Mosfellingur - 12.06.2014, Blaðsíða 24

Mosfellingur - 12.06.2014, Blaðsíða 24
 - Fótboltasumarið 201424 meistaraflokkur karla fyrir fyrsta heimaleik sumarsins Byrjum á klassískri spurningu. Hvern- ig finnst þér byrjunin á tímabilinu hjá liðinu fara af stað? „Byrjunin hefur verið upp og ofan, við hefðum getað náð betri úrslitum. Það sem einkennt hefur okkur í þessum leikjum er að þegar við erum þolinmóðir og agaðir, þá erum við mjög sterkir, en um leið og einbeitingin er ekki til staðar gefum við mótherjanum færi á að refsa okkur. Við erum að gera miklu meira rétt en rangt, þannig að við munum halda áfram að styrkja það sem við erum sterkir í og bæta okkar veikleika.“ Nú tókstu við liðinu fyrir tímabilið, var eitthvað sem kom þér á óvart? „Umgjörðin sem stjórn deildarinnar hefur myndað myndi sóma sér vel í úr- valsdeildinni. Það er frábært að koma niður í fallega dalinn á heimaleikina. Frábært fólk sem vinnur gífurlega mikla vinnu fyrir félagið og gerir leikmenn stolta að klæðast keppnistreyju félagsins.“ Miklar breytingar urðu á leikmanna- hópnum í vetur, hvernig finnst þér hafa gengið að binda saman stemn- ingu og móralinn í liðinu? „Það er rétt, ég held það séu 12-13 leikmenn sem voru í 20 manna hópnum í fyrra sem eru farnir. Þeir leikmenn sem héldu á brott voru leiðandi einstakling- ar innan hópsins og jafnvel innan félags- ins. En eins og sagt er þá kemur maður í manns stað. Eldri leikmenn liðsins eru hægt og rólega að taka að sér leiðtoga- hlutverkin. Liðsandinn er frábær og hæfileikarnir eru svo sannarlega til stað- ar. Við erum með margra unga uppalda leikmenn sem hafa stórt hjarta og eru mjög efnilegir og tilbúnir að leggja sig 100% fram. Rétt fyrir mót komu nokkrir leikmenn til okkar og auka þeir breiddina til muna. Við væntum mikils af þessum leikmönnum þegar líður á tímabilið.“ Hvernig finnst þér áhuginn og stemn- ingin í kringum liðið vera? „Afturelding er félag sem Mosfelling- ar eru stoltir að tengjast. Allir í bænum flykkjast bakvið félagið. Þetta sér maður þegar fjáraflanir eru í gangi, þetta sést þegar komið er niður á æfingasvæð- ið þar sem mannmergðin líkist oft umferðarmiðstöð á háannartíma. Varmá virkar á mig sem einskonar miðbær bæjarins. Það sem ég vona að við getum bætt, er að á leikjum félagsins fái bæjarbúar þá þörf að mæta á leikina sem okkar tólfti maður. Stuðn- ingur íbúa á leikjum gerir nefnilega gæfumuninn.“ Tengsl milli meistaraflokks og yngri flokka eru stöðugt að aukast. Hvernig finnst þér unglingastarfið í félaginu? „Yngri flokkar félagsins eru í góðum höndum. Félagið er með nokkra leik- menn í úrvalshópum yngri landsliða og þetta sýnir að við erum með mjög hæfa einstaklinga sem móta stefnu yngri leik- manna félagsins. Það sem Aftureldingu vantar er betri aðstaða til æfinga yfir vetr- armánuðina.“ Helstu markmið liðsins í sumar? „Markmið okkar er að ná að klára mótið í fyrstu tveimur sætunum. Það er ekkert sjálfsagt í þeim málum, því 2. deildin er sterk og til þess að markmið- ið geti orðið að möguleika, verða allir að standa saman og vinna í sömu átt. Ég ætla mér að leyfa mér að nota sem loka- orð, fyrir Aftureldingu, orð mikilsmetins manns sem var formaður félags- ins á Hlíðarenda: ,,Aftur- elding er ekkert annað en ég, þú og allir hinir.“ Varmá virkar á mig sem einskonar miðbær bæjarins Markmið sumarsins er að tryggja sér sæti í 1. deild Afturelding - Völsungur Laugardagur 14. júní kl. 16:00 Afturelding - Njarðvík Föstudagur 27. júní kl. 20:00 Afturelding - Grótta Þriðjudagur 8. júlí kl. 20:00 Næstu heimAleikir Meistaraflokkur karla í knattspyrnu hefur tekið miklum breytingum að undan- förnu. Skipt var um þjálfara eftir síðasta tímabil og töluverðar breytingar hafa orðið á leikmannahópi. Liðið var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti í 1. deild í fyrra. Strákarnir hefja tímabilið sæmilega og eru með sjö stig eftir fimm umferðir og sitja í 5. sæti 2. deildar. Mosfellingur tók stöðuna á Atla Eðvaldssyni þjálfara liðsins og spurði Axel Helgi Ívarsson sportspekúlant blaðsins hann út í fótboltasumarið 2014. atli eðvaldsson þjálfari aftureldingar 2. deild 2008 2 1. deild 2009 11 7 2010 2. deild 4 2011 2. deild 5 2012 2. deild 3 2013 2. deild árangur síðustu ára M yn di r/ Ra gg iÓ la BootCamp-keppnin 2014 fór fram að Varmá laugardaginn 7. júní. Mótið tókst vel í alla staði og veðrið lék við keppendur og áhorfendur sem voru fjölmargir. BootCamp á Varmárvelli vel tekið á því að varmá mæðginin biggi með stjórn á hlutunum

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.