Mosfellingur - 12.06.2014, Blaðsíða 27
www.facebook.com/mosfellingur - 27
Í apríl bættist við í góðan hóp svartbeltinga
hjá karatedeild Aftureldingar en þá var Þór-
arinn Jónsson gráðaður og er hann nú með
Shodan Ho.
Sensei Steven Morris frá Kobe Osaka
International karatesambandinu gráðaði
iðkendur sem eru aðilar hjá sambandinu
en Kári Haraldsson, sem einnig æfir hjá
karatedeild Aftureldingar, staðfesti sitt
svartabelti og er nú með Shodan.
Á meðfylgjandi mynd eru, frá vinstri, yf-
irþjálfari karatedeildar Aftureldingar sen-
sei Willem C. Verheul, Þórarinn og sensei
Steven Morris.
Svartbeltingum fjölgar hjá
karatedeild Aftureldingar
Fóðurblandan styrkir
Aftureldingu með áburði
Pétur Pétursson frá Fóðurblöndunni kom á dögunum færandi hendi á Tungubakkana.
Hanna Símonardóttir tók á móti Pétri og Steini frá golfklúbbnum Kili og hefur 600 kg af
áburði verið dreift á svæðið áður en sumartraffíkin hófst. Tungubakkarnir koma ágæt-
lega undan vetri, þó var smá kal sem sáð var í í vor. Tóku þau eftir að bíll hefur farið inn á
túnið í vetur og spólað það upp á stóru svæði. Algjörlega ólíðandi framkoma við annars
flottan völl sem er mikið notaður á sumrin til íþróttaiðkunnar.
borið á tungubakkana
í byrjun sumars
Afturelding hefur ráðið Svövu Ýr Baldvins-
dóttur sem þjálfara meistaraflokks kvenna
í handknattleik, en Svava Ýr mun einnig
þjálfa 3. flokk kvenna hjá félaginu líkt og
undanfarin ár. Svava Ýr er Mosfellingur í
húð og hár, menntaður íþróttakennari og
flestum bæjarbúum kunn fyrir að hafa m.a.
verið með íþróttaskóla barnanna sl. 22 ár.
Svava hefur mikla reynslu af handknatt-
leik, bæði sem leikmaður og þjálfari. Hún
spilaði á árum áður með yngri flokkum Aft-
ureldingar en fór síðan yfir til Víkings (þar
sem enginn meistaraflokkur var starfræktur
í Mosfellsbæ á þeim tíma) og spilaði með
meistaraflokki félagsins í mörg ár. Sem leik-
maður varð Svava þrefaldur Íslands- og bik-
armeistari og spilaði með yngri landsliðum
kvenna sem og með A-landsliðinu.
Reynslumikið þjálfarateymi
Sem þjálfari hefur Svava þjálfað yngri
flokka hjá Víkingi, en einnig yngri landslið
kvenna sem og verið aðstoðarþjálfari A-
landsliðs kvenna. Hún var aðstoðarþjálfari
meistaraflokks kvenna hjá Haukum og fyrir
fjórum árum þjálfaði hún einnig sameigin-
legt lið meistaraflokka kvenna frá Aftureld-
ingu og Fjölni sem keppti utan deilda. Hjá
Aftureldingu hefur hún þjálfað bæði yngri
flokka kvenna og karla. Síðustu árin hefur
hún þjálfað 3. og 4. flokk kvenna en þær
stelpur eru einmitt stór hluti meistaraflokks
Aftureldingar í dag.
Aðstoðarþjálfari Svövu í vetur verður
Judit Esztergal, en hún var á árum áður
burðarás bæði í liði ÍBV og Hauka, en auk
þess spilaði hún með FH. Svava og Judit
hafa áður þjálfað saman, bæði meistara-
flokk Hauka og yngri landslið kvenna. Það
er ljóst að Afturelding hefur fengið gríðar-
lega reynslumikla þjálfara í meistaraflokk-
inn og verður spennandi að fylgjast með
þeim og þessu unga en efnilega liði á kom-
andi árum.
Svava Ýr ráðin þjálfari
meistaraflokks kvenna
Jóhannes Jónsson, formaður meist-
araflokksráðs kvenna í handknatt-
leik, og Svava Ýr Baldvinsdóttir,
nýráðinn þjálfari meistaraflokks.
Fimmtudaginn 5. júní var gróðursett í fyrsta
sinn í barnalundinn Tréð mitt á Kjalarnesi
við hátíðlega athöfn. Hugmyndin er að
gróðursetja ár hvert í lundinn þannig að
öll börn sem fæðast á Kjalarnesi fái tré í
lundinn. Grænt Kjalarnes, samtök félaga
og stofnana á Kjalarnesi sem vilja vinna að
vistvænu Kjalarnesi, vann að undirbúningi
verkefnisins með styrk frá hverfisráði Kjal-
arness og Reykjavíkurborg.
Hugmyndina að barnalundinum átti
Anikó Kolcsár sem er búsett á Kjalarnesi.
Hún er frá Ungverjalandi og kemur þessi
skemmtilega hugmynd þaðan. Sigurborg
Ósk Haraldsdóttir landslagsarkitekt og
íbúi á Kjalarnesi útfærði hugmyndina, gaf
lundinum nafnið Tréð mitt og valdi hon-
um fallegan stað á grænu svæði milli Klé-
bergsskóla, leikskólans Bergs og hverfisins,
þar sem Bergvíkurlækurinn kemur undan
Vesturlandsvegi. Skógræktarfélag Kjalar-
ness, með Baldvin Grétarsson formann
þess í farabroddi, átti veg og vanda að
framkvæmdinni.
Það voru börnin í leikskólanum Bergi á
Kjalarnesi sem komu og gróðursettu fyrstu
trén í lundinn með aðstoð starfsfólks skól-
ans og fulltrúa frá Grænu Kjalarnesi. Börn-
in sungu nokkur lög fyrir viðstadda og að
lokum var boðið upp á hressingu.
Tréð mitt á Kjalarnesi
aðstandendur
barnalundarins
leikskólabörn
gróðursetja