Mosfellingur - 28.09.2017, Blaðsíða 8
Ungmennahús Mosfellsbæjar hefur verið
opnað í Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ.
Þar er vettvangur fyrir ungt fólk á aldrinum
16-25 ára að hittast og byggja upp öflugt og
fjölbreytt félagsstarf.
Markmið Ungmennahússins eru meðal
annars að veita ungu fólki aðstöðu og
aðstoð við að koma hugmyndum sínum í
framkvæmd. Bjóða upp á heilbrigðan og
vímuefnalausan valkost til afþreyingar
ásamt því að opna á tækifæri fyrir ungt fólk
fyrir Evrópusamstarf.
Fundir aðra hverja viku
Nú þegar hefur verið stofnað húsráð sem
hefur fjölbreytt hlutverk. Sem dæmi má
nefna skipulagningu opnunartíma, umsjón
viðburða ásamt því að hvetja ungt fólk til
áhrifa í Mosfellsbæ.
Húsráðið er opið fyrir alla og fundar
aðra hverja viku og eru fundir auglýstir á
facebook-síðu Ungmennahússins. Allir
sem hafa áhuga á að taka þátt í að móta
og hafa áhrif á hvað er gert fyrir ungt fólk í
Mosfellsbæ eru hvattir til að mæta.
Lasertag og hamborgarar
Fyrsti viðburður Ungmennahússins
verður þann 4. október klukkan 18:00 í
Framhaldsskólanum í Mosfellsbæ. Farið
verður í lasertag og síðan verða grillaðir
hamborgarar. Ef þú ert á aldrinum 16-25
og vilt vera með í að móta starfsemina þá
hvetjum við þig til að mæta á þennan fyrsta
viðburð þér að kostnaðarlausu.
Stjórn Framsóknar-
félagsins segir af sér
Stjórn Framsóknarfélags Mosfells-
bæjar hefur gefið frá sér yfirlýsingu í
ljósi atburða síðustu daga. Formað-
ur félagsins ásamt
stjórnarmönnum
hafa ákveðið að
segja af sér öllum
trúnaðarstörfum
fyrir Framsókn-
arflokkinn. „Við
kjósum að starfa
ekki í flokki þar
sem vinnubrögð síðastliðins árs
ætla að vera viðvarandi. Okkar mat
er að engar sáttaleiðir hafi verið
gerðar eftir aðförina sem gerð var
að fyrrverandi formanni flokksins á
síðasta flokksþingi og nú séu komin
öfl til valda sem við eigum enga
samleið með.“ Undir yfirlýsinguna
skrifa Jón Pétursson (mynd),
Halldóra Baldursdóttir, Linda Björk
Stefánsdóttir, Friðbert Bragason og
Einar Vignir Einarsson.
- Fréttir úr bæjarfélaginu8
Þverholt 2 I Mosfellsbær 270 I Sími 525 6700 I mos.is
Umsóknarfrestur er til og með 15. október 2017.
Umsóknir ásamt starfsferilsskrá og kynningarbréfi sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir
hæfni í starfið skulu berast á netfangið mos@mos.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhanna B. Hansen, framkvæmda-
stjóri umhverfissviðs, í síma 525 6700. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt
kjarasamningi Sambands ísl. sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Við hvetjum fólk af báðum kynjum til að sækja um
starfið.
Byggingarfulltrúi hjá Mosfellsbæ
MOSFELLSBÆR LEITAR AÐ BYGGINGARFULLTRÚA Á UMHVERFISSVIÐ
Byggingarfulltrúi ber ábyrgð á framkvæmd opinbers byggingareftirlits í samræmi við gildandi lög (nr. 160/2010)
og reglugerðir. Byggingarfulltrúi gefur út byggingarleyfi og hefur eftirlit með leyfisskyldum framkvæmdum og
annast önnur verkefni sem kveðið er á um í mannvirkjalögum. Byggingarfulltrúi starfar á umhverfissviði og leiðir
faglega þróun byggingarmála innan sviðsins.
Helstu verkefni felast í samskiptum við hönnuði, verktaka og íbúa í tengslum við framkvæmdir í sveitarfélaginu.
