Mosfellingur - 12.06.2014, Blaðsíða 32
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Yndislega Júlía Rut okkar kom í heim-
inn kl. 17:01, 11. apríl 2014. Hún var
3765 gr. og 52 cm við fæðingu.
Foreldrar eru Lárus Arnar Sölvason og
Louisa Sif Mønster. Stóri bróðir henn-
ar Júlíu Rutar er 5 ára og heitir Sölvi
Már Lárusson Mønster.
Sumarsalat með japönsku ívafi
Í eldhúsinu
Berglind Kristinsdóttir deilir
hér með okkur uppskrift að
fersku sumarsalati.
• 1/2 bolli olía
• 1/4 bolli Balsamic edik
• 2 msk. sykur
• 2 msk. soyasósa
Þetta allt er soðið saman í
ca. 1 mínútu, kælt og hrært í
meðan kólnar.
• Kjúklingabringur
• Núðlur (instant súpu
núðlur) - ekki kryddið
• 3-4 msk. möndluflögur eða furuhnetur
• 1-2 msk. sesam fræ
• Kirsuberjatómatar
• 1 mangó
• Salatpoki (blandað salat)
• Rauðlaukur
1. Byrjað er á því að brjóta núð-
lurnar niður í smáa bita og rista
á þurri pönnu. Þær eru brúnaðar
fyrst af því að það tekur lengst-
an tíma, möndlunum og fræjun-
um síðan bætt við. (Núðlurnar
eiga að vera stökkar)
2. Ruccola salat eða iceberg sal-
at, tómatar og mangó og rauð-
laukur skorið niður í litla bita.
3. Kjúklingabringur, skornar í
ræmur og snöggsteiktar í olíu.
Sweet hot chillisósu hellt yfir og
látið malla í smástund.
4. Öllu raðað saman í fat eða mót, salatið sett
fyrst, síðan kjúklingurinn, núðlurnar og fræin.
Sósunni er svo dreift yfir salatið.
Borið fram með hvítlauks- eða snittubrauði.
hjá Berglindi
Berglind skorar á Hildi Freysdóttur að deila með okkur uppskrift í næsta blaði.
Frozen
Það er ansi margt furðulegt þarna
úti og ekki sér fyrir endann á rugl-
inu sem maður sér og les á internet-
inu. Ég rak augun í frétt nú á dögun-
um um að japönsk kona ætlaði að
skilja við danskan eiginmann sinn
vegna þess að honum fannst nýjasta
Disney myndin Frozen ekki góð. Já,
ég er ekki dauðadrukkinn hér við
lyklaborðið og er að skálda upp ein-
hverja bull sögu heldur ætlar hún að
skilja við karlfauskinn vegna þess að
nýjasta Disney æðið var honum ekki
að skapi.
Japanska konugreyið var víst
svona yfir sig hrifin af myndinni
að hún var að hans sögn búin að
sjá hana ansi oft og var komin með
myndina á heilann. Hún ætlar
ekki að eyða ævinni með mann-
eskju sem finnst þetta meistaraverk
kvikmyndasögunnar EKKI vera
skemmtilegt. „Ef þú getur ekki skilið
hvað gerir þessa mynd frábæra er
eitthvað að þér sem manneskju,“
sagði konan og bað um skilnað við
þann danska.
Ég á tvö börn og hvort mér líkar
betur eða verr við teiknimyndir þá
er ég tilneyddur til að fara á þær í
bíó með krökkunum, það fylgir bara
með prógramminu. En það vill svo
til að mér finnst mjög gaman að
svona myndum og hlakka ég jafn
mikið til og þau að fara á þær í bíó.
En ég var ekki hrifinn af þessari
mynd eins og svo mörgum öðrum
teiknimyndum, og væri ég giftur
þessari dömu væri ég að skrifa
undir skilnaðarpappírana líka.
En að skilja við manneskju sem er
ekki jafn hrifinn af bíómynd nú eða
geisladiski og þú.
Það er kannski eitt að skilja við
einhvern sem er kannski of hrifinn
af einhverri bíómynd og horfir á
hana í marga klukkutíma á dag og
innréttar húsið, bílinn og verslar á
sig föt í stíl við myndina og er með
hana á heilanum. Það væri þá betri
ástæða til að skilja við kvikindið.
