Mosfellingur - 10.01.2013, Page 8

Mosfellingur - 10.01.2013, Page 8
 - í 10 ár8 Önnur brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ fór fram fimmtudaginn 20. desember í Hlégarði. Framhaldsskólinn var stofnaður haustið 2009 og er fjöldi nemenda við skólann um tvö hundruð og fimmtíu. Fimm námsbraut- ir eru við skólann og í þessari brautskrán- ingu útskrifuðust níu nemendur með stúd- entspróf, sjö af félags- og hugvísindabraut og tveir af náttúruvísindabraut. Viðurkenningar fyrir góðan árangur Útskriftarnemendum voru veittar við- urkenningar fyrir góðan námsárangur. Sigríður Lóa Björnsdóttir hlaut viðurkenn- ingar fyrir góðan námsárangur í dönsku og fyrir góðan námsárangur í stærðfræði á félags- og hugvísindabraut. Katla Dóra Helgadóttir og Ólavía Hrönn Friðriksdóttir hlutu viðurkenningu fyrir góðan náms- árangur í textíl og hönnun. Lena María Svansdóttir hlaut fjórar viðurkenningar, fyrir góðan námsárangur í spænsku, fyrir góðan námsárangur í stærðfræði á náttúru- vísindabraut og viðurkenningu frá Sorpu fyrir góðan námsárangur í umhverfisfræði. Mosfellsbær veitti jafnframt Lenu Maríu Svansdóttur viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi. Domino´s Pizza er að setja upp glænýjan og glæsilegan pizzastað í Mosfellsbæ að Háholti 14 þar sem Draumakaffi var áður til húsa, en Draumakaffi lokaði 15. desember síðastliðinn. Framkvæmdir við breytingar á húsnæðinu hófust rétt fyrir jól og áætlað er að Domino´s opni í Háholtinu í mars á þessu ári . Verður það sextándi Domino´s staðurinn á Íslandi en fyrsti staðurinn opnaði á Grensásvegi árið 1993. Bætast í hóp rúmlega 20 fyrirtækja í húsinu „Við fögnum komu Domino´s, það er ánægjulegt að fá rótgróið og traust fyrirtæki í húsið okkar, sem bætist í hóp rúmlega 20 fyrirtækja sem fyrir eru hér að Háholti 14. Nýi Domino´s staðurinn verður allur hinn glæsilegasti og allt fyrsta flokks í innréttingum og tækjum. Þetta verður annar staðurinn á Íslandi sem opnar með nýtt útlit og í öðrum stíl en fyrri staðir. Á sama tíma vil ég þakka fráfarandi leigjendum okkar, Guðmundi og Ingunni í Draumakaffi fyrir samstarfið síðastliðin 14 ár,“ segir Guðni Þorbjörnsson hjá Hengli ehf. Háholti 14. Domino’s kemur í stað Draumakaffis í Háholti 14 Domino’s pizza opnar í Mosfellsbæ í mars Birgir Örn Birgisson framkvæmdastjóri Domino´s og Björgvin Jónsson annar eigenda Hengils ehf. við undirritun leigusamnings þann 14. desember 2012. Útskriftarhópur FMos haustið 2012. Efri röð: Guðrún Guðjónsdóttir aðstoðarskólameistari, Sigríður Lóa Björnsdóttir, Katla Dóra Helgadóttir, Katrín Ósk Þorsteinsdóttir, Ólavía Hrönn Friðriksdóttir, Jóhanna Ýr Bjarkadóttir og Guðbjörg Aðalbergsdóttir skólameistari. Neðri röð: Lena María Svansdóttir, Brynjólfur Löve Mogensson, Óðinn Kári Karlsson og Anna Jóna Helgadóttir. Önnur brautskráning Framhaldsskólans í Mosfellsbæ Framhaldsskólinn útskrifar níu nemendur Viðurkenningar veittar fyrir góðan námsárangur. Frá vinstri: Sigríður Lóa Björnsdóttir, Ólavía Hrönn Friðriksdóttir, Katla Dóra Helgadóttir og Lena María Svansdóttir. Vonumst til að sjá ykkur sem flest á nýju ári Kveðja, starfsfólk Texture Tilboð gildir aðeins ef komið er í klippingu og lit/str saman. Um leið og við þökkum fyrir góðar mótökur Viljum við minna á að panta tímanlega Fyrir jól Einig viljum við bjóða velkomna til okkar Steinunni snyrtimeistara sem verður með alhliða snyrtistofu hjá okkur á Texture Svo er Hulda að sjálfsögðu áfram með LCN gelneglurnar Krakkadagurinn sívinsæli verður 9 des frá kl 11:00 til 14:00 Jólasveinninn kemur og spilar fyrir krakkana og leysir þau út með pakka Hlökkum til að sjá ykkur Sími 566 8500 Hrefna Meistari Hulda naglafræðingur og Hársnyrti nemi Steinunn Snyrtimeistari Íris Meistari Bára Meistari Texture • Háholt 23 • s ími : 565 8500 Í Tilefni ýs árs bjó um Við efTirfarandi Tilboð Til 10. feb • 15% afslátt af klippingu strípum og lit • Neglur ásetning með french 4.800 k r. • 10% afsláttur af vörum Opinn æfing karlakórsins á Hvíta riddaranum Föstudagskvöldið 11. janúar ætlar karlakórinn Stefnir að halda opna æfingu á Hvíta riddaranum. Þá mætir kórinn í öllu sínu veldi og hefst veislan kl. 20. Þetta er tilvalið tækifæri til að mæta og kynnast félagsstarfi Stefnis og fyrir þá sem vilja máta sig inn í kórinn, eða bara koma og hlusta á skemmtileg karlakórslög í æfingu. Næsta blað kemur út: 31. jaNúar Efni og auglýsingar skulu berast fyrir kl. 12, mánudaginn 28. janúar.

x

Mosfellingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.