Þá annast byggingarfulltrúi útgáfu byggingarleyfa, yfirferð og samþykkt aðaluppdrátta, verkfræði- og
séruppdrátta og útgáfu vottorða og skráningu mannvirkja.
Mosfellsbær er öflugt og framsækið sveitarfélag þar sem gildin virðing, jákvæðni, framsækni og umhyggja eru
leiðarljós starfsmanna í daglegu starfi.
Menntunar- og hæfnikröfur:
Prófgráða í verkfræði, tæknifræði, arkitektúr eða
byggingarfræði skilyrði
Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
Að lágmarki fimm ára starfsreynsla skv. 25. gr.
mannvirkjalaganna
Byggingarfulltrúi skal hafa löggildingu sem
hönnuður sbr. 25. gr. mannvirkjalaga
Góð tölvukunnátta og þekking á forritum skilyrði
Góð þekking á lögum og reglugerðum tengdum
byggingarleyfum er æskileg
Framúrskarandi samskiptahæfileikar eru
nauðsynlegir
Hæfni til að tjá sig í rituðu og töluðu máli
Sjálfstæð, frumkvæði og öguð vinnubrögð eru
nauðsynleg
Önnur skilyrði sbr. ákvæði mannvirkjalaga
Bíldshöfði 9 / Höfðinn / 110 Reykjavík / Sími 560 1010 / heilsuborg@heilsuborg.is
heilsuborg.is
Hjá Heilsuborg taka ólíkir fagaðilar saman höndum til að styðja viðskiptavini sem vilja bæta
Í nágrenni við þig
á mánuði Binditími er 12 mánuðir
Tilboðið gildir til 1. nóvember.
Tilboð í líkamsrækt
Námskeið
eru skemmtilegir púltímar fyrir
eru skemmtilegir púltímar
hentar öllum hressum
körlum sem vilja komast í form.
streitu. Kenndar eru grunnstöður í jóga,
styrktarstöður og teygjur, með ríkri áherslu
á öndun og líkamsvitund.
fjölda annarra
næringu, svefn, hugarhreysti og geðrækt.
Sjá nánar á
Komdu í heimsókn
, nýja og
Hlökkum til að sjá ykkur.
úlfar darri, björn,
embla líf og ásdís
Ungmennahús Mosfellsbæjar opnar í Framhaldsskólanum • Nafna- og lógósamkeppni
Hvetja ungt fólk til áhrifa
Ákveðið hefur verið að efna til
samkeppni um nafn og lógó fyrir
Ungmennahúsið. Allar hugmyndir og
tillögur sendist á hrafnhildurg@mos.is.
NafNasamkeppNi
framhaldsskólinn
í mosfellsbæ
Hanarnir á Suður-
Reykjum í rétti
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem
kröfu lögreglustjórans á höfuðborg-
arsvæðinu um húsleit á heimili í
Mosfellsbæ væri hafnað og að íbúa
yrði gert að afhenda óskráðar hæn-
ur og tvo „óleyfishana“ sem hann
héldi þar. Málið á sér töluverðan
aðdraganda. Í maí árið 2016 ákvað
heilbrigðisnefnd Kjósarsvæðis á
fundi sínum að fjarlægja bæri óleyf-
ishænsni, þar á meðal tvo hana,
vegna ónæðis sem þeir valdi, og hafi
gert um árabil. Heilbrigðisnefndin
vill meina að umrætt heimili
tilheyri, samkvæmt opinberum
gögnum, þéttbýli Mosfellsbæjar og
því gildi samþykkt um hænsnahald í
Mosfellsbæ, utan skipulagðra land-
búnaðarsvæða. Eigandi hænsnanna
mótmælir þessu hins vegar og segir
eign sína vera lögbýli og hafi verið á
lögbýlaskrá í 46 ár. Deilurnar snúast
því ekki um hvort hænsnin eru á
staðnum eða ekki, heldur hvort þau
eru í raun á lögbýli eða ekki.
Þverholti 2 • Mosfellsbæ
Fasteignasala
Mosfellsbæjar
Sími: 586 8080
www.fastmos.ishafðu samband E.BAC
K
M
A
N
Einar Páll Kjærnested • Löggiltur fasteignasali
Viltuselja...
E
.B
A
C
K
M
A
N
www.fastmos.is
Sími: 586 8080
Örugg og góð
þjónusta