Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 12
 - Fréttir úr bæjarlífinu12 Sigurberg Árnason, Gústaf Guðmundsson, Jón Bjarni Þorsteinsson Lkl. Mosfellsbæjar, Dagný Finnsdóttir Lkl. Úa, Kristinn Hannesson Lkl. Mosfellsbæjar, Guðrún Björt Yngvadóttir verðandi alþjóðaforseti Lions- hreyfingarinnar úr Lkl. Eik í Garðabæ, Anna María Einarsdóttir Lkl. Úa og Sigríður Skúladóttir Lkl. Úa. Lionshreyfingin á Íslandi tekur þátt í al- þjóðlegu verkefni sem nefnt er Lestrarátak Lions og stendur yfir í 10 ár eða til ársins 2022. Meðal annars hefur Lionshreyfing- in gefið út bókamerki sem hluta af þessu verkefni. Hinn 25. ágúst heimsóttu Lionsklúbb- urinn Úa og Lionsklúbbur Mosfellsbæjar Varmárskóla í því skyni að afhenda börnum í 5. bekk bókamerki. Auk þess voru bæði yngri og eldri deildum skólans færðar bókagjafir. Var þetta hin ánægjulegasta stund með börnunum og kennurum þeirra sem tóku á móti Lionsfélögunum á sal skólans. Skóla- stjórnendur og bókasafnsfræðingar fá bestu þakkir frá klúbbunum fyrir jákvæðar undir- tektir við erindinu og góðar móttökur. Heimsókn verðandi alþjóðaforseta Í fylgd með klúbbfélögum í þessari skemmtilegu heimsókn var góður gestur, Guðrún Björt Yngvadóttir, sem fyrst kvenna í heiminum mun gegna embætti alþjóða- forseta Lions. Hún gegnir nú þegar mikilvægu hlutverki innan Lionsheimsins, sem eru stærstu góðgerðar- og líknarsamtök í heimi. Eitt af fjölmörgum verkefnum Lions er að hvetja börn til lestrar og er það gert í samráði við kennara og skólastjórnendur. Það var einmitt Guðrún Björt sem setti af stað lestrarátaksverkefnið hér á landi árið 2012 og var Lionsklúbburinn Úa fyrstur klúbba til að taka þátt í verkefninu. Það fór því vel á því að Guðrún Björt tæki þátt í afhendingu bókamerkjanna og bókanna. Börnum í Varmárskóla færðar bókagjafir • Lestrarátak Lionshreyfingin öll hvetur börn til lestrar Með í för var kvikmyndateymi frá höfuðstöðvum Lionshreyfingarinnar sem kom til Íslands í því skyni að gera kynningarmyndband um Guðrúnu Björt og störf Lions á Íslandi. Myndbandið verður sýnt á Alþjóðaþingi hreyfingarinnar í júlí 2018 þegar Guðrún Björt tekur við embætti alþjóðaforseta. eRU BÖRNIN AÐ VAXA ÚR SPJÖRUNUM? Skiptifatamarkaður fyrir 0-12 ára Þú kemur með of litlu fötin og velur önnur í staðinn. Opið mánudaga og miðvikudaga frá 13-16. Swap market for children 0-12 years old. Bring the clothes that are too small and swap them for bigger ones. Open Mondays and Wednesdays from 13-16. hulda@redcross.is Sími/tel: 898 6065 Aðalmerki | Samsetning | Mosfellsbæ

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.