Mosfellingur - 12.06.2014, Blaðsíða 30

Mosfellingur - 12.06.2014, Blaðsíða 30
 - Aðsendar greinar30 Plast er eitt af þeim úrgangsefn- um sem eyðast seint í náttúrunni. Til að framleiða plast þarf dýrmæt hráefni, meðal annars olíu sem vitað er að mun klárast á frekar stuttum tíma ef við höldum svona áfram. Samt er ennþá öllu pakkað inn í plast því það þykir svo snyrtilegt og hreinlegt. Í hverri innkaupaferð eru keyptir plastpoka undir vörurnar. Menn afsaka sig með því að eitthvað þarf jú að nota undir ruslið seinna. Mig langar að benda á að hægt er að kaupa maíssterkju- poka sem brotna niður í náttúrunni. Slíkir pokar eru ódýrari en innkaupaplastpokar sem munu „lifa“ kannski í meira en 100 ár. Til er fjöldi af góðum og sterkum marg- nota- innkaupapokum. Ekkert mál að hafa þetta með í búðarferðirnar. Eða nota pappakassa sem eru í boði í flestum verslunum. Svo eru það svörtu stóru plast- pokarnir. Ennþá nota menn þessa úreltu aðferð að troða öllum garð- úrgangi – jafnvel grófan úrgang – í slíka poka. Vel væri hægt að setja þetta í staðinn beint í kerru og aka í endurvinnslustöðvarnar. Miður þykir mér að á vegum bæjarins eru einnig not- uð slík aðferð. Af hverju má ekki nota stóra margnota poka í staðinn ef nauðsyn krefst að setja garðúrganginn í poka? Í Reykjavík má sjá vinnuaðferðir á vegum borgarinn- ar í rétta átt og hefur svörtum plastpokum fækkað talsvert. Í lokin er hér eitt dæmi um fáranleg vinnubrögð: Gömlu laufi var rakað saman og troðið í svarta poka. Þessir pokar hafa verið þarna í marga mánuði á bílastæði starfsmanna Varmárskólans og enginn hirt þá. Hefði ekki verið betra að leyfa laufinu bara að vera þarna og breytast smám sam- an í jarðveg? Úrsúla Jünemann Plastpokalaus Mosfellsbær? Við undirrituð, nýkjörnir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Mosfells- bæjar, viljum koma á framfæri þakklæti okkar til allra þeirra sem kusu lista flokks- ins í bæjarstjórnarkosningunum og treystu okkur þar með til að koma að stjórnun bæj- arins næstu fjögur árin. Samfylkingin bætti við sig fylgi frá kosningun- um 2010 og fékk þ.a.l. í sinn hlut annan við- bótarmanninn í bæj- arstjórn, nú þegar full- trúum var fjölgað úr sjö í níu. Slíkur árangur í kosningum er ekki verk tveggja einstaklinga heldur árangur þrot- lausrar vinnu fjölmargra öflugra jafnaðarmanna sem lögðu fram mikla vinnu á vormánuðum. Vinnu sem byggðist á því starfi sem fulltrúar Samfylkingarinn- ar hafa sinnt af trúmennsku undanfarin ár. Starfið á vormánuðum fólst í vinnu við málefnastarf, mótun stefnuskrár, útburð, veitingar, samtöl við kjósendur heima og heiman og margt, margt fleira. Markmið hópsins var að heyja málefnalega, heið- arlega og skemmtilega kosningabaráttu og við teljum að það hafi svo sannarlega tekist. Við erum sannfærð um að þannig kosningabarátta borgar sig þegar upp er staðið og höfðar til kjósenda. Samfylking- in stefndi að því að ná tveimur fulltrúum í bæjarstjórn, fá aðalmenn í nefndir og tryggja þannig að raddir jafnaðarmanna heyrðust skýrt í öllu nefndarstarfi í bæj- arkerfinu. Það tókst. Niðurstaðan sýnir að kosningaáherslur okkar og vinnuaðferðir féllu í góðan jarðveg og fyrir það erum við þakklát. Við munum nálgast verkefni okkar í bæj- arstjórn af auðmýkt, vinna málefnalega og af fullum heilindum fyrir bæjarbúa og ætíð hafa almannahagsmuni að leiðarljósi. Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar Anna Sigríður Guðnadóttir Ólafur Ingi Óskarsson TAKK! Haldið köttunum inni Getið þið vinsamlegast sett í blaðið ábendingu til Mosfellinga að reyna að halda köttum sínum inni sem mest á þessum mikla annasama tíma fugl- anna að koma ungum sínum á legg, allavega á nóttunni því það er tíminn sem fuglarnir reyna að fara með ung- ana úr hreiðrunum, þegar „kyrrðin“ á að vera sem mest. Brynhildur ORÐIÐ ER LAUST... Hér gefst lesendum kostur á að láta skoðanir sínar í ljós í stuttu máli. Vel slegið í Mosó Mig langar að hrósa Mosfellsbæ fyrir fallegan bæ. Sérstaklega finnst mér hér alltaf vel slegið grasið. Veit ekki hverj- um það er að þakka, áhaldahúsinu eða starfsmönnum golfvallarins. En ég er er mikill áhugamaður um sláttur og þekki þar vel til. Hér í Mosfellsbæ er þetta til mikillar fyrimyndar. Hannes

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.