Það er eitthvað sem maður hefur
heyrt um meðal annars hjá Star
Trek aðdáendum. Hver veit nema
þetta sé algengara en maður heldur
en bara ratar ekki í blöðin. Ætli það
hafi verið hjónaskilnaðir út af Papp-
írs Pésa nú eða Villa og Sveppa???
Hver veit?
högni snær
Heyrst Hefur...
...að búið sé að hefla veginn að
golfvellinum á Bakkakoti og finna
aðra reiðleið frá Laxnesi.
...að 17 ára gamall drengur hafi orðið
fyrir líkamsárás í Mosfellsbæ um
síðustu helgi.
...að Katrín Dögg Hilmars hafi farið
holu í höggi á Hlíðavelli á dögunum.
...að Hanna sím sé vallarstjóri á
tungubökkum í sumar.
...að eva Magnúsdóttir á lista
sjálfstæðisflokksins hafi verið
20 atkvæðum frá því að ná sæti í
bæjarstjórn á kostnað Ólafs Inga hjá
samfylkingunni.
...að Auður og stulli séu að fara gifta
sig í sumar.
...að verið sé að stofna nýjan karlakór
sem mun heita Mosfellsbræður.
...að bæði meistaraflokkslið Aftureld-
ingar í fótboltanum séu með gjald-
þrota fyrirtæki framan á búningun-
um sem stærsta styrktaraðila.
...að Hilmar og Odda eigi von á barni.
...að svava Ýr sé tekin við meistara-
flokki kvenna í handbolta.
...að lítið hafi verið um útstrikanir í
kosningunum. Haraldur sverrisson
fékk flestar, 27 útstrikanir (1,4% af
atkvæðum D-lista) en hlutfallslega
fékk sigrún theodóra á Mosfells-
listanum flestar, eða 16 (4,5% af
atkvæðum X-lista).
...að tveir innfæddir Mosfellingar hafi
komist inn í fÍH í haus, Anna Dúna
og stefanía svavars.
...að Jói krydd og Anna Lilja eigi von á
jólabarni.
...að Vinstri græn fái forsetastólinn
síðasta ár kjörtímabilsins.
...að sara og robbi hafi eignast dreng
á dögunum.
...að ragnheiður ríkharðs hafi verið
heiðursgestur á knattspyrnuleik að
Varmá á dögunum og gert sér lítið
fyrir og skutlað slösuðum leikmanni
fjarðarbyggðar á slysó í miðjum leik.
...að hinn ungi Björgvin franz hafi farið
holu í högg í bráðabana í holukeppni
GKj í 32 manna úrslitum.
...að keppt verði í koddaslag í Varmár-
laug að gömlum sið á 17. júní.
...að friðjón og sigurbjörg hafi eignast
stúlku í síðustu viku.
...að vallarmetið á nýja frisbígolfvellin-
um í Ævintýragarðinum sé 21 kast.
...að Kalli tomm sé að taka upp lag
með Gumma Jóns í sálinni og gamla
goðinu Jóhanni Helga.
...að steindi og sigrún hafi eignast
dóttur.
...að stór hópur ungmenna hafi safnast
saman í ullarnesbrekkum síðast-
liðið laugardagskvöld og fagnað
próflokum.
...að kvennahlaupið sé á laugardaginn.
mosfellingur@mosfellingur.is
- Heyrst hefur...32
Föstudaginn 6. júní var hlaupahópurinn
Morgunfuglarnir svo heppinn að fá að
endurgjalda vinum sínum í Vesturbænum
hlaupaheimsókn síðan í vetur.
„Við hittumst við Krikaskóla kl. 6 eins og
við gerum þrisvar í viku, hlupum upp á Úlf-
arsfell í einstaklega fallegu veðri, annars er
veðrið alltaf gott svona snemma á morgn-
ana. Silla bauð upp á holla og góða morg-
unhressingu úti í garði og þaðan var hald-
ið í Lágafellslaug. Þar beið stór hópur sem
hittist oft í viku í Vesturbæjarlauginni og
gerir Mullers æfingar undir stjórn „foringj-
ans“ Halldórs Bergmanns Þorvaldssonar,
Mosfellings! Dóri stjórnaði skemmtilegum
æfingum, við sungum saman og sötruðum
kaffi. Morgunfuglarnir þakka „foringjan-
um“ og félögum kærlega fyrir komuna.“
Hlaupahópur sem hittist kl. 6 á morgnana þrisvar í viku
Morgunfuglar á ferð
hlaupahópurinn á
toppi úlfarsfells