, í Hjartaheill og voru þau kennd við svæði sín eins og
fyrr með óverulegum breytingum, þar sem t.d. Reykjavíkursvæði var nefnt höfuðborgarsvæði,
Hjartaheill á höfuðborgarsvæði, Hjartaheill á Eyjafjarðarsvæði o.s.frv. Ellefta félagið, Neistinn,
styrktarfélag hjartveikra barna, gekk í raðir samtakanna í september 1996.
Aaðalfundum Hjartaheilla
árin 2008 og 2010 var rætt
um minnkandi starf innan
margra deilda, þar sem stjórnir þeirra
voru smám saman að verða óvirkar
og höfðu sumar ekki starfað í nokkur
ár. Þetta gerði stjórn og starfsmönn-
um Hjartaheilla oft erfitt um vik um
samskipti. Því var stigið það skref með
lagabreytingu á aðalfundi árið 2012
að félögum var ekki lengur gert skylt
að kjósa sér formann eða stjórn. Þau
gátu þá valið að heyra beint undir
Hjartaheill, þó þau störfuðu áfram á
sínu svæði. í stað stjórna voru þá kosn-
ir tengiliðir hverrar deildar, einn eða
fleiri, sem hafa síðan haft milligöngu
um ýmsa þætti. Þegar þetta er skrifað
hefur meirihluti deildanna valið sér
þennan kost, enda hefur enn dregið úr
virkni margra þeirra, en fáeinar hafa
starfað til þessa með nokkrum blóma,
og má þar einkum nefna Hjartaheill
í Þingeyjarsýslum og Suðurlandi. Hjá
öðrum er ýmis starfsemi áfram í gangi
þó félagsstarfið og stjórnarfundir hafi
lagst í dá. Þá stendur eftir árangur fyrra
starfs, eins og t.d. HL stöðin á Akureyri
og fleira. Neistinn hefur allan tímann
starfað með miklum blóma og gerir
enn, gefur m.a. út samnefnt málgagn
og heldur úti heimasíðu.
Á þeim tæplega þremur áratugum
sem deildirnar hafa starfað hafa mörg
þeirra lyft Grettistaki í heimabyggðum
sínum með því að leggja heilbrigðis-
stofnunum og ýmsum öðrum lið svo
nemur milljónum hjá hverju félagi
fyrir sig. Þessu hafa þær náð fram með
fjáröflunum af ýmsu tagi, ýmist einar
sér eða í samstarfi við aðrar deildir og
móðurfélagið. Dæmi eru um að deildir
hafi þannig á þessum árum lagt fram á
annan tug milljóna að núvirði og það
munar um minna.
Þá hafa margar þeirra staðið fyrir
heilsueflingu með ýmsu móti. Stofn-
aðir hafa verið gönguhópar, staðið
fyrir leikfimi eða sundæfingum, komið
á fót HL (Hjarta- og lungna) hópum
eða stöðvum og ýmislegt fleira. Yf-
irleitt hefur þetta verið gert í góðri
samvinnu við heilbrigðisstarfsfólk á
viðkomandi stöðum, sem víða hefur
lagt þessu starfi gott lið allan þennan
tíma. Margar deildir hafa haldið upp
á alþjóðlegan hjartadag með hjarta-
göngu og veitt aðstoð þegar farnar
hafa verið mælingaferðir út um land á
vegum Hjartaheilla með skipulagninu,
útvegun mannafla og fleira. Oft voru
líka farnar ferðir út á land vegna beiðni
deildanna.
Margt fleira mætti nefna sem deildirn-
ar hafa staðið fyrir hver á sínum stað,
svo sem árshátíðir, þorrablót, sum-
arferðir og samstarf við aðrar deildir
þar sem aðstæður hafa leyft.
Hægt væri að vera með vangaveltur
um hvað hafi valdið því að draga fór úr
þrótti starfsins hjá deildunum fyrir ára-
tug eða svo, en nærtækast er að álykta
út frá því að stofnendur og upphaflegir
félagsmenn voru flestallir komnir á
eða yfir miðjan aldur og því margir nú
fallnir frá eða þrotnir að kröftum. Eld-
móðurinn sem fylgdi stofnun Hjarta-
heilla og síðar deildanna hefur kulnað,
og þá dregur sjálfkrafa úr starfinu ef
enginn er til að taka við merkinu eða
áhuginn og þrótturinn dvínar.
Eftir stendur öflugt starf deildanna
á þessum tíma og eftirminnilegt. Því
var ákveðið að geta þeirra í þessu af-
mælishefti Hjartaheilla. Hugmyndin
var upphaflega að segja frá deildunum
hverri um sig, helstu viðfangsefnum
þeirra á starfstímanum og geta um
eftirminnilega atburði á ferlinum. Það
kom þó fljótlega í ljós að gögn um
slíkt voru ekki aðgengileg hjá mörg-
um þeirra. Því er hér að neðan aðeins
getið um stofndag hverrar deildar en
þær voru, aðrar en Neistinn, stofnaðar
á rúmlega tveggja mánaða tímabili í
árslok 1990. Þá er getið um formenn
þeirra og það tímabil sem hver og
einn gegndi. Stundum reyndist ekki
alveg ljóst hvenær formennsku lauk og
tengiliðir tóku til starfa og er þá band-
strik fyrir aftan, en þar sem formenn
starfa ennþá er ártalið 2018 síðast talið.
Hér á eftir kemur yfirlit um stofndag
deildanna og þá sem gegnt hafa for-
mennsku í þeim, eftir okkar bestu
heimildum. Sé þar eitthvað missagt
óskast athugasemdir sendar til skrif-
stofunnar. Þá er getið tengiliða sem
starfað hafa frá lagabreytingunum en
ekki getið um ár. Röð félaga er talin
sólarsinnis um landið.
18 Málgagn Hjartaheilla