Velferð - 01.12.2018, Blaðsíða 23
Fréttapistill
Hjartaheill í Þingeyjarsýslum
Starfsemi Hjartaheilla í Þingeyjarsýslum hefur í áranna rás
verið í nokkuð föstum skorðum. Sá sem þetta ritar hefur verið
formaður síðastliðna tvo áratugi.
Allt frá stofnun hefur deildin veitt sjúkrastofnunum á svæðinu
bæði í Þingeyjarsýslum og eins á Akureyri íjárhagsstuðning
við kaup á tækjum, oft hefur verið um verulegar fjárhæðir að
ræða, sem komið hafa að góðum notum. Þá höfum við stund-
um keypt tækin, jafnvel með stuðningi móðurfélagsins og fært
þessum stofnunum.
Á árunum frá 2000-2008 áttum við mjög góð samskipti við
Félag hjartasjúklinga á Eyjafjararðarsvæðinu sem byggðist
upp á því að koma saman einn dag einu sinni á sumri og hafa
gaman saman. Við komum saman oftast í samkomuhúsinu
að Breiðumýri í Þingeyjarsveit. Við hófum daginn með u.þ.b.
klukkustundar gönguferð og síðan borðuðum við saman,
venjulega grillað lambalæri ásamt tilheyrandi meðlæti. Svo
enduðum við samverustundina með smá skemmtun þar sem
félagar tróðu upp eða fenginn var einhver utanaðkomandi. Því
miður er þetta nú úr sögunni.
Frá árinu 1996 hefur félagið staðið fyrir þjálfun fyrir félags-
menn sína í Endurhæfingarstöðinni Hvammi á Húsavík
tvisvar sinnum í viku.
Þá hefur einnig frá 1997 verið í gangi þjálfun fyrir félagsmenn
á Kópaskeri einnig tvisvar í viku.
f tengslum við þjálfunina höfum við í síðasta tíma fyrir jól
verið með uppákomu fyrir félaga í tengslum við aðventuna þar
sem farið hefur verið í leiki, verið með upplestur og síðan er
sameiginlegur jólamatur.
Eins reynum við að breyta til síðasta daginn að vori að fara
stutta ferð í eitthvert nágrannasveitarfélagið, skoða þar hvað
markvert er að sjá, fara í góða gönguferð og borða síðan
saman.
Þjálfunin hjá okkur er frá október og út apríl. Sumarið nota
menn sjálfir til gönguferða, útiveru og hreyfingar af ýmsu tagi.
Þegar horft er til framtíðar stefnum við á að viðhalda þeirri
starfsemi sem í gangi er og þá frekar að auka hana með því að
reyna að fá fleiri í þjálfunina. Við vitum um marga sem gott
hefðu af því að taka þátt, en spurningin er hvernig eigum við
að ná til þeirra og sannfæra þá um mikilvægi þeirrar þjálfunar
sem við bjóðum bæði fyrir líkama og sál.
Stjórn Hjartaheilla Þingeyjarsýslum skipa nú:
Formaður: Sigurður Aðalgeirsson
Gjaldkeri: Bjarni Aðalgeirsson
Ritari: Alda Þórarinsdóttir
Meðstjórnandi: Ásmundur Halldórssson
Húsavík í nóvembermánuði 2018,
Sigurður Aðalgeirsson
Mcelingá Húsavík, Sigurður Aðalgeirsson íforgrunni.
Ásgeir Þór Árnason og Sigurður Aðalgeirsson.
Velferð 23