Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 2

Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 2
Áfram Afturelding Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is) Í þá gömlu góðu... héðan og þaðan BRÚaRLanD 1949 Þessi ágæta ljósmynd er varðveitt á Skjalasafni Mosfellsbæjar. Hún er tekin á 40 ára afmælishátíð U.M.F.A. 1949 í Brúarlandskjallaranum. Þeir sem leika fyrir dansi eru Ólafur Hólm á trommur og Bragi Hlíðberg og Halldór Einarsson frá Kárastöðum á harmonikkur. Afkomendur Ólafs Hólm hafa sett svip sinn á tónlistarlífið í Mosfellsbæ og á Íslandi allt fram á þennan dag og fjórði ættliðurinn ætlar ekki að verða neinn eftirbátur. MOSFELLINGUR www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is Næsti Mosfellingur kemur út 19. október Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is Ritstjórn: Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is Prentun: Landsprent. Upplag: 4.000 eintök. Dreifing: Pósturinn. Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf. Próförk: Ingibjörg Valsdóttir Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag. Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti. Búmmm.... haust. Það er brostið á í allri sinni dýrð. Árstími sem hefur þó sinn sjarma. Ágætt að komast í rútínu og setja börnin í háttinn án þess að sólin skíni inn um gluggann. Bændur safna búfén-aði sínum saman og kætast í réttum. Þá er kátt í sveitum landsins. Alþing-iskosn- ingar eftir mánuð. Hver hefði trúað því? Það er nú meira fjörið í þessu. Við blaða- menn hötum það svosem ekki. Ég hef sagt það áður að ég hefði ekkert á móti því að kosið yrði annað hvert ár. Það er alltaf líf og fjör í kringum kosningar. Vika er langur tími í pólitík, en hvað þá fjögur ár? Fljótlega fara Mosfellingar einnig að ókyrrast enda styttist í sveitar- stjórnarkosningar. Hverjir ætla að bjóða sig fram og hvaða flokkar verða í boði? Ég bíð þó eftir persónukjöri. Nóg til af frambærilegu fólki sem þarf ekki að flokka niður eftir pólitík. Fólk ofar flokkum, segi ég. Fólk ofar flokkum Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings www.isfugl.is Fasteignasala Mosfellsbæjar • Kjarna • Þverholti 2 • 270 Mosfellsbær • S. 586 8080 • fax 586 8081 • www.fastmos.is • Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað2 Einar Hólm Ólafsson, trommari. Lék m.a. mikið í Glaumbæ og Sigtúni á 7. áratugnum og um tveggja ára skeið með hinum landsþekkta hljóm- sveitarstjóra Magnúsi Ingimarssyni. Ólafur Hólm Einarsson er í dag einn kunnasti trommari og slagverksmaður landsins. Hann hefur leikið með fjölmörgum hljómsveitum, m.a. með Nýdönsk, sem heldur upp á 30 ára starfsafmæli um þessar mundir. Hann starfar einnig mikið við stóru leikhúsin í Reykjavík. Freyja Hólm Ólafsdóttir fetar í sporin, lærir á trommur, slagverk og leikur með Skólahljómsveit Austurbæjar í Reykjavík. Þórir Hólm Jónsson stundar tónlistarnám í Tónlistar- skóla F.Í.H. í Reykjavík. Íris Hólm Jónsdóttir söng- kona útskrifaðist í júní sl. úr leiklistarskólanum Circle in the Square í New York. Ingibjörg Hólm Einars- dóttir hefur um langt skeið tekið þátt í hinu blómlega kórastarfi í Mosfellsbæ bæði í Álafosskórnum og nú í Mosfellskórnum. Nýlega hefur hún verið í samstarfi við tónlistarmanninn Karl Tómasson í Mosfellsbæ.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.